Erlent

Frú Helför opinberuð í Ísrael

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Hava Hershkovitz, frú Helför.
Hava Hershkovitz, frú Helför.
Fjórtán konur á aldrinum 74 til 97 tóku þátt í umdeildri fegurðarsamkeppni í Ísrael í gær.

Allar eiga þær sameiginlegt að hafa lifað af helförina í síðari heimstyrjöldinni.

Þegar samkeppnin stóð sem hæst gengu konurnar eftir rauðum dregli í borginni Haifa og lýstu reynslu sinni úr styrjöldinni.

Það var síðan hin 79 ára gamla Hava Hershkovitz sem var valin frú Helför eftir að dómarar höfðu borið saman bækur sínar.

Samkeppnin vakti hörð viðbrögð. Margir sögðu að það væri í hæsta máta óviðeigandi að hampa útliti eftirlifenda helfararinnar.

Aðstandendur samkeppninnar blésu þó á gagnrýnisraddir og bentu á að útlit keppenda skipti ekki sköpum í keppninni.

Sigurvegarinn sagði að hún hefði tekið í keppninni einfaldlega vegna þess að hún vildi fagna lífinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×