Af geðsjúkdómum og staðalímyndum; að segja eða þegja? Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar 15. desember 2012 06:00 Högni Egilsson tónlistarmaður hefur nú stigið fram í sviðsljósið og sagt frá því opinberlega að hann þjáist af geðhvarfasýki. Sú ákvörðun hans að tala opinberlega um sjúkdóm sinn var tekin með það að leiðarljósi að vekja athygli á geðsjúkdómum og algengi þeirra. Það vill nefnilega svo til að tónlistarmenn og þekktir einstaklingar geta líka þjáðst af geðsjúkdómum, alveg eins og læknar, smiðir og kennarar. Isaac Newton, Edgar Allan Poe og Beethoven þjáðust allir af geðhvarfasýki, Winston Churchill þjáðist af þunglyndi, Charles Darwin af víðáttufælni og svona mætti lengi telja. Geðsjúkdómar spyrja nefnilega sjaldnast um stétt eða stöðu. Það er engu að síður staðreynd að geðsjúkdómar virðast mæta minni skilningi í þjóðfélaginu en aðrir sjúkdómar, ástand sem virðist vera þrálátt þrátt fyrir vitundarvakningu á heilsufari almennt. Sem sálfræðingur hef ég fengið ótal spurningar tengdar geðsjúkdómum. Það er mín reynsla að skilningsleysi margra hvað geðsjúkdóma varðar felst, að hluta til í það minnsta, í vanþekkingu, skorti á upplýsingum og umræðu. Fólk einfaldlega veit ekki hvað það felur í sér að þjást af geðsjúkdómi, lái því hver sem vill. Sem dæmi má nefna þá staðreynd að sumir telja þá sem þjást af geðsjúkdómum líklegri en þá sem þjást af öðrum sjúkdómum til að hafa stjórn á ástandi sínu, orsaka það eða viðhalda. Þetta viðhorf þykir mér með ólíkindum þar sem rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á það að geðsjúkdómar, margir hverjir, eru ekki síður líkamlegt ástand en andlegt. Geðsjúkdómar samanstanda af flóknu samspili lífefnafræðilegra þátta, umhverfis og erfða, og þeir sem þjást af geðsjúkdómum eru engu líklegri til að bera ábyrgð á eigin ástandi en þeir sem þjást af krabbameini eða hjartasjúkdómum. Ef til vill liggur ábyrgðin á vanþekkingu almennings þegar kemur að geðsjúkdómum að hluta til hjá okkur sem höfum þekkinguna, en það er engu að síður grátleg staðreynd að mörgum þykir umræða um geðsjúkdóma óþægileg og að staðalímyndir varðandi hvað það þýðir að þjást af geðsjúkdómi eru enn ríkjandi í samfélaginu. Ég verð sorgmædd að hugsa til þess að árið 2012 skuli skilningur á geðsjúkdómum og umburðarlyndi gagnvart þeim ekki vera meira en raun ber vitni. Margir hverjir kjósa að halda geðsjúkdómum leyndum því staðan sem blasir við er sú að fólk mætir ekki skilningi frá samfélaginu. Á meðan þeir sem þjást af geðsjúkdómum sjá þann kostinn skástan að þegja yfir ástandi sínu kemur samfélagið seint til með að skilja. Á meðan samfélagið einkennist af skilningsleysi munu þeir sem þjást af geðsjúkdómum seint sjá hag sinn í því að tala um veikindi sín. Vitundarvakning kemur ekki til með að eiga sér stað ef umræðan er engin. Því ber að fagna þegar fólk hefur kjark til að stíga fram og vekja máls á geðsjúkdómum og málefnum þeirra sem af þeim þjást. Umræðan er þörf og löngu tímabær. Það er líka löngu tímabært að við spörkum dómarasætinu út í horn og fögnum fjölbreytileika fólks almennt, því mikið ofboðslega væri lífið leiðinlegt ef allir væru eins. Höfundur er sálfræðingur að mennt. Hrafnhildur Lilja Harðardóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Högni Egilsson tónlistarmaður hefur nú stigið fram í sviðsljósið og sagt frá því opinberlega að hann þjáist af geðhvarfasýki. Sú ákvörðun hans að tala opinberlega um sjúkdóm sinn var tekin með það að leiðarljósi að vekja athygli á geðsjúkdómum og algengi þeirra. Það vill nefnilega svo til að tónlistarmenn og þekktir einstaklingar geta líka þjáðst af geðsjúkdómum, alveg eins og læknar, smiðir og kennarar. Isaac Newton, Edgar Allan Poe og Beethoven þjáðust allir af geðhvarfasýki, Winston Churchill þjáðist af þunglyndi, Charles Darwin af víðáttufælni og svona mætti lengi telja. Geðsjúkdómar spyrja nefnilega sjaldnast um stétt eða stöðu. Það er engu að síður staðreynd að geðsjúkdómar virðast mæta minni skilningi í þjóðfélaginu en aðrir sjúkdómar, ástand sem virðist vera þrálátt þrátt fyrir vitundarvakningu á heilsufari almennt. Sem sálfræðingur hef ég fengið ótal spurningar tengdar geðsjúkdómum. Það er mín reynsla að skilningsleysi margra hvað geðsjúkdóma varðar felst, að hluta til í það minnsta, í vanþekkingu, skorti á upplýsingum og umræðu. Fólk einfaldlega veit ekki hvað það felur í sér að þjást af geðsjúkdómi, lái því hver sem vill. Sem dæmi má nefna þá staðreynd að sumir telja þá sem þjást af geðsjúkdómum líklegri en þá sem þjást af öðrum sjúkdómum til að hafa stjórn á ástandi sínu, orsaka það eða viðhalda. Þetta viðhorf þykir mér með ólíkindum þar sem rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á það að geðsjúkdómar, margir hverjir, eru ekki síður líkamlegt ástand en andlegt. Geðsjúkdómar samanstanda af flóknu samspili lífefnafræðilegra þátta, umhverfis og erfða, og þeir sem þjást af geðsjúkdómum eru engu líklegri til að bera ábyrgð á eigin ástandi en þeir sem þjást af krabbameini eða hjartasjúkdómum. Ef til vill liggur ábyrgðin á vanþekkingu almennings þegar kemur að geðsjúkdómum að hluta til hjá okkur sem höfum þekkinguna, en það er engu að síður grátleg staðreynd að mörgum þykir umræða um geðsjúkdóma óþægileg og að staðalímyndir varðandi hvað það þýðir að þjást af geðsjúkdómi eru enn ríkjandi í samfélaginu. Ég verð sorgmædd að hugsa til þess að árið 2012 skuli skilningur á geðsjúkdómum og umburðarlyndi gagnvart þeim ekki vera meira en raun ber vitni. Margir hverjir kjósa að halda geðsjúkdómum leyndum því staðan sem blasir við er sú að fólk mætir ekki skilningi frá samfélaginu. Á meðan þeir sem þjást af geðsjúkdómum sjá þann kostinn skástan að þegja yfir ástandi sínu kemur samfélagið seint til með að skilja. Á meðan samfélagið einkennist af skilningsleysi munu þeir sem þjást af geðsjúkdómum seint sjá hag sinn í því að tala um veikindi sín. Vitundarvakning kemur ekki til með að eiga sér stað ef umræðan er engin. Því ber að fagna þegar fólk hefur kjark til að stíga fram og vekja máls á geðsjúkdómum og málefnum þeirra sem af þeim þjást. Umræðan er þörf og löngu tímabær. Það er líka löngu tímabært að við spörkum dómarasætinu út í horn og fögnum fjölbreytileika fólks almennt, því mikið ofboðslega væri lífið leiðinlegt ef allir væru eins. Höfundur er sálfræðingur að mennt. Hrafnhildur Lilja Harðardóttir
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar