Skemmdarverk Skúli Helgason skrifar 6. júní 2012 06:00 Landssamband íslenskra útvegsmanna beitir nú grimmum skæruhernaði gagnvart löngu tímabærum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Alþýðusamband Íslands hefur bent á að þær aðgerðir LÍÚ að kyrrsetja fiskveiðiflotann við bryggju alla vikuna séu ólöglegar og feli í sér alvarlegt brot á samskiptareglum á vinnumarkaði. ASÍ áskilur sér rétt til að leita réttar síns fyrir dómstólum enda liggur undir lítt dulbúin hótun LÍÚ um að þessi kyrrsetning sé aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal og því viðbúið að kjör landverkafólks í fiskvinnslu víða um land muni skerðast ef svo heldur fram sem horfir. Þessar nýjustu aðgerðir koma í kjölfarið á linnulausri auglýsingaherferð LÍÚ sem hefur beitt amerískum áróðursbrögðum til að reyna að koma í veg fyrir breytingar á því kerfi sem hefur malað útgerðarmönnum gull í þrjá áratugi. Deilan snýst í raun um hvort þjóðin eigi að njóta eignarhalds á auðlind sinni eða hvort auðlindaarðurinn, sem undanfarin ár hefur numið tugum milljarða og fer vaxandi, eigi áfram að renna meira og minna óskiptur til greinarinnar og þá einkum útgerðarmanna. Það er athyglisvert að hafa í huga forsögu þessa máls og tilurð kvótakerfisins á sínum tíma. Þar er lýsandi þessi frásögn manns sem var í hringiðu atburðanna í árslok 1983 þegar kvótakerfinu var komið á. „Kvótakerfinu var komið á með hraði um áramótin 1983-4. Það var sett á fót án þess að umtalsverð umræða færi fram á vettvangi stjórnmálanna eða í sjávarútvegsráðuneytinu. Hins raunverulega uppruna kvótakerfisins þarf ekki að leita langt yfir skammt. Fiskiþing gerði samþykkt um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar haustið 1983 þar sem sjónarmið Landssambands íslenskra útvegsmanna varð ofan á. Landvinnslan og þeir sem vildu að fiskveiðiheimildir fylgdu byggðum urðu undir. Í þessari samþykkt fiskiþings er að finna ákvæðin sem kvótakerfið byggist raunverulega á. Þegar hagsmunaaðilar í útgerð höfðu komið sér saman um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi treystu stjórnmálamenn sér ekki til að ganga gegn þeirri niðurstöðu. Halldór Ásgrímsson studdi stefnu LÍÚ og féllst á rök útgerðarmanna fyrir kvóta á skip." Svo mörg voru þau orð Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins og sjávarútvegsráðherra á árunum 1980-1983, í ævisögu sinni. Frásögnin staðfestir að kvótakerfið var skilgetið afkvæmi LÍÚ sem berst nú með kjafti og klóm gegn því að gerðar verði breytingar á því í þá átt að þjóðin fái sanngjarna hlutdeild í auðlindaarðinum og aukins jafnræðis verði gætt við úthlutun tímabundinna nýtingarleyfa. Þar skal ekkert til sparað en forsvarsmenn LÍÚ skulu hafa í huga að hótanir, ofbeldi og skemmdarverk eru ekki vænlegar aðferðir til að ná samkomulagi í deilumálum sem varða mikilvægustu hagsmuni þjóðarinnar. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur mun ekki láta kúga sig til hlýðni í fiskveiðistjórnunarmálinu eins og ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerðu í áratugi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Landssamband íslenskra útvegsmanna beitir nú grimmum skæruhernaði gagnvart löngu tímabærum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Alþýðusamband Íslands hefur bent á að þær aðgerðir LÍÚ að kyrrsetja fiskveiðiflotann við bryggju alla vikuna séu ólöglegar og feli í sér alvarlegt brot á samskiptareglum á vinnumarkaði. ASÍ áskilur sér rétt til að leita réttar síns fyrir dómstólum enda liggur undir lítt dulbúin hótun LÍÚ um að þessi kyrrsetning sé aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal og því viðbúið að kjör landverkafólks í fiskvinnslu víða um land muni skerðast ef svo heldur fram sem horfir. Þessar nýjustu aðgerðir koma í kjölfarið á linnulausri auglýsingaherferð LÍÚ sem hefur beitt amerískum áróðursbrögðum til að reyna að koma í veg fyrir breytingar á því kerfi sem hefur malað útgerðarmönnum gull í þrjá áratugi. Deilan snýst í raun um hvort þjóðin eigi að njóta eignarhalds á auðlind sinni eða hvort auðlindaarðurinn, sem undanfarin ár hefur numið tugum milljarða og fer vaxandi, eigi áfram að renna meira og minna óskiptur til greinarinnar og þá einkum útgerðarmanna. Það er athyglisvert að hafa í huga forsögu þessa máls og tilurð kvótakerfisins á sínum tíma. Þar er lýsandi þessi frásögn manns sem var í hringiðu atburðanna í árslok 1983 þegar kvótakerfinu var komið á. „Kvótakerfinu var komið á með hraði um áramótin 1983-4. Það var sett á fót án þess að umtalsverð umræða færi fram á vettvangi stjórnmálanna eða í sjávarútvegsráðuneytinu. Hins raunverulega uppruna kvótakerfisins þarf ekki að leita langt yfir skammt. Fiskiþing gerði samþykkt um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar haustið 1983 þar sem sjónarmið Landssambands íslenskra útvegsmanna varð ofan á. Landvinnslan og þeir sem vildu að fiskveiðiheimildir fylgdu byggðum urðu undir. Í þessari samþykkt fiskiþings er að finna ákvæðin sem kvótakerfið byggist raunverulega á. Þegar hagsmunaaðilar í útgerð höfðu komið sér saman um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi treystu stjórnmálamenn sér ekki til að ganga gegn þeirri niðurstöðu. Halldór Ásgrímsson studdi stefnu LÍÚ og féllst á rök útgerðarmanna fyrir kvóta á skip." Svo mörg voru þau orð Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins og sjávarútvegsráðherra á árunum 1980-1983, í ævisögu sinni. Frásögnin staðfestir að kvótakerfið var skilgetið afkvæmi LÍÚ sem berst nú með kjafti og klóm gegn því að gerðar verði breytingar á því í þá átt að þjóðin fái sanngjarna hlutdeild í auðlindaarðinum og aukins jafnræðis verði gætt við úthlutun tímabundinna nýtingarleyfa. Þar skal ekkert til sparað en forsvarsmenn LÍÚ skulu hafa í huga að hótanir, ofbeldi og skemmdarverk eru ekki vænlegar aðferðir til að ná samkomulagi í deilumálum sem varða mikilvægustu hagsmuni þjóðarinnar. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur mun ekki láta kúga sig til hlýðni í fiskveiðistjórnunarmálinu eins og ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerðu í áratugi.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun