Leitum sátta Helgi Hjörvar skrifar 29. febrúar 2012 06:00 Ég kallaði hér í Fréttablaðinu á mánudag eftir málefnalegri umræðu um raunhæfar aðgerðir í skuldamálum heimila. Ekki væri hægt að gera allt fyrir alla en töluvert fyrir marga og það þyrfti að ræða. Leiðarahöfundur Fbl. gerði því skóna hér í gær að um kosningabrellu væri að ræða og að bakfærsla á hluta verðbóta sem nemur 5-10% af skuldum heimila muni leiða til bólu og nýs efnahagshruns. Veruleikinn er sem betur fer allt annar og gefur ekki tilefni til heimsendaspádóma um vítisvélar. Matsfyrirtækið Fitch hefur nýlega bent okkur á að mikill árangur hafi náðst í ríkisfjármálum, en skuldir heimila og fyrirtækja séu enn of miklar. Það hlýtur því að teljast ábyrgt efnahagspólitískt viðfangsefni hvort draga megi úr skuldum heimila án þess að skuldsetja ríkissjóð. Færir hagfræðingar hafa bent á að verðtryggingarkerfið á Íslandi komi í veg fyrir sjálfvirkar sveifluleiðréttingar í hagkerfinu. Það gefur tilefni til að skoða hvort við getum leiðrétt handvirkt hluta af sveiflunum. Slíkt fæli ekki í sér stórkostlega eignatilfærslu heldur væri bakfærsla á hluta af heimasmíðuðum vanda. SkoðanaskiptiEftir hrun hafa hróp tveggja hópa yfirgnæft skoðanaskipti um skuldir heimila. Í öðrum hópnum eru talsmenn þess að bæta öllum allt sem gerst hefur með gríðarlegum tilkostnaði. Hins vegar eru talsmenn, á borð við leiðarahöfund Fbl., sem telja að ekkert megi gefa eftir nema hjá þeim sem sýnt geta fram á örbirgð. Talsmenn beggja tala fyrir mikilvægum sjónarmiðum, en við komumst ekkert áfram með því að kalla á víxl „allt" eða „ekkert". Upplýst umræða byggist á því að við greinum vandann, rannsökum hvernig hægt er að bregðast við, og skiptumst síðan á skoðunum um hvaða niðurstaða mæti best ólíkum sjónarmiðum og skapi víðtækasta samstöðu. Leiðarahöfundurinn áréttar að ég hafi ekki gerst sekur um það lýðskrum að hægt sé að gera allt fyrir alla – án tilkostnaðar. Ég hef bent á fjármuni sem nýta má í umtalsverðar aðgerðir vegna víðtæks vanda í samfélaginu og hvernig útfæra megi það. Bendi aðrir á betri fjármögnunarleiðir og sanngjarnari útfærslu væri það fagnaðarefni, því betur sjá augu en auga. En á meðan við færumst ekki áfram í umræðunni þá fjölgar á vanskilaskrá, æ fleiri gefast upp, margt samkeppnishæfasta unga fólkið okkar flytur til útlanda og sundrung einkennir samfélag okkar. Við þær aðstæður skulum við ekki hafna því að víðtækari aðgerða er þörf. Skilyrði til sjálfsbjargarHvað dylgjur leiðarahöfundar um kosningabrellu varðar er gaman að benda honum á að lesa sitt eigið blað frá 15. júní 2010, en þar slær Fbl. því upp á forsíðu að ég hafi lagt til víðtækar aðgerðir í skuldamálum sem fjármagna megi m.a. með aukaafslætti lífeyrissjóðanna af verðtryggðum íbúðalánum og skattinneign af séreign. Þetta hefur verið afstaða mín lengi, en er engin stundarbrella. Ég er einfaldlega sannfærður um að vandinn sé slíkur að grípa þurfi til umtalsverðra aðgerða strax. Almennri aðgerð má beina að afmörkuðum hópum svo fjármunir nýtist sem best þeim er þurfa. En þó einhverjir fái eitthvað sem þeir mögulega kæmust af án, þá er kostnaður við það mun minni en hagkvæmni þess að búa fólki almenn skilyrði til sjálfsbjargar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Vítisvélin fóðruð Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, lýsti því yfir í Fréttablaðinu í gær að óhjákvæmilegt væri að ráðast í almenna niðurfellingu á húsnæðisskuldum. Þær aðgerðir eru þó ekki almennari en svo að þær eiga að takmarkast við að lækka skuldir afmarkaðs hóps sem tók verðtryggð lán á árunum 2004 til 2008 um 50 milljarða króna. Helgi fylgir ekki nýmóðins tískustraumum og sleppir því að tala um peningaprentun sem raunhæfa leið í þessum efnum. Hann lýðskrumar heldur ekki um að erlendu 28. febrúar 2012 06:00 Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Ég kallaði hér í Fréttablaðinu á mánudag eftir málefnalegri umræðu um raunhæfar aðgerðir í skuldamálum heimila. Ekki væri hægt að gera allt fyrir alla en töluvert fyrir marga og það þyrfti að ræða. Leiðarahöfundur Fbl. gerði því skóna hér í gær að um kosningabrellu væri að ræða og að bakfærsla á hluta verðbóta sem nemur 5-10% af skuldum heimila muni leiða til bólu og nýs efnahagshruns. Veruleikinn er sem betur fer allt annar og gefur ekki tilefni til heimsendaspádóma um vítisvélar. Matsfyrirtækið Fitch hefur nýlega bent okkur á að mikill árangur hafi náðst í ríkisfjármálum, en skuldir heimila og fyrirtækja séu enn of miklar. Það hlýtur því að teljast ábyrgt efnahagspólitískt viðfangsefni hvort draga megi úr skuldum heimila án þess að skuldsetja ríkissjóð. Færir hagfræðingar hafa bent á að verðtryggingarkerfið á Íslandi komi í veg fyrir sjálfvirkar sveifluleiðréttingar í hagkerfinu. Það gefur tilefni til að skoða hvort við getum leiðrétt handvirkt hluta af sveiflunum. Slíkt fæli ekki í sér stórkostlega eignatilfærslu heldur væri bakfærsla á hluta af heimasmíðuðum vanda. SkoðanaskiptiEftir hrun hafa hróp tveggja hópa yfirgnæft skoðanaskipti um skuldir heimila. Í öðrum hópnum eru talsmenn þess að bæta öllum allt sem gerst hefur með gríðarlegum tilkostnaði. Hins vegar eru talsmenn, á borð við leiðarahöfund Fbl., sem telja að ekkert megi gefa eftir nema hjá þeim sem sýnt geta fram á örbirgð. Talsmenn beggja tala fyrir mikilvægum sjónarmiðum, en við komumst ekkert áfram með því að kalla á víxl „allt" eða „ekkert". Upplýst umræða byggist á því að við greinum vandann, rannsökum hvernig hægt er að bregðast við, og skiptumst síðan á skoðunum um hvaða niðurstaða mæti best ólíkum sjónarmiðum og skapi víðtækasta samstöðu. Leiðarahöfundurinn áréttar að ég hafi ekki gerst sekur um það lýðskrum að hægt sé að gera allt fyrir alla – án tilkostnaðar. Ég hef bent á fjármuni sem nýta má í umtalsverðar aðgerðir vegna víðtæks vanda í samfélaginu og hvernig útfæra megi það. Bendi aðrir á betri fjármögnunarleiðir og sanngjarnari útfærslu væri það fagnaðarefni, því betur sjá augu en auga. En á meðan við færumst ekki áfram í umræðunni þá fjölgar á vanskilaskrá, æ fleiri gefast upp, margt samkeppnishæfasta unga fólkið okkar flytur til útlanda og sundrung einkennir samfélag okkar. Við þær aðstæður skulum við ekki hafna því að víðtækari aðgerða er þörf. Skilyrði til sjálfsbjargarHvað dylgjur leiðarahöfundar um kosningabrellu varðar er gaman að benda honum á að lesa sitt eigið blað frá 15. júní 2010, en þar slær Fbl. því upp á forsíðu að ég hafi lagt til víðtækar aðgerðir í skuldamálum sem fjármagna megi m.a. með aukaafslætti lífeyrissjóðanna af verðtryggðum íbúðalánum og skattinneign af séreign. Þetta hefur verið afstaða mín lengi, en er engin stundarbrella. Ég er einfaldlega sannfærður um að vandinn sé slíkur að grípa þurfi til umtalsverðra aðgerða strax. Almennri aðgerð má beina að afmörkuðum hópum svo fjármunir nýtist sem best þeim er þurfa. En þó einhverjir fái eitthvað sem þeir mögulega kæmust af án, þá er kostnaður við það mun minni en hagkvæmni þess að búa fólki almenn skilyrði til sjálfsbjargar.
Vítisvélin fóðruð Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, lýsti því yfir í Fréttablaðinu í gær að óhjákvæmilegt væri að ráðast í almenna niðurfellingu á húsnæðisskuldum. Þær aðgerðir eru þó ekki almennari en svo að þær eiga að takmarkast við að lækka skuldir afmarkaðs hóps sem tók verðtryggð lán á árunum 2004 til 2008 um 50 milljarða króna. Helgi fylgir ekki nýmóðins tískustraumum og sleppir því að tala um peningaprentun sem raunhæfa leið í þessum efnum. Hann lýðskrumar heldur ekki um að erlendu 28. febrúar 2012 06:00
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun