Næsta kynslóð nái samhljómi Arna Kristín Einarsdóttir skrifar 13. desember 2012 06:00 Þau eru ekki há í loftinu þar sem þau rogast með hljóðfærin sín inn í Hljómskálann. Þau eru að mæta á sína fyrstu hljómsveitaræfingu í Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar og byrjuðu í haust að læra á hljóðfæri. Þau taka upp hljóðfærin sín, hita sig upp og koma sér fyrir á efri hæð skálans. Eflaust eru þau með smá fiðring í maganum. Klukkan er líka margt, það er algjört myrkur úti og flest þeirra búin að eiga langan dag. Hljómsveitarstjórinn fer yfir helstu atriði í samspili. Hann lyftir upp tónsprotanum og þó að einhverjir spili kannski vitlausa nótu, eða týnist í smá tíma og stundum ískri í hljóðfærunum, þá gerist kraftaverk. Það kemur lag. Í ólíkum röddum leika þau saman, sama lagið. Og saman hljóma þau svo miklu magnaðri en þegar þau eru ein að æfa sig heima. Eftir æfingu spjalla þau saman meðan þau pakka niður hljóðfærunum. Það er augljóst að á milli þeirra hefur þegar myndast strengur. Þau eru komin með sameiginlegt markmið og munu leika á jólatónleikum á aðventunni.Sameinumst um næstu kynslóð Frambjóðendum í forsetakosningum síðastliðið vor var tíðrætt um að þjóðin væri sundruð og það þyrfti að sameina hana aftur. Nú í aðdraganda alþingiskosninga hljómar þetta þema aftur. Frambjóðendur í prófkjörum boða breyttar áherslur, samræðu- og samvinnupólitík og reyna allt til að endurvekja traust til að ná inn á þing. En hvernig sameinar maður sundraða þjóð þar sem almenningur hefur misst trúna á kerfið? Þar sem vantraust ríkir milli ólíkra þjóðfélagshópa enda sumir þurft að sjá á eftir aleigunni meðan aðrir sluppu. Hversu oft heyrast ekki orð eins og hrun, eignabruni, forsendubrestur og gjaldþrot? Þegar orð eins og hagvöxtur og batnandi afkoma fara að slæðast inn í umræðuna kallar það fram óþæginda- og óraunveruleikatilfinningu því að fólki finnst að í raun hafi ekkert breyst. Við erum enn að sleikja sárin og leita að sökudólgum. Við treystum engum og engu því á Íslandi geta forsendur breyst á augabragði og framtíðin er óviss.Tónlistin megnar að sameina Þessa óvissuframtíð felum við næstu kynslóð sem tekur við af okkur. Hennar verkefni verður að byggja framtíðarlandið. Um þá kynslóð þurfum við að sameinast. Við verðum að færa henni ný tæki og tól til uppbyggingar. Fjárfesta í menntun hennar á öllum stigum, leggja áherslu á skapandi námsgreinar, íþróttir og allt það sem eflir og þroskar manneskjuna. Árið 1975 stofnaði hagfræðingurinn og tónlistarmaðurinn Jose Abreau hljómsveitarskóla, El Sistema, í Venesúela. Skólinn byggði á þeirri hugmyndafræði að hægt væri að nota tónlist sem tæki til samfélagslegrar uppbyggingar. Í lauslegri þýðingu segir Abreau: „Viðurkenna verður tónlistina sem yfirburða hreyfiafl í samfélagslegri þróun vegna þess að hún miðlar hinum æðstu gildum – samstöðu, samhljómi og umhyggju. Og vegna þess að hún megnar að sameina samfélög og tjá dýpstu tilfinningar.“ Með þessi orð að leiðarljósi hefur El Sistema starfað og haft áhrif um allan heim. Í dag er Venesúela ekki lengur þekkt fyrir stjórnmálakreppur, spillingu og fátækt heldur fyrir tónlistarbyltinguna. Hún fylgdi í kjölfar þess að Jose Abreu stofnaði skólahljómsveitirnar, setti hljóðfæri í hendurnar á börnum úr fátækrahverfum Carracas og kenndi þeim að spila saman. Í dag hafa hundruð þúsunda barna farið í gegnum tónlistarkerfið í Venesúela. Gustavo Dudamel, einn kunnasti hljómsveitarstjóri heims, hlaut sína tónlistarmenntun í El Sistema. Þekktasta æskuhljómsveit í heimi er Simon Bolivar-hljómsveitin. Hún er á stöðugum tónleikaferðum og flytur hróður þjóðar sinnar víða. Aðrar þjóðir hafa fylgt í kjölfarið og nú má meira segja læra aðferðafræði El Sistema í virtum vestrænum tónlistarháskólum, enda þykir hún einn magnaðasti vaxtarbroddur síðasta áratugar í klassískri tónlist.Samhljómur ólíkra radda Í Venesúela sækja um 350.000 börn hljómsveitarskóla El Sistema. Námið er frítt en því fylgir mikil skuldbinding. Í samanburði við Venesúela erum við rík þjóð, þrátt fyrir efnahagshrunið. Sem betur fer glímum við ekki við sömu eymd og ríkir í fátækrahverfum Venesúela. Við glímum hins vegar við tiltekið samfélagslegt rof sem elur á vantrausti og vanlíðan hjá mörgum. Á Íslandi eru tæplega 50.000 grunnskólabörn á aldrinum 6-16 ára. Ef það er í alvöru vilji til að sameina þjóðina á ný þá sýnir El Sistema fram á færa leið. Nýtum sameiningarmátt tónlistarinnar. Með því að gefa hverju íslensku barni möguleika á að læra á hljóðfæri og spila í hljómsveit má mögulega byggja aftur upp samhljóminn sem þjóðina skortir. Það þarf sterka sýn og hugrekki til að hrinda slíku verkefni af stað en það má líka telja öruggt að það muni skila árangri. Fyrsta æfingin í skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar sýndi að samhljómurinn var strax til staðar. Auðvitað á eftir að samæfa miklu betur og fínpússa. Krakkarnir verða öll að vera dugleg að æfa sig eigi tónleikarnir að takast vel. En upplifunin af því að vera hluti af stærri hljómi, þar sem allir skipta máli og hver rödd verður að heyrast, er nú hluti af reynslu þeirra. Það ætti hvert barn á Íslandi að fá að upplifa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þau eru ekki há í loftinu þar sem þau rogast með hljóðfærin sín inn í Hljómskálann. Þau eru að mæta á sína fyrstu hljómsveitaræfingu í Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar og byrjuðu í haust að læra á hljóðfæri. Þau taka upp hljóðfærin sín, hita sig upp og koma sér fyrir á efri hæð skálans. Eflaust eru þau með smá fiðring í maganum. Klukkan er líka margt, það er algjört myrkur úti og flest þeirra búin að eiga langan dag. Hljómsveitarstjórinn fer yfir helstu atriði í samspili. Hann lyftir upp tónsprotanum og þó að einhverjir spili kannski vitlausa nótu, eða týnist í smá tíma og stundum ískri í hljóðfærunum, þá gerist kraftaverk. Það kemur lag. Í ólíkum röddum leika þau saman, sama lagið. Og saman hljóma þau svo miklu magnaðri en þegar þau eru ein að æfa sig heima. Eftir æfingu spjalla þau saman meðan þau pakka niður hljóðfærunum. Það er augljóst að á milli þeirra hefur þegar myndast strengur. Þau eru komin með sameiginlegt markmið og munu leika á jólatónleikum á aðventunni.Sameinumst um næstu kynslóð Frambjóðendum í forsetakosningum síðastliðið vor var tíðrætt um að þjóðin væri sundruð og það þyrfti að sameina hana aftur. Nú í aðdraganda alþingiskosninga hljómar þetta þema aftur. Frambjóðendur í prófkjörum boða breyttar áherslur, samræðu- og samvinnupólitík og reyna allt til að endurvekja traust til að ná inn á þing. En hvernig sameinar maður sundraða þjóð þar sem almenningur hefur misst trúna á kerfið? Þar sem vantraust ríkir milli ólíkra þjóðfélagshópa enda sumir þurft að sjá á eftir aleigunni meðan aðrir sluppu. Hversu oft heyrast ekki orð eins og hrun, eignabruni, forsendubrestur og gjaldþrot? Þegar orð eins og hagvöxtur og batnandi afkoma fara að slæðast inn í umræðuna kallar það fram óþæginda- og óraunveruleikatilfinningu því að fólki finnst að í raun hafi ekkert breyst. Við erum enn að sleikja sárin og leita að sökudólgum. Við treystum engum og engu því á Íslandi geta forsendur breyst á augabragði og framtíðin er óviss.Tónlistin megnar að sameina Þessa óvissuframtíð felum við næstu kynslóð sem tekur við af okkur. Hennar verkefni verður að byggja framtíðarlandið. Um þá kynslóð þurfum við að sameinast. Við verðum að færa henni ný tæki og tól til uppbyggingar. Fjárfesta í menntun hennar á öllum stigum, leggja áherslu á skapandi námsgreinar, íþróttir og allt það sem eflir og þroskar manneskjuna. Árið 1975 stofnaði hagfræðingurinn og tónlistarmaðurinn Jose Abreau hljómsveitarskóla, El Sistema, í Venesúela. Skólinn byggði á þeirri hugmyndafræði að hægt væri að nota tónlist sem tæki til samfélagslegrar uppbyggingar. Í lauslegri þýðingu segir Abreau: „Viðurkenna verður tónlistina sem yfirburða hreyfiafl í samfélagslegri þróun vegna þess að hún miðlar hinum æðstu gildum – samstöðu, samhljómi og umhyggju. Og vegna þess að hún megnar að sameina samfélög og tjá dýpstu tilfinningar.“ Með þessi orð að leiðarljósi hefur El Sistema starfað og haft áhrif um allan heim. Í dag er Venesúela ekki lengur þekkt fyrir stjórnmálakreppur, spillingu og fátækt heldur fyrir tónlistarbyltinguna. Hún fylgdi í kjölfar þess að Jose Abreu stofnaði skólahljómsveitirnar, setti hljóðfæri í hendurnar á börnum úr fátækrahverfum Carracas og kenndi þeim að spila saman. Í dag hafa hundruð þúsunda barna farið í gegnum tónlistarkerfið í Venesúela. Gustavo Dudamel, einn kunnasti hljómsveitarstjóri heims, hlaut sína tónlistarmenntun í El Sistema. Þekktasta æskuhljómsveit í heimi er Simon Bolivar-hljómsveitin. Hún er á stöðugum tónleikaferðum og flytur hróður þjóðar sinnar víða. Aðrar þjóðir hafa fylgt í kjölfarið og nú má meira segja læra aðferðafræði El Sistema í virtum vestrænum tónlistarháskólum, enda þykir hún einn magnaðasti vaxtarbroddur síðasta áratugar í klassískri tónlist.Samhljómur ólíkra radda Í Venesúela sækja um 350.000 börn hljómsveitarskóla El Sistema. Námið er frítt en því fylgir mikil skuldbinding. Í samanburði við Venesúela erum við rík þjóð, þrátt fyrir efnahagshrunið. Sem betur fer glímum við ekki við sömu eymd og ríkir í fátækrahverfum Venesúela. Við glímum hins vegar við tiltekið samfélagslegt rof sem elur á vantrausti og vanlíðan hjá mörgum. Á Íslandi eru tæplega 50.000 grunnskólabörn á aldrinum 6-16 ára. Ef það er í alvöru vilji til að sameina þjóðina á ný þá sýnir El Sistema fram á færa leið. Nýtum sameiningarmátt tónlistarinnar. Með því að gefa hverju íslensku barni möguleika á að læra á hljóðfæri og spila í hljómsveit má mögulega byggja aftur upp samhljóminn sem þjóðina skortir. Það þarf sterka sýn og hugrekki til að hrinda slíku verkefni af stað en það má líka telja öruggt að það muni skila árangri. Fyrsta æfingin í skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar sýndi að samhljómurinn var strax til staðar. Auðvitað á eftir að samæfa miklu betur og fínpússa. Krakkarnir verða öll að vera dugleg að æfa sig eigi tónleikarnir að takast vel. En upplifunin af því að vera hluti af stærri hljómi, þar sem allir skipta máli og hver rödd verður að heyrast, er nú hluti af reynslu þeirra. Það ætti hvert barn á Íslandi að fá að upplifa.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun