Mannréttindi í þrengingum Margrét Steinarsdóttir skrifar 29. febrúar 2012 06:00 Eitt af verkefnum Mannréttindaskrifstofu Íslands er að gefa út bækur um mannréttindi. Út hefur komið fjöldi bóka sem Mannréttindaskrifstofan á aðild að á einn eða annan hátt auk ritraðar Mannréttindaskrifstofunnar. Á síðasta ári gaf skrifstofan, í samvinnu við Háskólann á Akureyri, út ritið „Mannréttindi í þrengingum" en höfundar þess eru Aðalheiður Ámundadóttir, meistaranemi og stundakennari við Háskólann á Akureyri, og Rachael Lorna Johnstone, dósent við lagadeild Háskólans á Akureyri. Ritið fjallar einkum um skuldbindingar Íslands samkvæmt Alþjóðasamningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og afdrif þeirra réttinda í efnahagskreppunni. Í fyrsta hluta ritsins er meðal annars að finna umfjöllun um og skýringar á skyldum aðildarríkja óháð efnahag. Þá er jafnframt gerð grein fyrir skyldum aðildarríkja í samræmi við efnahagsgetu, til að tryggja stöðuga framþróun réttindanna, að þau aukist í stað þess að verða lakari. Næst er fjallað um skyldur ríkja sem glíma við efnahagssamdrátt og mun sá hluti eflaust vekja einna mestan áhuga lesenda í ljósi núverandi aðstæðna í þjóðfélaginu. Þar er m.a. bent á að ef skera þarf niður og hverfa þannig frá stöðugri framþróun, þarf, auk skyldu til að tryggja lágmarksinntak réttindanna, að tryggja að samráð hafi haft verið við þá sem aðgerðir bitna á og að niðurskurðurinn hafi ekki varanleg áhrif. Loks skal þess ávallt gætt að þeir sem standa höllum fæti njóti sérstakrar verndar. Auk þess að skýra skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum er fjallað um framkvæmd hans á Íslandi í kjölfar efnahagshrunsins. Meðal annars er á það bent að þrátt fyrir að félagslegt öryggi sé réttindi sem tryggja ber samkvæmt samningnum, þá er það því miður svo að hluti landsmanna hefur ekki notið félagslegs öryggis um árabil og eftir efnahagshrunið hefur vandinn aukist til muna og úrræði stjórnvalda til að takast á við vandann þrengst. Grunnbætur helstu bótaflokka, s.s. atvinnuleysisbætur og örorkubætur, duga ekki til lágmarksframfærslu og þeirra þarfa sem uppfylla þarf samkvæmt samningnum, s.s. viðunandi fæðis, klæða og húsnæðis og sífellt batnandi lífsskilyrða. Auk umfjöllunar um Alþjóðasamning um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, skyldur ríkja og framkvæmd samningsins á Íslandi í kjölfar efnahagshrunsins, leitast höfundar við að leiðbeina íslenskum stjórnvöldum um hvernig þau geti, með aukinni mannréttindasamþættingu, gætt þess betur að alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar séu virtar þrátt fyrir efnahagssamdrátt og niðurskurð. Meðal annars er bent á mikilvægi mannréttindanálgunar við niðurskurðaraðgerðir, með því að meta allar fjárhagsáætlanir og ákvarðanir, sem hafa áhrif á réttindi sem tryggð eru í alþjóðasamningum, út frá sjónarhorni mannréttinda. Forsenda þess að unnt verði að beita slíkri mannréttindanálgun er meðvitund um hver þessi réttindi eru og hvað í þeim felst. Því þarf að setja mannréttindavernd í öndvegi í allri áætlanagerð, hafa eftirlit með framkvæmd áætlana og mæla árangur út frá mannréttindum. Þá ber að hafa gott eftirlit með því að mismunun eigi sér ekki stað og ef veita á hópum eða einstaklingum ólíka meðferð þarf að tryggja að réttlætanleg og málefnaleg sjónarmið liggi þar að baki. Enn fremur skal þess gætt að hlífa þeim sem standa höllum fæti fyrir niðurskurði. Loks er í ritinu bent á nauðsyn þess að niðurskurður fari ekki niður fyrir þann lágmarksramma sem markaður hefur verið um hvern og einn rétt. Þá er einnig m.a. bent á mikilvægi samráðs við rétthafana sjálfa og frjáls félagasamtök, virks upplýsingaflæðis milli aðila á öllum sviðum og stigum hins opinbera og að ákvarðanir sem hafi áhrif á réttindi einstaklinga séu teknar af þar til bærum stofnunum. Eins og áður sagði skal mannréttindasamþætting vera rauði þráðurinn í allri stefnumótun og áætlanagerð og tryggja þarf að áætlanir nái til alls samfélagsins. Það er því mikið gleðiefni að innanríkisráðuneytið hefur hafið undirbúning landsáætlunar í mannréttindamálum. Mannréttindi í þrengingum er aðgengilegt á heimasíðu Mannréttindaskrifstofu Íslands: www.humanrights.is og má einnig nálgast prentuð eintök á skrifstofunni að Túngötu 14. Ritið er ókeypis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Eitt af verkefnum Mannréttindaskrifstofu Íslands er að gefa út bækur um mannréttindi. Út hefur komið fjöldi bóka sem Mannréttindaskrifstofan á aðild að á einn eða annan hátt auk ritraðar Mannréttindaskrifstofunnar. Á síðasta ári gaf skrifstofan, í samvinnu við Háskólann á Akureyri, út ritið „Mannréttindi í þrengingum" en höfundar þess eru Aðalheiður Ámundadóttir, meistaranemi og stundakennari við Háskólann á Akureyri, og Rachael Lorna Johnstone, dósent við lagadeild Háskólans á Akureyri. Ritið fjallar einkum um skuldbindingar Íslands samkvæmt Alþjóðasamningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og afdrif þeirra réttinda í efnahagskreppunni. Í fyrsta hluta ritsins er meðal annars að finna umfjöllun um og skýringar á skyldum aðildarríkja óháð efnahag. Þá er jafnframt gerð grein fyrir skyldum aðildarríkja í samræmi við efnahagsgetu, til að tryggja stöðuga framþróun réttindanna, að þau aukist í stað þess að verða lakari. Næst er fjallað um skyldur ríkja sem glíma við efnahagssamdrátt og mun sá hluti eflaust vekja einna mestan áhuga lesenda í ljósi núverandi aðstæðna í þjóðfélaginu. Þar er m.a. bent á að ef skera þarf niður og hverfa þannig frá stöðugri framþróun, þarf, auk skyldu til að tryggja lágmarksinntak réttindanna, að tryggja að samráð hafi haft verið við þá sem aðgerðir bitna á og að niðurskurðurinn hafi ekki varanleg áhrif. Loks skal þess ávallt gætt að þeir sem standa höllum fæti njóti sérstakrar verndar. Auk þess að skýra skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum er fjallað um framkvæmd hans á Íslandi í kjölfar efnahagshrunsins. Meðal annars er á það bent að þrátt fyrir að félagslegt öryggi sé réttindi sem tryggja ber samkvæmt samningnum, þá er það því miður svo að hluti landsmanna hefur ekki notið félagslegs öryggis um árabil og eftir efnahagshrunið hefur vandinn aukist til muna og úrræði stjórnvalda til að takast á við vandann þrengst. Grunnbætur helstu bótaflokka, s.s. atvinnuleysisbætur og örorkubætur, duga ekki til lágmarksframfærslu og þeirra þarfa sem uppfylla þarf samkvæmt samningnum, s.s. viðunandi fæðis, klæða og húsnæðis og sífellt batnandi lífsskilyrða. Auk umfjöllunar um Alþjóðasamning um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, skyldur ríkja og framkvæmd samningsins á Íslandi í kjölfar efnahagshrunsins, leitast höfundar við að leiðbeina íslenskum stjórnvöldum um hvernig þau geti, með aukinni mannréttindasamþættingu, gætt þess betur að alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar séu virtar þrátt fyrir efnahagssamdrátt og niðurskurð. Meðal annars er bent á mikilvægi mannréttindanálgunar við niðurskurðaraðgerðir, með því að meta allar fjárhagsáætlanir og ákvarðanir, sem hafa áhrif á réttindi sem tryggð eru í alþjóðasamningum, út frá sjónarhorni mannréttinda. Forsenda þess að unnt verði að beita slíkri mannréttindanálgun er meðvitund um hver þessi réttindi eru og hvað í þeim felst. Því þarf að setja mannréttindavernd í öndvegi í allri áætlanagerð, hafa eftirlit með framkvæmd áætlana og mæla árangur út frá mannréttindum. Þá ber að hafa gott eftirlit með því að mismunun eigi sér ekki stað og ef veita á hópum eða einstaklingum ólíka meðferð þarf að tryggja að réttlætanleg og málefnaleg sjónarmið liggi þar að baki. Enn fremur skal þess gætt að hlífa þeim sem standa höllum fæti fyrir niðurskurði. Loks er í ritinu bent á nauðsyn þess að niðurskurður fari ekki niður fyrir þann lágmarksramma sem markaður hefur verið um hvern og einn rétt. Þá er einnig m.a. bent á mikilvægi samráðs við rétthafana sjálfa og frjáls félagasamtök, virks upplýsingaflæðis milli aðila á öllum sviðum og stigum hins opinbera og að ákvarðanir sem hafi áhrif á réttindi einstaklinga séu teknar af þar til bærum stofnunum. Eins og áður sagði skal mannréttindasamþætting vera rauði þráðurinn í allri stefnumótun og áætlanagerð og tryggja þarf að áætlanir nái til alls samfélagsins. Það er því mikið gleðiefni að innanríkisráðuneytið hefur hafið undirbúning landsáætlunar í mannréttindamálum. Mannréttindi í þrengingum er aðgengilegt á heimasíðu Mannréttindaskrifstofu Íslands: www.humanrights.is og má einnig nálgast prentuð eintök á skrifstofunni að Túngötu 14. Ritið er ókeypis.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun