Já eða nei. Skiptir það máli? Ólafur Örn Ólafsson skrifar 18. október 2012 06:00 Eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda eftir áföll ársins 2008 var að fara í endurskipulagningu og breytingar á stjórnkerfi landsins. Aðskilja hefði átt með afgerandi hætti löggjafarvald og framkvæmdarvald þannig að þingmenn gætu ekki bæði verið ráðherrar og þingmenn. Skerpa þarf vald og ábyrgð í stjórnkerfinu og færa völdin til Alþingis. Núverandi stjórnvöld hafa ekki tekið á þessu brýna máli og sú von að stjórnlagaráð tæki á vandanum gekk ekki heldur eftir. Stjórnlagaráð féll á prófinu við gerð nýrrar stjórnarskrár að þessu leyti. Tillögur stjórnlagaráðs eru þannig að forsætisráðherra verði kosinn af Alþingi og þingmenn geti verið ráðherrar með því að taka sér frí frá þingmennsku þann tíma sem þeir eru ráðherrar. Hætti þeir síðan sem ráðherrar þá komi þeir aftur inn á þing. Slíkt fyrirkomulag nægir ekki til að þrískipta valdinu eins og nauðsynlegt er, þingmenn eiga ekki að vera ráðherrar. Þingmenn eru kjörnir fulltrúar á Alþingi og eiga að setja lög og sinna eftirlitsskyldu með framkvæmdarvaldinu. Verði tillögur stjórnlagaráðs ofan á, mun flokksræðið áfram ríða húsum og Alþingi verður jafn lamað gagnvart framkvæmdarvaldinu og hingað til. Völd Alþingis verða að aukast gagnvart framkvæmdarvaldinu. Vinnubrögðin og umræðan á Alþingi mun breytast með því að framkvæmdarvaldið sé ekki hluti af Alþingi. Er eitthvað flókið við að skilja hvað átt er við með þrískiptingu valds? Það er að dreifa valdi á þrjá staði þannig að ekki safnist óhóflegt vald á einn stað. Allir skilja að skipting á milli löggjafarvalds og dómsvalds er nauðsynleg og virkar ágætlega. Það á því ekki að vera flókið að aðskilja með fullnægjandi hætti á milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds. Helsta fyrirstaða aðskilnaðar er andstaða flokkanna við að missa völd. Það er af hinu góða og mun bæta menningu og umræðuna á Alþingi. Núverandi stjórnarskrá orðar þetta ágætlega en það þarf bara að taka út að þingmenn geti verið ráðherrar. Það yrði mikil styrking fyrir Alþingi og þingræðið yrði loks almennilega virkt ef algjör aðskilnaður yrði á milli þessara þátta stjórnkerfisins. Völdin færðust þá til Alþingis. Það er því úr vöndu að ráða þegar ganga skal til kosninga um þá skoðanakönnun sem nú fer fram um hvort leggja eigi tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar að gerð nýrri stjórnarskrá. Ef ég segi já, er ég þá að samþykkja ákvæði um að þingmenn verði áfram ráðherrar og fleiri ákvæði sem ég get ekki samþykkt og í mínum huga eru röng. Þrískipting valds er ekki einu sinni nefnd á nafn í tillögum stjórnlagaráðs. Ef ég segi nei, er ég þá að hafna ágætum greinum sem finnast í tillögum stjórnlagaráðs, því vissulega er margt gott og til bóta. Þessi aðferðafræði sem notuð er gengur ekki upp og er röng. Niðurstaðan getur því ekki orðið annað en ágreiningur um hvað kom út úr skoðanakönnuninni. Það er óboðlegt að mínu áliti að bjóða upp á skoðanakönnun með þessum hætti. Það eru stórir kaflar og margar greinar í tillögum stjórnlagaráðs sem miklu máli skipta en ekkert er spurt um og því er þessi könnun ekki byggð á réttum forsendum og eingöngu til þess að slá ryki í augun á kjósendum. Ég mun því segja nei í skoðanakönnun stjórnvalda um hvort leggja eigi vinnu stjórnlagaráðs til grundvallar við breytingu á stjórnarskrá landsins. Nauðsynlegt er að hver einstök grein stjórnarskrárinnar verði vandlega yfirfarin af Alþingi og grundvallaratriði í stjórnskipan lýðræðisríkis um þrískiptingu valds verði virt að fullu. Síðan verði tillaga að nýrri stjórnarskrá lögð fyrir þjóðina til endanlegrar afgreiðslu og þá jafnvel fleiri en einn kostur, þar sem ágreiningur er um