Næsta kynslóð nái samhljómi Arna Kristín Einarsdóttir skrifar 13. desember 2012 06:00 Þau eru ekki há í loftinu þar sem þau rogast með hljóðfærin sín inn í Hljómskálann. Þau eru að mæta á sína fyrstu hljómsveitaræfingu í Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar og byrjuðu í haust að læra á hljóðfæri. Þau taka upp hljóðfærin sín, hita sig upp og koma sér fyrir á efri hæð skálans. Eflaust eru þau með smá fiðring í maganum. Klukkan er líka margt, það er algjört myrkur úti og flest þeirra búin að eiga langan dag. Hljómsveitarstjórinn fer yfir helstu atriði í samspili. Hann lyftir upp tónsprotanum og þó að einhverjir spili kannski vitlausa nótu, eða týnist í smá tíma og stundum ískri í hljóðfærunum, þá gerist kraftaverk. Það kemur lag. Í ólíkum röddum leika þau saman, sama lagið. Og saman hljóma þau svo miklu magnaðri en þegar þau eru ein að æfa sig heima. Eftir æfingu spjalla þau saman meðan þau pakka niður hljóðfærunum. Það er augljóst að á milli þeirra hefur þegar myndast strengur. Þau eru komin með sameiginlegt markmið og munu leika á jólatónleikum á aðventunni.Sameinumst um næstu kynslóð Frambjóðendum í forsetakosningum síðastliðið vor var tíðrætt um að þjóðin væri sundruð og það þyrfti að sameina hana aftur. Nú í aðdraganda alþingiskosninga hljómar þetta þema aftur. Frambjóðendur í prófkjörum boða breyttar áherslur, samræðu- og samvinnupólitík og reyna allt til að endurvekja traust til að ná inn á þing. En hvernig sameinar maður sundraða þjóð þar sem almenningur hefur misst trúna á kerfið? Þar sem vantraust ríkir milli ólíkra þjóðfélagshópa enda sumir þurft að sjá á eftir aleigunni meðan aðrir sluppu. Hversu oft heyrast ekki orð eins og hrun, eignabruni, forsendubrestur og gjaldþrot? Þegar orð eins og hagvöxtur og batnandi afkoma fara að slæðast inn í umræðuna kallar það fram óþæginda- og óraunveruleikatilfinningu því að fólki finnst að í raun hafi ekkert breyst. Við erum enn að sleikja sárin og leita að sökudólgum. Við treystum engum og engu því á Íslandi geta forsendur breyst á augabragði og framtíðin er óviss.Tónlistin megnar að sameina Þessa óvissuframtíð felum við næstu kynslóð sem tekur við af okkur. Hennar verkefni verður að byggja framtíðarlandið. Um þá kynslóð þurfum við að sameinast. Við verðum að færa henni ný tæki og tól til uppbyggingar. Fjárfesta í menntun hennar á öllum stigum, leggja áherslu á skapandi námsgreinar, íþróttir og allt það sem eflir og þroskar manneskjuna. Árið 1975 stofnaði hagfræðingurinn og tónlistarmaðurinn Jose Abreau hljómsveitarskóla, El Sistema, í Venesúela. Skólinn byggði á þeirri hugmyndafræði að hægt væri að nota tónlist sem tæki til samfélagslegrar uppbyggingar. Í lauslegri þýðingu segir Abreau: „Viðurkenna verður tónlistina sem yfirburða hreyfiafl í samfélagslegri þróun vegna þess að hún miðlar hinum æðstu gildum – samstöðu, samhljómi og umhyggju. Og vegna þess að hún megnar að sameina samfélög og tjá dýpstu tilfinningar.“ Með þessi orð að leiðarljósi hefur El Sistema starfað og haft áhrif um allan heim. Í dag er Venesúela ekki lengur þekkt fyrir stjórnmálakreppur, spillingu og fátækt heldur fyrir tónlistarbyltinguna. Hún fylgdi í kjölfar þess að Jose Abreu stofnaði skólahljómsveitirnar, setti hljóðfæri í hendurnar á börnum úr fátækrahverfum Carracas og kenndi þeim að spila saman. Í dag hafa hundruð þúsunda barna farið í gegnum tónlistarkerfið í Venesúela. Gustavo Dudamel, einn kunnasti hljómsveitarstjóri heims, hlaut sína tónlistarmenntun í El Sistema. Þekktasta æskuhljómsveit í heimi er Simon Bolivar-hljómsveitin. Hún er á stöðugum tónleikaferðum og flytur hróður þjóðar sinnar víða. Aðrar þjóðir hafa fylgt í kjölfarið og nú má meira segja læra aðferðafræði El Sistema í virtum vestrænum tónlistarháskólum, enda þykir hún einn magnaðasti vaxtarbroddur síðasta áratugar í klassískri tónlist.Samhljómur ólíkra radda Í Venesúela sækja um 350.000 börn hljómsveitarskóla El Sistema. Námið er frítt en því fylgir mikil skuldbinding. Í samanburði við Venesúela erum við rík þjóð, þrátt fyrir efnahagshrunið. Sem betur fer glímum við ekki við sömu eymd og ríkir í fátækrahverfum Venesúela. Við glímum hins vegar við tiltekið samfélagslegt rof sem elur á vantrausti og vanlíðan hjá mörgum. Á Íslandi eru tæplega 50.000 grunnskólabörn á aldrinum 6-16 ára. Ef það er í alvöru vilji til að sameina þjóðina á ný þá sýnir El Sistema fram á færa leið. Nýtum sameiningarmátt tónlistarinnar. Með því að gefa hverju íslensku barni möguleika á að læra á hljóðfæri og spila í hljómsveit má mögulega byggja aftur upp samhljóminn sem þjóðina skortir. Það þarf sterka sýn og hugrekki til að hrinda slíku verkefni af stað en það má líka telja öruggt að það muni skila árangri. Fyrsta æfingin í skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar sýndi að samhljómurinn var strax til staðar. Auðvitað á eftir að samæfa miklu betur og fínpússa. Krakkarnir verða öll að vera dugleg að æfa sig eigi tónleikarnir að takast vel. En upplifunin af því að vera hluti af stærri hljómi, þar sem allir skipta máli og hver rödd verður að heyrast, er nú hluti af reynslu þeirra. Það ætti hvert barn á Íslandi að fá að upplifa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þau eru ekki há í loftinu þar sem þau rogast með hljóðfærin sín inn í Hljómskálann. Þau eru að mæta á sína fyrstu hljómsveitaræfingu í Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar og byrjuðu í haust að læra á hljóðfæri. Þau taka upp hljóðfærin sín, hita sig upp og koma sér fyrir á efri hæð skálans. Eflaust eru þau með smá fiðring í maganum. Klukkan er líka margt, það er algjört myrkur úti og flest þeirra búin að eiga langan dag. Hljómsveitarstjórinn fer yfir helstu atriði í samspili. Hann lyftir upp tónsprotanum og þó að einhverjir spili kannski vitlausa nótu, eða týnist í smá tíma og stundum ískri í hljóðfærunum, þá gerist kraftaverk. Það kemur lag. Í ólíkum röddum leika þau saman, sama lagið. Og saman hljóma þau svo miklu magnaðri en þegar þau eru ein að æfa sig heima. Eftir æfingu spjalla þau saman meðan þau pakka niður hljóðfærunum. Það er augljóst að á milli þeirra hefur þegar myndast strengur. Þau eru komin með sameiginlegt markmið og munu leika á jólatónleikum á aðventunni.Sameinumst um næstu kynslóð Frambjóðendum í forsetakosningum síðastliðið vor var tíðrætt um að þjóðin væri sundruð og það þyrfti að sameina hana aftur. Nú í aðdraganda alþingiskosninga hljómar þetta þema aftur. Frambjóðendur í prófkjörum boða breyttar áherslur, samræðu- og samvinnupólitík og reyna allt til að endurvekja traust til að ná inn á þing. En hvernig sameinar maður sundraða þjóð þar sem almenningur hefur misst trúna á kerfið? Þar sem vantraust ríkir milli ólíkra þjóðfélagshópa enda sumir þurft að sjá á eftir aleigunni meðan aðrir sluppu. Hversu oft heyrast ekki orð eins og hrun, eignabruni, forsendubrestur og gjaldþrot? Þegar orð eins og hagvöxtur