Næsta kynslóð nái samhljómi Arna Kristín Einarsdóttir skrifar 13. desember 2012 06:00 Þau eru ekki há í loftinu þar sem þau rogast með hljóðfærin sín inn í Hljómskálann. Þau eru að mæta á sína fyrstu hljómsveitaræfingu í Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar og byrjuðu í haust að læra á hljóðfæri. Þau taka upp hljóðfærin sín, hita sig upp og koma sér fyrir á efri hæð skálans. Eflaust eru þau með smá fiðring í maganum. Klukkan er líka margt, það er algjört myrkur úti og flest þeirra búin að eiga langan dag. Hljómsveitarstjórinn fer yfir helstu atriði í samspili. Hann lyftir upp tónsprotanum og þó að einhverjir spili kannski vitlausa nótu, eða týnist í smá tíma og stundum ískri í hljóðfærunum, þá gerist kraftaverk. Það kemur lag. Í ólíkum röddum leika þau saman, sama lagið. Og saman hljóma þau svo miklu magnaðri en þegar þau eru ein að æfa sig heima. Eftir æfingu spjalla þau saman meðan þau pakka niður hljóðfærunum. Það er augljóst að á milli þeirra hefur þegar myndast strengur. Þau eru komin með sameiginlegt markmið og munu leika á jólatónleikum á aðventunni.Sameinumst um næstu kynslóð Frambjóðendum í forsetakosningum síðastliðið vor var tíðrætt um að þjóðin væri sundruð og það þyrfti að sameina hana aftur. Nú í aðdraganda alþingiskosninga hljómar þetta þema aftur. Frambjóðendur í prófkjörum boða breyttar áherslur, samræðu- og samvinnupólitík og reyna allt til að endurvekja traust til að ná inn á þing. En hvernig sameinar maður sundraða þjóð þar sem almenningur hefur misst trúna á kerfið? Þar sem vantraust ríkir milli ólíkra þjóðfélagshópa enda sumir þurft að sjá á eftir aleigunni meðan aðrir sluppu. Hversu oft heyrast ekki orð eins og hrun, eignabruni, forsendubrestur og gjaldþrot? Þegar orð eins og hagvöxtur og batnandi afkoma fara að slæðast inn í umræðuna kallar það fram óþæginda- og óraunveruleikatilfinningu því að fólki finnst að í raun hafi ekkert breyst. Við erum enn að sleikja sárin og leita að sökudólgum. Við treystum engum og engu því á Íslandi geta forsendur breyst á augabragði og framtíðin er óviss.Tónlistin megnar að sameina Þessa óvissuframtíð felum við næstu kynslóð sem tekur við af okkur. Hennar verkefni verður að byggja framtíðarlandið. Um þá kynslóð þurfum við að sameinast. Við verðum að færa henni ný tæki og tól til uppbyggingar. Fjárfesta í menntun hennar á öllum stigum, leggja áherslu á skapandi námsgreinar, íþróttir og allt það sem eflir og þroskar manneskjuna. Árið 1975 stofnaði hagfræðingurinn og tónlistarmaðurinn Jose Abreau hljómsveitarskóla, El Sistema, í Venesúela. Skólinn byggði á þeirri hugmyndafræði að hægt væri að nota tónlist sem tæki til samfélagslegrar uppbyggingar. Í lauslegri þýðingu segir Abreau: „Viðurkenna verður tónlistina sem yfirburða hreyfiafl í samfélagslegri þróun vegna þess að hún miðlar hinum æðstu gildum – samstöðu, samhljómi og umhyggju. Og vegna þess að hún megnar að sameina samfélög og tjá dýpstu tilfinningar.