einstakar greinar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda eftir áföll ársins 2008 var að fara í endurskipulagningu og breytingar á stjórnkerfi landsins. Aðskilja hefði átt með afgerandi hætti löggjafarvald og framkvæmdarvald þannig að þingmenn gætu ekki bæði verið ráðherrar og þingmenn. Skerpa þarf vald og ábyrgð í stjórnkerfinu og færa völdin til Alþingis. Núverandi stjórnvöld hafa ekki tekið á þessu brýna máli og sú von að stjórnlagaráð tæki á vandanum gekk ekki heldur eftir. Stjórnlagaráð féll á prófinu við gerð nýrrar stjórnarskrár að þessu leyti. Tillögur stjórnlagaráðs eru þannig að forsætisráðherra verði kosinn af Alþingi og þingmenn geti verið ráðherrar með því að taka sér frí frá þingmennsku þann tíma sem þeir eru ráðherrar. Hætti þeir síðan sem ráðherrar þá komi þeir aftur inn á þing. Slíkt fyrirkomulag nægir ekki til að þrískipta valdinu eins og nauðsynlegt er, þingmenn eiga ekki að vera ráðherrar. Þingmenn eru kjörnir fulltrúar á Alþingi og eiga að setja lög og sinna eftirlitsskyldu með framkvæmdarvaldinu. Verði tillögur stjórnlagaráðs ofan á, mun flokksræðið áfram ríða húsum og Alþingi verður jafn lamað gagnvart framkvæmdarvaldinu og hingað til. Völd Alþingis verða að aukast gagnvart framkvæmdarvaldinu. Vinnubrögðin og umræðan á Alþingi mun breytast með því að framkvæmdarvaldið sé ekki hluti af Alþingi. Er eitthvað flókið við að skilja hvað átt er við með þrískiptingu valds? Það er að dreifa valdi á þrjá staði þannig að ekki safnist óhóflegt vald á einn stað. Allir skilja að skipting á milli löggjafarvalds og dómsvalds er nauðsynleg og virkar ágætlega. Það á því ekki að vera flókið að aðskilja með fullnægjandi hætti á milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds. Helsta fyrirstaða aðskilnaðar er andstaða flokkanna við að missa völd. Það er af hinu góða og mun bæta menningu og umræðuna á Alþingi. Núverandi stjórnarskrá orðar þetta ágætlega en það þarf bara að taka út að þingmenn geti verið ráðherrar. Það yrði mikil styrking fyrir Alþingi og þingræðið yrði loks almennilega virkt ef algjör aðskilnaður yrði á milli þessara þátta stjórnkerfisins. Völdin færðust þá til Alþingis. Það er því úr vöndu að ráða þegar ganga skal til kosninga um þá skoðanakönnun sem nú fer fram um hvort leggja eigi tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar að gerð nýrri stjórnarskrá. Ef ég segi já, er ég þá að samþykkja ákvæði um að þingmenn verði áfram ráðherrar og fleiri ákvæði sem ég get ekki samþykkt og í mínum huga eru röng. Þrískipting valds er ekki einu sinni nefnd á nafn í tillögum stjórnlagaráðs. Ef ég segi nei, er ég þá að hafna ágætum greinum sem finnast í tillögum stjórnlagaráðs, því vissulega er margt gott og til bóta. Þessi aðferðafræði sem notuð er gengur ekki upp og er röng. Niðurstaðan getur því ekki orðið annað en ágreiningur um hvað kom út úr skoðanakönnuninni. Það er óboðlegt að mínu áliti að bjóða upp á skoðanakönnun með þessum hætti. Það eru stórir kaflar og margar greinar í tillögum stjórnlagaráðs sem miklu máli skipta en ekkert er spurt um og því er þessi könnun ekki byggð á réttum forsendum og eingöngu til þess að slá ryki í augun á kjósendum. Ég mun því segja nei í skoðanakönnun stjórnvalda um hvort leggja eigi vinnu stjórnlagaráðs til grundvallar við breytingu á stjórnarskrá landsins. Nauðsynlegt er að hver einstök grein stjórnarskrárinnar verði vandlega yfirfarin af Alþingi og grundvallaratriði í stjórnskipan lýðræðisríkis um þrískiptingu valds verði virt að fullu. Síðan verði tillaga að nýrri stjórnarskrá lögð fyrir þjóðina til endanlegrar afgreiðslu og þá jafnvel fleiri en einn kostur, þar sem ágreiningur er um einstakar greinar.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar