Erlent

Flugræningjar yfirbugaðir

Flugvélin var á leið til höfuðborg svæðisins, Urumqi.
Flugvélin var á leið til höfuðborg svæðisins, Urumqi.
Flugfarþegar hjálpuðu til við að afstýra tilraun til flugráns yfir Xinjiang í vesturhluta Kína í dag.

Farþegar og áhöfn flugvélarinnar náðu að yfirbuga sex manneskjur sem gerðu tilraun til þess að yfirtaka vélina tíu mínútum eftir að hún fór í loftið frá borginni Hotan.

Flugvélin var á leið til höfuðborg svæðisins, Urumqi, en henni var snúið aftur til Hotan þar sem flugræningjarnir voru teknir í varðhald.

Ekki hefur verið borið kennsl á afbrotamennina og engar upplýsingar hafa verið veittar varðandi uppruna þeirra.

Íbúar á svæðinu Xinjiang eru aðallega tyrkneskir múslimar og miklar óeirðir hafa ríkt þar að undanförnu. Margir þeirra eru ósáttir með afskipti kínverskra yfirvalda á menningu þeirra og trú.

Tveir öryggisverðir sem voru um borð vélarinnar slösuðust alvarlega í átökum við flugræningjana og yfirflugfreyjan auk sjö annarra farþega slasaðist lítillega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×