Draumurinn um veginn Páll Steingrímsson skrifar 13. desember 2012 06:00 Nú hef ég séð alla fimm þætti heimildarmyndarinnar Draumurinn um veginn, eftir Erlend Sveinsson. Það er langt síðan ég áttaði mig á því að Erlendur hefur sérstaka sýn á kvikmyndina sem tjáningarmiðil. Myndir hans eru mjög persónulegar. Þetta á sjálfsagt við um aðra hluti sem hann tekur sér fyrir hendur. Erlendi er margt vel gefið. Hann hefur allt það til að bera sem gerir einyrkja í kvikmyndagerð stóra. Næmt myndskyn, tilfinningu fyrir flæði og einstakt lag á að segja sögu, texti og málfar mjög í takti við myndina. Annað sem maður tekur eftir er notkun tónlistar, þannig að hún gerir hvert myndskeið ríkara. Sama er að segja um hljóðbrigði eins og vind í grasi og trjám, skóhljóð í mölinni, andardrátt og takt göngustafsins sem er svo lifandi að í huganum er maður við hlið skáldsins. Ekki spillir að hafa Sigurð Sverri bak við myndavélina. Hann skaraði strax fram úr þegar hann hóf ferilinn og enn hefur ekki komið upp tökumaður sem leysir hann af hér heima. Sögupersóna myndarinnar, Thor Vilhjálmsson rithöfundur, var vinur minn. Hann var fyrir mér einhver mesti stílsnillingur sem ég hafði lesið. Þegar við fundum stund las hann gjarnan fyrir mig úr verkum sem hann var að glíma við. Þá var tíminn fljótur að líða og gjarnan komið undir morgun þegar lestri og tilskyldri umræðu lauk. Fyrir mér var Thor stærri og magnaðri eftir því sem á leið ferilinn.Tveir eldhugar Það gladdi mig þegar ég heyrði að Erlendur ætlaði að gera mynd um Thor. Ég vissi að þarna voru tveir eldhugar með persónulegar skoðanir og því líklegt að einhvers staðar í ferli kæmu upp álitamál sem þyrfti að kryfja. Þess vegna var ég feginn þegar ég heyrði undir lokin að eining væri um verkið. Engum nema Ella dytti í hug að gera rúmlega átta klukkustunda langa heimildarmynd, allavega ekki að framkvæma slíkan gerning. Þetta samsvarar því að skrifa bók upp á fimmtán hundruð blaðsíður eða semja fimmtán klukkustunda langt tónverk (jú, reyndar gerði Wagner slíkt). Hvað um það, þetta er ópraktískt fyrir nútímanjótanda, sem sjaldan sér eða heyrir verk lengra en eina og hálfa klukkustund. Sjálfsagt verður myndin sýnd í fimm hlutum. Eftir á að hyggja dvínaði aldrei áhuginn hjá mér fyrir myndinni og boðskapnum. Ég hefði ekki viljað missa af nokkru myndskeiði. Sagan um þessa göngu Thors er ótrúleg. Hann er að nálgast áttrætt þegar hann tekst ferðina á hendur. Ég vissi að hann var vel á sig kominn. En var líka meðvitaður um að átta hundruð kílómetra ganga um hálendi á ruddum stígum hlaut að taka í. En pílagrímsferðin var köllun Thors og henni varð hann að fylgja eftir. Vegur heilags Jakobs liggur eftir endilöngum Norður-Spáni. Fólk sem við veginn býr tekur gestum vel og þeir sem um hann ferðast ganga með opnum huga. Samskipti Thors við göngufólkið sem hann hittir verður nánara þar sem hann bregður fyrir sig fimm tungumálum.Skemmtilegt sögugildi Uppbrot á göngunni þar sem horfið er til baka til Íslands eða á annan hátt vitnað í forsögu voru snyrtilega gerð. Hvort það var tilviljun eða ásetningur þegar Atli Heimir og Thor skiptust á símboðum meðan á göngunni stóð, veit ég ekki en þau, eins og uppbrotin, höfðu skemmtilegt sögugildi. Tengsl Thors og Páls á Húsafelli voru órjúfanleg. Oft hef ég velt því fyrir mér hvað batt þá þessum böndum. Glíman á listasviðinu leiðir þá sjálfsagt saman, en það er eitthvað í lundarfari þeirra sem gerir þá svo nána. Samspil þeirra með texta og mynd, sem birtist svo í bók þeirra, er afsprengi þessara nánu tilfinninga. Thor var upptekinn af kvikmyndinni sem listgrein. Hann átti sín átrúnaðargoð meðal leikstjóra og sat um myndir þeirra þegar tækifæri gáfust. Hann hafði ótrúlegt myndminni. Eftir sýningar var gaman að sitja með honum þar sem hann krufði verkin. Brátt áttaði maður sig á því hann mundi öll senuskipti og leikræna tjáningu í hverju atriði. Ekki bara aðalleikaranna heldur líka þeirra sem fóru með veigaminni