og batnandi afkoma fara að slæðast inn í umræðuna kallar það fram óþæginda- og óraunveruleikatilfinningu því að fólki finnst að í raun hafi ekkert breyst. Við erum enn að sleikja sárin og leita að sökudólgum. Við treystum engum og engu því á Íslandi geta forsendur breyst á augabragði og framtíðin er óviss.Tónlistin megnar að sameina Þessa óvissuframtíð felum við næstu kynslóð sem tekur við af okkur. Hennar verkefni verður að byggja framtíðarlandið. Um þá kynslóð þurfum við að sameinast. Við verðum að færa henni ný tæki og tól til uppbyggingar. Fjárfesta í menntun hennar á öllum stigum, leggja áherslu á skapandi námsgreinar, íþróttir og allt það sem eflir og þroskar manneskjuna. Árið 1975 stofnaði hagfræðingurinn og tónlistarmaðurinn Jose Abreau hljómsveitarskóla, El Sistema, í Venesúela. Skólinn byggði á þeirri hugmyndafræði að hægt væri að nota tónlist sem tæki til samfélagslegrar uppbyggingar. Í lauslegri þýðingu segir Abreau: „Viðurkenna verður tónlistina sem yfirburða hreyfiafl í samfélagslegri þróun vegna þess að hún miðlar hinum æðstu gildum – samstöðu, samhljómi og umhyggju. Og vegna þess að hún megnar að sameina samfélög og tjá dýpstu tilfinningar.“ Með þessi orð að leiðarljósi hefur El Sistema starfað og haft áhrif um allan heim. Í dag er Venesúela ekki lengur þekkt fyrir stjórnmálakreppur, spillingu og fátækt heldur fyrir tónlistarbyltinguna. Hún fylgdi í kjölfar þess að Jose Abreu stofnaði skólahljómsveitirnar, setti hljóðfæri í hendurnar á börnum úr fátækrahverfum Carracas og kenndi þeim að spila saman. Í dag hafa hundruð þúsunda barna farið í gegnum tónlistarkerfið í Venesúela. Gustavo Dudamel, einn kunnasti hljómsveitarstjóri heims, hlaut sína tónlistarmenntun í El Sistema. Þekktasta æskuhljómsveit í heimi er Simon Bolivar-hljómsveitin. Hún er á stöðugum tónleikaferðum og flytur hróður þjóðar sinnar víða. Aðrar þjóðir hafa fylgt í kjölfarið og nú má meira segja læra aðferðafræði El Sistema í virtum vestrænum tónlistarháskólum, enda þykir hún einn magnaðasti vaxtarbroddur síðasta áratugar í klassískri tónlist.Samhljómur ólíkra radda Í Venesúela sækja um 350.000 börn hljómsveitarskóla El Sistema. Námið er frítt en því fylgir mikil skuldbinding. Í samanburði við Venesúela erum við rík þjóð, þrátt fyrir efnahagshrunið. Sem betur fer glímum við ekki við sömu eymd og ríkir í fátækrahverfum Venesúela. Við glímum hins vegar við tiltekið samfélagslegt rof sem elur á vantrausti og vanlíðan hjá mörgum. Á Íslandi eru tæplega 50.000 grunnskólabörn á aldrinum 6-16 ára. Ef það er í alvöru vilji til að sameina þjóðina á ný þá sýnir El Sistema fram á færa leið. Nýtum sameiningarmátt tónlistarinnar. Með því að gefa hverju íslensku barni möguleika á að læra á hljóðfæri og spila í hljómsveit má mögulega byggja aftur upp samhljóminn sem þjóðina skortir. Það þarf sterka sýn og hugrekki til að hrinda slíku verkefni af stað en það má líka telja öruggt að það muni skila árangri. Fyrsta æfingin í skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar sýndi að samhljómurinn var strax til staðar. Auðvitað á eftir að samæfa miklu betur og fínpússa. Krakkarnir verða öll að vera dugleg að æfa sig eigi tónleikarnir að takast vel. En upplifunin af því að vera hluti af stærri hljómi, þar sem allir skipta máli og hver rödd verður að heyrast, er nú hluti af reynslu þeirra. Það ætti hvert barn á Íslandi að fá að upplifa.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun