Erlent

Hræðist skattahækkanir

Nikki Haley, ríkisstjóri Suður-Karólínu er stuðningsmaður Romney.
Nikki Haley, ríkisstjóri Suður-Karólínu er stuðningsmaður Romney.
Nikki Haley ríkisstjóri Suður- Karólínu í Bandaríkjunum sagði í gær að niðurstaða hæstaréttar um að framfylgja nýjum lögum um heilbrigðisþjónustu landsins, býður upp á miklar skattahækkanir.

„Niðurstaðan þýðir bara eitt í mínum huga, það er að við þurfum nýjan leiðtoga í Washington," segir hún og bætir við að þjóðin þurfi forseta sem ekki setur fleiri skattahækkanir á almenning. Hún vill að lögin verði felld úr gildi undir nýrri stjórn landsins.

Haley er stuðningsmaður Romney og hefur lagt vinnu í kosningarherferð frambjóðandans.

Samkvæmt tölum frá því í nóvember höfðu ríflega 525 þúsund íbúar Suður-Karólínu verið án sjúkratrygginga í að minnsta kosti ár eða um 11% íbúa og 890 þúsund íbúar án tryggingar hluta árs eða 19%.

Frank Knapp, forseti Verslunarráðs smáfyrirtækja Suður- Karólínu, segir að ný lög muni hjálpa smáfyrirækjum vegna þess að færri starfsmenn þurfa að vera sjúkratryggðir á kostnað fyrirtækjanna.

Haley segir að betri kostur væri að gefa hverju ríki frjármagn til reksturs heilbrigðisþjónustu sem hvert og eitt ríki geti ráðstafað að eigin vild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×