“ Með þessi orð að leiðarljósi hefur El Sistema starfað og haft áhrif um allan heim. Í dag er Venesúela ekki lengur þekkt fyrir stjórnmálakreppur, spillingu og fátækt heldur fyrir tónlistarbyltinguna. Hún fylgdi í kjölfar þess að Jose Abreu stofnaði skólahljómsveitirnar, setti hljóðfæri í hendurnar á börnum úr fátækrahverfum Carracas og kenndi þeim að spila saman. Í dag hafa hundruð þúsunda barna farið í gegnum tónlistarkerfið í Venesúela. Gustavo Dudamel, einn kunnasti hljómsveitarstjóri heims, hlaut sína tónlistarmenntun í El Sistema. Þekktasta æskuhljómsveit í heimi er Simon Bolivar-hljómsveitin. Hún er á stöðugum tónleikaferðum og flytur hróður þjóðar sinnar víða. Aðrar þjóðir hafa fylgt í kjölfarið og nú má meira segja læra aðferðafræði El Sistema í virtum vestrænum tónlistarháskólum, enda þykir hún einn magnaðasti vaxtarbroddur síðasta áratugar í klassískri tónlist.Samhljómur ólíkra radda Í Venesúela sækja um 350.000 börn hljómsveitarskóla El Sistema. Námið er frítt en því fylgir mikil skuldbinding. Í samanburði við Venesúela erum við rík þjóð, þrátt fyrir efnahagshrunið. Sem betur fer glímum við ekki við sömu eymd og ríkir í fátækrahverfum Venesúela. Við glímum hins vegar við tiltekið samfélagslegt rof sem elur á vantrausti og vanlíðan hjá mörgum. Á Íslandi eru tæplega 50.000 grunnskólabörn á aldrinum 6-16 ára. Ef það er í alvöru vilji til að sameina þjóðina á ný þá sýnir El Sistema fram á færa leið. Nýtum sameiningarmátt tónlistarinnar. Með því að gefa hverju íslensku barni möguleika á að læra á hljóðfæri og spila í hljómsveit má mögulega byggja aftur upp samhljóminn sem þjóðina skortir. Það þarf sterka sýn og hugrekki til að hrinda slíku verkefni af stað en það má líka telja öruggt að það muni skila árangri. Fyrsta æfingin í skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar sýndi að samhljómurinn var strax til staðar. Auðvitað á eftir að samæfa miklu betur og fínpússa. Krakkarnir verða öll að vera dugleg að æfa sig eigi tónleikarnir að takast vel. En upplifunin af því að vera hluti af stærri hljómi, þar sem allir skipta máli og hver rödd verður að heyrast, er nú hluti af reynslu þeirra. Það ætti hvert barn á Íslandi að fá að upplifa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þau eru ekki há í loftinu þar sem þau rogast með hljóðfærin sín inn í Hljómskálann. Þau eru að mæta á sína fyrstu hljómsveitaræfingu í Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar og byrjuðu í haust að læra á hljóðfæri. Þau taka upp hljóðfærin sín, hita sig upp og koma sér fyrir á efri hæð skálans. Eflaust eru þau með smá fiðring í maganum. Klukkan er líka margt, það er algjört myrkur úti og flest þeirra búin að eiga langan dag. Hljómsveitarstjórinn fer yfir helstu atriði í samspili. Hann lyftir upp tónsprotanum og þó að einhverjir spili kannski vitlausa nótu, eða týnist í smá tíma og stundum ískri í hljóðfærunum, þá gerist kraftaverk. Það kemur lag. Í ólíkum röddum leika þau saman, sama lagið. Og saman hljóma þau svo miklu magnaðri en þegar þau eru ein að æfa sig heima. Eftir æfingu spjalla þau saman meðan þau pakka niður hljóðfærunum. Það er augljóst að á milli þeirra hefur þegar myndast strengur. Þau eru komin með sameiginlegt markmið og munu leika á jólatónleikum á aðventunni.Sameinumst um næstu kynslóð Frambjóðendum í forsetakosningum síðastliðið vor var tíðrætt um að þjóðin væri sundruð og það þyrfti að sameina hana aftur. Nú í aðdraganda alþingiskosninga hljómar þetta þema aftur. Frambjóðendur í prófkjörum boða breyttar áherslur, samræðu- og samvinnupólitík og reyna allt til að endurvekja traust til að ná inn á þing. En hvernig sameinar maður sundraða þjóð þar sem almenningur hefur misst trúna á kerfið? Þar sem vantraust ríkir milli ólíkra þjóðfélagshópa enda sumir þurft að sjá á eftir aleigunni meðan aðrir sluppu. Hversu oft heyrast ekki orð eins og hrun, eignabruni, forsendubrestur og gjaldþrot? Þegar orð eins og hagvöxtur og batnandi afkoma fara að slæðast inn í umræðuna kallar það fram óþæginda- og óraunveruleikatilfinningu því að fólki finnst að í raun hafi ekkert breyst. Við erum enn að sleikja sárin og leita að sökudólgum. Við treystum engum og engu því á Íslandi geta forsendur breyst á augabragði og framtíðin er óviss.Tónlistin megnar að sameina Þessa óvissuframtíð felum við næstu kynslóð sem tekur við af okkur. Hennar verkefni verður að byggja framtíðarlandið. Um þá kynslóð þurfum við að sameinast. Við verðum að færa henni ný tæki og tól til uppbyggingar. Fjárfesta í menntun hennar á öllum stigum, leggja áherslu á skapandi námsgreinar, íþróttir og allt það sem eflir og þroskar manneskjuna. Árið 1975 stofnaði hagfræðingurinn og tónlistarmaðurinn Jose Abreau hljómsveitarskóla, El Sistema, í Venesúela. Skólinn byggði á þeirri hugmyndafræði að hægt væri að nota tónlist sem tæki til samfélagslegrar uppbyggingar. Í lauslegri þýðingu segir Abreau: „Viðurkenna verður tónlistina sem yfirburða hreyfiafl í samfélagslegri þróun vegna þess að hún miðlar hinum æðstu gildum – samstöðu, samhljómi og umhyggju. Og vegna þess að hún megnar að sameina samfélög og tjá dýpstu tilfinningar.“ Með þessi orð að leiðarljósi hefur El Sistema starfað og haft áhrif um allan heim. Í dag er Venesúela ekki lengur þekkt fyrir stjórnmálakreppur, spillingu og fátækt heldur fyrir tónlistarbyltinguna. Hún fylgdi í kjölfar þess að Jose Abreu stofnaði skólahljómsveitirnar, setti hljóðfæri í hendurnar á börnum úr fátækrahverfum Carracas og kenndi þeim að spila saman. Í dag hafa hundruð þúsunda barna farið í gegnum tónlistarkerfið í Venesúela. Gustavo Dudamel, einn kunnasti hljómsveitarstjóri heims, hlaut sína tónlistarmenntun í El Sistema. Þekktasta æskuhljómsveit í heimi er Simon Bolivar-hljómsveitin. Hún er á stöðugum tónleikaferðum og flytur hróður þjóðar sinnar víða. Aðrar þjóðir hafa fylgt í kjölfarið og nú má meira segja læra aðferðafræði El Sistema í virtum vestrænum tónlistarháskólum, enda þykir hún einn magnaðasti vaxtarbroddur síðasta áratugar í klassískri tónlist.Samhljómur ólíkra radda Í Venesúela sækja um 350.000 börn hljómsveitarskóla El Sistema. Námið er frítt en því fylgir mikil skuldbinding. Í samanburði við Venesúela erum við rík þjóð, þrátt fyrir efnahagshrunið. Sem betur fer glímum við ekki við sömu eymd og ríkir í fátækrahverfum Venesúela. Við glímum hins vegar við tiltekið samfélagslegt rof sem elur á vantrausti og vanlíðan hjá mörgum. Á Íslandi eru tæplega 50.000 grunnskólabörn á aldrinum 6-16 ára. Ef það er í alvöru vilji til að sameina þjóðina á ný þá sýnir El Sistema fram á færa leið. Nýtum sameiningarmátt tónlistarinnar. Með því að gefa hverju íslensku barni möguleika á að læra á hljóðfæri og spila í hljómsveit má mögulega byggja aftur upp samhljóminn sem þjóðina skortir. Það þarf sterka sýn og hugrekki til að hrinda slíku verkefni af stað en það má líka telja öruggt að það muni skila árangri. Fyrsta æfingin í skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar sýndi að samhljómurinn var strax til staðar. Auðvitað á eftir að samæfa miklu betur og fínpússa. Krakkarnir verða öll að vera dugleg að æfa sig eigi tónleikarnir að takast vel. En upplifunin af því að vera hluti af stærri hljómi, þar sem allir skipta máli og hver rödd verður að heyrast, er nú hluti af reynslu þeirra. Það ætti hvert barn á Íslandi að fá að upplifa.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar