Mannréttindi í þrengingum Margrét Steinarsdóttir skrifar 29. febrúar 2012 06:00 Eitt af verkefnum Mannréttindaskrifstofu Íslands er að gefa út bækur um mannréttindi. Út hefur komið fjöldi bóka sem Mannréttindaskrifstofan á aðild að á einn eða annan hátt auk ritraðar Mannréttindaskrifstofunnar. Á síðasta ári gaf skrifstofan, í samvinnu við Háskólann á Akureyri, út ritið „Mannréttindi í þrengingum" en höfundar þess eru Aðalheiður Ámundadóttir, meistaranemi og stundakennari við Háskólann á Akureyri, og Rachael Lorna Johnstone, dósent við lagadeild Háskólans á Akureyri. Ritið fjallar einkum um skuldbindingar Íslands samkvæmt Alþjóðasamningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og afdrif þeirra réttinda í efnahagskreppunni. Í fyrsta hluta ritsins er meðal annars að finna umfjöllun um og skýringar á skyldum aðildarríkja óháð efnahag. Þá er jafnframt gerð grein fyrir skyldum aðildarríkja í samræmi við efnahagsgetu, til að tryggja stöðuga framþróun réttindanna, að þau aukist í stað þess að verða lakari. Næst er fjallað um skyldur ríkja sem glíma við efnahagssamdrátt og mun sá hluti eflaust vekja einna mestan áhuga lesenda í ljósi núverandi aðstæðna í þjóðfélaginu. Þar er m.a. bent á að ef skera þarf niður og hverfa þannig frá stöðugri framþróun, þarf, auk skyldu til að tryggja lágmarksinntak réttindanna, að tryggja að samráð hafi haft verið við þá sem aðgerðir bitna á og að niðurskurðurinn hafi ekki varanleg áhrif. Loks skal þess ávallt gætt að þeir sem standa höllum fæti njóti sérstakrar verndar. Auk þess að skýra skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum er fjallað um framkvæmd hans á Íslandi í kjölfar efnahagshrunsins. Meðal annars er á það bent að þrátt fyrir að félagslegt öryggi sé réttindi sem tryggja ber samkvæmt samningnum, þá er það því miður svo að hluti landsmanna hefur ekki notið félagslegs öryggis um árabil og eftir efnahagshrunið hefur vandinn aukist til muna og úrræði stjórnvalda til að takast á við vandann þrengst. Grunnbætur helstu bótaflokka, s.s. atvinnuleysisbætur og örorkubætur, duga ekki til lágmarksframfærslu og þeirra þarfa sem uppfylla þarf samkvæmt samningnum, s.s. viðunandi fæðis, klæða og húsnæðis og sífellt batnandi lífsskilyrða. Auk umfjöllunar um Alþjóðasamning um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, skyldur ríkja og framkvæmd samningsins á Íslandi í kjölfar efnahagshrunsins, leitast höfundar við að leiðbeina íslenskum stjórnvöldum um hvernig þau geti, með aukinni mannréttindasamþættingu, gætt þess betur að alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar séu virtar þrátt fyrir efnahagssamdrátt og niðurskurð. Meðal annars er bent á mikilvægi mannréttindanálgunar við niðurskurðaraðgerðir, með því að meta allar fjárhagsáætlanir og ákvarðanir, sem hafa áhrif á réttindi sem tryggð eru í alþjóðasamningum, út frá sjónarhorni mannréttinda. Forsenda þess að unnt verði að beita slíkri mannréttindanálgun er meðvitund um hver þessi réttindi eru og hvað í þeim felst. Því þarf að setja mannréttindavernd í öndvegi í allri áætlanagerð, hafa eftirlit með framkvæmd áætlana og mæla árangur út frá mannréttindum. Þá ber að hafa gott eftirlit með því að mismunun eigi sér ekki stað og ef veita á hópum eða einstaklingum ólíka meðferð þarf að tryggja að réttlætanleg og málefnaleg sjónarmið liggi þar að baki. Enn fremur skal þess gætt að hlífa þeim sem standa höllum fæti fyrir niðurskurði. Loks er í ritinu bent á nauðsyn þess að niðurskurður fari ekki niður fyrir þann lágmarksramma sem markaður hefur verið um hvern og einn rétt. Þá er einnig m.a. bent á mikilvægi samráðs við rétthafana sjálfa og frjáls félagasamtök, virks upplýsingaflæðis milli aðila á öllum sviðum og stigum hins opinbera og að ákvarðanir sem hafi áhrif á réttindi einstaklinga séu teknar af þar til bærum stofnunum. Eins og áður sagði skal mannréttindasamþætting vera rauði þráðurinn í allri stefnumótun og áætlanagerð og tryggja þarf að áætlanir nái til alls samfélagsins. Það er því mikið gleðiefni að innanríkisráðuneytið hefur hafið undirbúning landsáætlunar í mannréttindamálum. Mannréttindi í þrengingum er aðgengilegt á heimasíðu Mannréttindaskrifstofu Íslands: www.humanrights.is og má einnig nálgast prentuð eintök á skrifstofunni að Túngötu 14. Ritið er ókeypis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Eitt af verkefnum Mannréttindaskrifstofu Íslands er að gefa út bækur um mannréttindi. Út hefur komið fjöldi bóka sem Mannréttindaskrifstofan á aðild að á einn eða annan hátt auk ritraðar Mannréttindaskrifstofunnar. Á síðasta ári gaf skrifstofan, í samvinnu við Háskólann á Akureyri, út ritið „Mannréttindi í þrengingum" en höfundar þess eru Aðalheiður Ámundadóttir, meistaranemi og stundakennari við Háskólann á Akureyri, og Rachael Lorna Johnstone, dósent við lagadeild Háskólans á Akureyri. Ritið fjallar einkum um skuldbindingar Íslands samkvæmt Alþjóðasamningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og afdrif þeirra réttinda í efnahagskreppunni. Í fyrsta hluta ritsins er meðal annars að finna umfjöllun um og skýringar á skyldum aðildarríkja óháð efnahag. Þá er jafnframt gerð grein fyrir skyldum aðildarríkja í samræmi við efnahagsgetu, til að tryggja stöðuga framþróun réttindanna, að þau aukist í stað þess að verða lakari. Næst er fjallað um skyldur ríkja sem glíma við efnahagssamdrátt og mun sá hluti eflaust vekja einna mestan áhuga lesenda í ljósi núverandi aðstæðna í þjóðfélaginu. Þar er m.a. bent á að ef skera þarf niður og hverfa þannig frá stöðugri framþróun, þarf, auk skyldu til að tryggja lágmarksinntak réttindanna, að tryggja að samráð hafi haft verið við þá sem aðgerðir bitna á og að niðurskurðurinn hafi ekki varanleg áhrif. Loks skal þess ávallt gætt að þeir sem standa höllum fæti njóti sérstakrar verndar. Auk þess að skýra skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum er fjallað um framkvæmd hans á Íslandi í kjölfar efnahagshrunsins. Meðal annars er á það bent að þrátt fyrir að félagslegt öryggi sé réttindi sem tryggja ber samkvæmt samningnum, þá er það því miður svo að hluti landsmanna hefur ekki notið félagslegs öryggis um árabil og eftir efnahagshrunið hefur vandinn aukist til muna og úrræði stjórnvalda til að takast á við vandann þrengst. Grunnbætur helstu bótaflokka, s.s. atvinnuleysisbætur og örorkubætur, duga ekki til lágmarksframfærslu og þeirra þarfa sem uppfylla þarf samkvæmt samningnum, s.s. viðunandi fæðis, klæða og húsnæðis og sífellt batnandi lífsskilyrða. Auk umfjöllunar um Alþjóðasamning um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, skyldur ríkja og framkvæmd samningsins á Íslandi í kjölfar efnahagshrunsins, leitast höfundar við að leiðbeina íslenskum stjórnvöldum um hvernig þau geti, með aukinni mannréttindasamþættingu, gætt þess betur að alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar séu virtar þrátt fyrir efnahagssamdrátt og niðurskurð. Meðal annars er bent á mikilvægi mannréttindanálgunar við niðurskurðaraðgerðir, með því að meta allar fjárhagsáætlanir og ákvarðanir, sem hafa áhrif á réttindi sem tryggð eru í alþjóðasamningum, út frá sjónarhorni mannréttinda. Forsenda þess að unnt verði að beita slíkri mannréttindanálgun er meðvitund um hver þessi réttindi eru og hvað í þeim felst. Því þarf að setja mannréttindavernd í öndvegi í allri áætlanagerð, hafa eftirlit með framkvæmd áætlana og mæla árangur út frá mannréttindum. Þá ber að hafa gott eftirlit með því að mismunun eigi sér ekki stað og ef veita á hópum eða einstaklingum ólíka meðferð þarf að tryggja að réttlætanleg og málefnaleg sjónarmið liggi þar að baki. Enn fremur skal þess gætt að hlífa þeim sem standa höllum fæti fyrir niðurskurði. Loks er í ritinu bent á nauðsyn þess að niðurskurður fari ekki niður fyrir þann lágmarksramma sem markaður hefur verið um hvern og einn rétt. Þá er einnig m.a. bent á mikilvægi samráðs við rétthafana sjálfa og frjáls félagasamtök, virks upplýsingaflæðis milli aðila á öllum sviðum og stigum hins opinbera og að ákvarðanir sem hafi áhrif á réttindi einstaklinga séu teknar af þar til bærum stofnunum. Eins og áður sagði skal mannréttindasamþætting vera rauði þráðurinn í allri stefnumótun og áætlanagerð og tryggja þarf að áætlanir nái til alls samfélagsins. Það er því mikið gleðiefni að innanríkisráðuneytið hefur hafið undirbúning landsáætlunar í mannréttindamálum. Mannréttindi í þrengingum er aðgengilegt á heimasíðu Mannréttindaskrifstofu Íslands: www.humanrights.is og má einnig nálgast prentuð eintök á skrifstofunni að Túngötu 14. Ritið er ókeypis.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun