Blekkingar í skammdeginu Tryggvi Þór Herbertsson skrifar 13. desember 2012 06:00 Hann var brattur fyrrverandi fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, hér í blaðinu í gær þegar hann tíundaði stórkostlegan árangur ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum. Í bland við gamla sveitarómantík og ljóðlínur hrærir hann hagtölum sem standast ekki neina skoðun. Hann segir ríkisstjórnina – þá helst hann sjálfur einn og óstuddur ef marka má ummæli hans í Viðskiptablaðinu á dögunum – hafa snúið fjárlagahallanum úr 216 milljarða halla árið 2008 í áætlaðan 2-4 milljarða halla á næsta ári. Það er vel að verki staðið ef rétt væri. Árið 2008 var hallinn á rekstri ríkissjóðs um 24 milljarðar króna. Við þá tölu bættust síðan óreglulegir liðir – einsskiptistap – sem námu um 192 milljörðum króna. Þessa gríðarlegu upphæð má að mestu rekja til þess að kröfur á viðskiptabankana sem voru að handveði í endurhverfum viðskiptum í Seðlabankanum töpuðust að stórum hluta í hruninu. Svipuð staða er uppi á teningnum hvað varðar fjárlög næsta árs þótt smærri sé. Ríkisjóður áætlar að þurfa að greiða 13 milljarða til að styrkja eigið fé Íbúðalánasjóðs vegna taps sem annars vegar má rekja til þess að margir lántakendur geta ekki staðið við lán sín og hins vegar til þess að sjóðurinn getur ekki greitt upp skuldbindingar sínar þegar íbúðareigendur greiða upp lán við sjóðinn. Það myndar neikvæðan vaxtamun fyrir sjóðinn. Íbúðalánasjóður hefur tapað miklum fjármunum vegna þess.Frumleg nálgun Fjármálaráðherrann fyrrverandi segir að þar sem 13 milljarðarnir muni mynda eigið fé í Íbúðalánasjóði þá séu þetta ekki útgjöld fyrir ríkisjóð og því bæti framlagið ekki við halla ríkissjóðs. Það er óneitanlega frumleg nálgun. Nú er það svo í bókhaldi að þar sem er kreditfærsla þá er debetfærslan ekki langt undan. Tap Íbúðalánasjóðs þarf að færa til gjalda hjá ríkisjóði. Svo einfalt er það. Augljóst er að færsla ríkissjóðs í bókhaldi vegna taps Íbúðalánasjóðs er algjörlega sambærileg við færsluna sem gerð var vegna taps Seðlabankans. Hallinn á ríkissjóði á næsta ári verður því 15 til 17 milljarðar, ekki 2 til 4 milljarðar, þegar sömu uppgjörsaðferð er beitt og notuð var árið 2008. En þetta er bara byrjunin. Áætlaður munur á eignum og skuldbindingum A-deildar LSR nemur um 54 milljörðum króna. Þetta gat myndaðist vegna taps lífeyrissjóðsins. Það þarf að fjármagna og eðlilegt væri að gera ráð fyrir tapinu í fjárlögum. Ef það er gert verður hallinn á fjárlögum 69 til 71 milljarður á næsta ári en ekki 2 til 4 milljarðar. Hér er ekki tekið tillit til þess hér að útgjaldaþrýstingurinn á ríkissjóð er gríðarlegur. Engar líkur eru því á að ríkisútgjöld á næsta ári verði þau sem að er stefnt. Það er ekki hægt lengur að svelta heilbrigðisstarfsmenn, löggæsluna og aðra grunnþjónustu eins og nú er gert. Jafnframt er ekki tekið tillit til þess að um 373 milljarða vantar í B-deild LSR. Ég er reyndar ósammála þeim sem segja að taka þurfi tillit til þessarar upphæðar í fjárlögum þar sem B-deild LSR byggir á gegnumstreymisfyrirkomulagi – þeir sem eru á vinnumarkaði borga lífeyri fyrir hina eldri. Ég er þeirrar skoðunar að fjárlög næsta árs séu blekking og eigi miklum mun meira skylt við grískt bókhald en þau vönduðu fjárlög sem ráðherrann gumar af. Það er mikilvægt að sópa ekki vandanum undir teppið eins og nú er gert. Það vita búmennirnir sem hafast við í gangnakofunum á haustin. En það sem ég sakna helst úr grein ráðherrans er að skáldskapurinn skuli ekki vera í bundnu máli. Það hefði verið viðeigandi fyrst ráðherrann kaus að láta þekktar ljóðlínur fylgja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Hann var brattur fyrrverandi fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, hér í blaðinu í gær þegar hann tíundaði stórkostlegan árangur ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum. Í bland við gamla sveitarómantík og ljóðlínur hrærir hann hagtölum sem standast ekki neina skoðun. Hann segir ríkisstjórnina – þá helst hann sjálfur einn og óstuddur ef marka má ummæli hans í Viðskiptablaðinu á dögunum – hafa snúið fjárlagahallanum úr 216 milljarða halla árið 2008 í áætlaðan 2-4 milljarða halla á næsta ári. Það er vel að verki staðið ef rétt væri. Árið 2008 var hallinn á rekstri ríkissjóðs um 24 milljarðar króna. Við þá tölu bættust síðan óreglulegir liðir – einsskiptistap – sem námu um 192 milljörðum króna. Þessa gríðarlegu upphæð má að mestu rekja til þess að kröfur á viðskiptabankana sem voru að handveði í endurhverfum viðskiptum í Seðlabankanum töpuðust að stórum hluta í hruninu. Svipuð staða er uppi á teningnum hvað varðar fjárlög næsta árs þótt smærri sé. Ríkisjóður áætlar að þurfa að greiða 13 milljarða til að styrkja eigið fé Íbúðalánasjóðs vegna taps sem annars vegar má rekja til þess að margir lántakendur geta ekki staðið við lán sín og hins vegar til þess að sjóðurinn getur ekki greitt upp skuldbindingar sínar þegar íbúðareigendur greiða upp lán við sjóðinn. Það myndar neikvæðan vaxtamun fyrir sjóðinn. Íbúðalánasjóður hefur tapað miklum fjármunum vegna þess.Frumleg nálgun Fjármálaráðherrann fyrrverandi segir að þar sem 13 milljarðarnir muni mynda eigið fé í Íbúðalánasjóði þá séu þetta ekki útgjöld fyrir ríkisjóð og því bæti framlagið ekki við halla ríkissjóðs. Það er óneitanlega frumleg nálgun. Nú er það svo í bókhaldi að þar sem er kreditfærsla þá er debetfærslan ekki langt undan. Tap Íbúðalánasjóðs þarf að færa til gjalda hjá ríkisjóði. Svo einfalt er það. Augljóst er að færsla ríkissjóðs í bókhaldi vegna taps Íbúðalánasjóðs er algjörlega sambærileg við færsluna sem gerð var vegna taps Seðlabankans. Hallinn á ríkissjóði á næsta ári verður því 15 til 17 milljarðar, ekki 2 til 4 milljarðar, þegar sömu uppgjörsaðferð er beitt og notuð var árið 2008. En þetta er bara byrjunin. Áætlaður munur á eignum og skuldbindingum A-deildar LSR nemur um 54 milljörðum króna. Þetta gat myndaðist vegna taps lífeyrissjóðsins. Það þarf að fjármagna og eðlilegt væri að gera ráð fyrir tapinu í fjárlögum. Ef það er gert verður hallinn á fjárlögum 69 til 71 milljarður á næsta ári en ekki 2 til 4 milljarðar. Hér er ekki tekið tillit til þess hér að útgjaldaþrýstingurinn á ríkissjóð er gríðarlegur. Engar líkur eru því á að ríkisútgjöld á næsta ári verði þau sem að er stefnt. Það er ekki hægt lengur að svelta heilbrigðisstarfsmenn, löggæsluna og aðra grunnþjónustu eins og nú er gert. Jafnframt er ekki tekið tillit til þess að um 373 milljarða vantar í B-deild LSR. Ég er reyndar ósammála þeim sem segja að taka þurfi tillit til þessarar upphæðar í fjárlögum þar sem B-deild LSR byggir á gegnumstreymisfyrirkomulagi – þeir sem eru á vinnumarkaði borga lífeyri fyrir hina eldri. Ég er þeirrar skoðunar að fjárlög næsta árs séu blekking og eigi miklum mun meira skylt við grískt bókhald en þau vönduðu fjárlög sem ráðherrann gumar af. Það er mikilvægt að sópa ekki vandanum undir teppið eins og nú er gert. Það vita búmennirnir sem hafast við í gangnakofunum á haustin. En það sem ég sakna helst úr grein ráðherrans er að skáldskapurinn skuli ekki vera í bundnu máli. Það hefði verið viðeigandi fyrst ráðherrann kaus að láta þekktar ljóðlínur fylgja.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar