Erlent

Mikið þrumuveður og úrhelli herjar á Dani

Mikið þrumuveður og úrhelli gengur nú yfir Danmörku. Í augnablikinu herjar þetta veður á íbúana á Jótlandi en talið er að veður þetta nái til Kaupmannahafnar síðdegis í dag. Hinsvegar er búist við að íbúar á Borgundarhólmi sleppi við veðrið.

Þegar hafa mælst yfir 7.000 eldingar í þessu þrumuveðri og úrhellið hefur mælst allt að 60 millimetrar á klukkutíma í suðurhluta Jótlands. Ekki er enn vitað um neinn skaða af þessu veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×