hlutverk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Nú hef ég séð alla fimm þætti heimildarmyndarinnar Draumurinn um veginn, eftir Erlend Sveinsson. Það er langt síðan ég áttaði mig á því að Erlendur hefur sérstaka sýn á kvikmyndina sem tjáningarmiðil. Myndir hans eru mjög persónulegar. Þetta á sjálfsagt við um aðra hluti sem hann tekur sér fyrir hendur. Erlendi er margt vel gefið. Hann hefur allt það til að bera sem gerir einyrkja í kvikmyndagerð stóra. Næmt myndskyn, tilfinningu fyrir flæði og einstakt lag á að segja sögu, texti og málfar mjög í takti við myndina. Annað sem maður tekur eftir er notkun tónlistar, þannig að hún gerir hvert myndskeið ríkara. Sama er að segja um hljóðbrigði eins og vind í grasi og trjám, skóhljóð í mölinni, andardrátt og takt göngustafsins sem er svo lifandi að í huganum er maður við hlið skáldsins. Ekki spillir að hafa Sigurð Sverri bak við myndavélina. Hann skaraði strax fram úr þegar hann hóf ferilinn og enn hefur ekki komið upp tökumaður sem leysir hann af hér heima. Sögupersóna myndarinnar, Thor Vilhjálmsson rithöfundur, var vinur minn. Hann var fyrir mér einhver mesti stílsnillingur sem ég hafði lesið. Þegar við fundum stund las hann gjarnan fyrir mig úr verkum sem hann var að glíma við. Þá var tíminn fljótur að líða og gjarnan komið undir morgun þegar lestri og tilskyldri umræðu lauk. Fyrir mér var Thor stærri og magnaðri eftir því sem á leið ferilinn.Tveir eldhugar Það gladdi mig þegar ég heyrði að Erlendur ætlaði að gera mynd um Thor. Ég vissi að þarna voru tveir eldhugar með persónulegar skoðanir og því líklegt að einhvers staðar í ferli kæmu upp álitamál sem þyrfti að kryfja. Þess vegna var ég feginn þegar ég heyrði undir lokin að eining væri um verkið. Engum nema Ella dytti í hug að gera rúmlega átta klukkustunda langa heimildarmynd, allavega ekki að framkvæma slíkan gerning. Þetta samsvarar því að skrifa bók upp á fimmtán hundruð blaðsíður eða semja fimmtán klukkustunda langt tónverk (jú, reyndar gerði Wagner slíkt). Hvað um það, þetta er ópraktískt fyrir nútímanjótanda, sem sjaldan sér eða heyrir verk lengra en eina og hálfa klukkustund. Sjálfsagt verður myndin sýnd í fimm hlutum. Eftir á að hyggja dvínaði aldrei áhuginn hjá mér fyrir myndinni og boðskapnum. Ég hefði ekki viljað missa af nokkru myndskeiði. Sagan um þessa göngu Thors er ótrúleg. Hann er að nálgast áttrætt þegar hann tekst ferðina á hendur. Ég vissi að hann var vel á sig kominn. En var líka meðvitaður um að átta hundruð kílómetra ganga um hálendi á ruddum stígum hlaut að taka í. En pílagrímsferðin var köllun Thors og henni varð hann að fylgja eftir. Vegur heilags Jakobs liggur eftir endilöngum Norður-Spáni. Fólk sem við veginn býr tekur gestum vel og þeir sem um hann ferðast ganga með opnum huga. Samskipti Thors við göngufólkið sem hann hittir verður nánara þar sem hann bregður fyrir sig fimm tungumálum.Skemmtilegt sögugildi Uppbrot á göngunni þar sem horfið er til baka til Íslands eða á annan hátt vitnað í forsögu voru snyrtilega gerð. Hvort það var tilviljun eða ásetningur þegar Atli Heimir og Thor skiptust á símboðum meðan á göngunni stóð, veit ég ekki en þau, eins og uppbrotin, höfðu skemmtilegt sögugildi. Tengsl Thors og Páls á Húsafelli voru órjúfanleg. Oft hef ég velt því fyrir mér hvað batt þá þessum böndum. Glíman á listasviðinu leiðir þá sjálfsagt saman, en það er eitthvað í lundarfari þeirra sem gerir þá svo nána. Samspil þeirra með texta og mynd, sem birtist svo í bók þeirra, er afsprengi þessara nánu tilfinninga. Thor var upptekinn af kvikmyndinni sem listgrein. Hann átti sín átrúnaðargoð meðal leikstjóra og sat um myndir þeirra þegar tækifæri gáfust. Hann hafði ótrúlegt myndminni. Eftir sýningar var gaman að sitja með honum þar sem hann krufði verkin. Brátt áttaði maður sig á því hann mundi öll senuskipti og leikræna tjáningu í hverju atriði. Ekki bara aðalleikaranna heldur líka þeirra sem fóru með veigaminni hlutverk.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun