Fótaspegilmyndin fundin Hugrún Halldórsdóttir skrifar 30. nóvember 2012 20:40 Ung kona sem opinberaði misstórar fætur sínar í fjölmiðlum í síðustu viku hefur fundið fótaspegilmynd sína eftir töluverða leit. Stöllurnar eru báðar smekk-konur að eigin sögn og áætla þær að fara saman í verslunarferð til útlanda fljótlega. Stutt er síðan að fætur Ólafar Hugrúnar prýddu forsíðu Fréttablaðsins, sá hægri er í skóstærð 38 en vinstri 40. Hún steig fram í þeirri von um að finna aðra manneskju sem glímir við sama vandamál, nema á hinn veginn og nú er þessari einkennilegu en skemmtilegu leit lokið. Okkar kona sem kemur úr Vesturbænum í Kópavogi hitti nýlega fótaspegilmynd sína, Iðunni sem er uppalin í Austurbæ Kópavogs. „Þetta var svolítið eins og að fara á blind date, hæ gaman að hitta þig eigum við að mæla á okkur fæturnar? Við gerðum það semsagt, settumst á gólfið og létum fæturnar nema saman og þá var þetta nokkuð ljóst. Svo átti Iðunn leið í göngugreiningu og ég fylgdi bara með og lét manninn þar athuga þetta hvort að þetta væri ekki alveg örugglega skrifað og skjalfest. Þar kom í ljós að við bara svona smellpössum saman," segir Ólöf. Ólöf hefur í gegnum tíðina annað hvort keypt tvö pör af skóm eða sérsmíðaða skó og það hefur kostað hana skildinginn. Iðunn hefur hins vegar farið aðra leið. „Ég hef verið að kaupa mér í stærð 40 og passa að þeir haldi nægilega vel utan um litla fótinn, þannig að hann fari ekki eitthvað að losna úr. Þannig að það hefur verið svolítið takmarkað sem maður hefur valið, til dæmis enga opna skó," segir Iðunn. Þegar stelpurnar hittust fyrst gaf Ólöf Hugrún Iðunni skó sem gengu af nýlegum kaupum. „Fóturinn var í himnaríki að fá loksins að vera í sinni stærð. Þetta var bara mjög þægilegt og rétt," segir Iðunn. Stóra Misfætlingamálið hefur heldur betur vakið athygli, Bianco ákvað eftir að hafa séð nokkuð óvanalegu sjón í dag að gefa þeim sitthvort parið af misstórum skóm og Wow-air hefur lofað þeim stöllum flugferð til London sem þær kalla innkaupaferð.Þið verðið nú að hafa sama smekk á skóm, ekki satt? „Já, þetta verður bara spennandi, ég er allavega mjög spennt fyrir framhaldinu ég segi ekki annað. Allavega skóparið sem hún gaf mér, ég fílaði það alveg strax þanni að það er vonarneisti. Við erum örugglega báðar miklar smekkkonur, ég hef engar trú á öðru," segir Ólöf. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Ung kona sem opinberaði misstórar fætur sínar í fjölmiðlum í síðustu viku hefur fundið fótaspegilmynd sína eftir töluverða leit. Stöllurnar eru báðar smekk-konur að eigin sögn og áætla þær að fara saman í verslunarferð til útlanda fljótlega. Stutt er síðan að fætur Ólafar Hugrúnar prýddu forsíðu Fréttablaðsins, sá hægri er í skóstærð 38 en vinstri 40. Hún steig fram í þeirri von um að finna aðra manneskju sem glímir við sama vandamál, nema á hinn veginn og nú er þessari einkennilegu en skemmtilegu leit lokið. Okkar kona sem kemur úr Vesturbænum í Kópavogi hitti nýlega fótaspegilmynd sína, Iðunni sem er uppalin í Austurbæ Kópavogs. „Þetta var svolítið eins og að fara á blind date, hæ gaman að hitta þig eigum við að mæla á okkur fæturnar? Við gerðum það semsagt, settumst á gólfið og létum fæturnar nema saman og þá var þetta nokkuð ljóst. Svo átti Iðunn leið í göngugreiningu og ég fylgdi bara með og lét manninn þar athuga þetta hvort að þetta væri ekki alveg örugglega skrifað og skjalfest. Þar kom í ljós að við bara svona smellpössum saman," segir Ólöf. Ólöf hefur í gegnum tíðina annað hvort keypt tvö pör af skóm eða sérsmíðaða skó og það hefur kostað hana skildinginn. Iðunn hefur hins vegar farið aðra leið. „Ég hef verið að kaupa mér í stærð 40 og passa að þeir haldi nægilega vel utan um litla fótinn, þannig að hann fari ekki eitthvað að losna úr. Þannig að það hefur verið svolítið takmarkað sem maður hefur valið, til dæmis enga opna skó," segir Iðunn. Þegar stelpurnar hittust fyrst gaf Ólöf Hugrún Iðunni skó sem gengu af nýlegum kaupum. „Fóturinn var í himnaríki að fá loksins að vera í sinni stærð. Þetta var bara mjög þægilegt og rétt," segir Iðunn. Stóra Misfætlingamálið hefur heldur betur vakið athygli, Bianco ákvað eftir að hafa séð nokkuð óvanalegu sjón í dag að gefa þeim sitthvort parið af misstórum skóm og Wow-air hefur lofað þeim stöllum flugferð til London sem þær kalla innkaupaferð.Þið verðið nú að hafa sama smekk á skóm, ekki satt? „Já, þetta verður bara spennandi, ég er allavega mjög spennt fyrir framhaldinu ég segi ekki annað. Allavega skóparið sem hún gaf mér, ég fílaði það alveg strax þanni að það er vonarneisti. Við erum örugglega báðar miklar smekkkonur, ég hef engar trú á öðru," segir Ólöf.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira