Verðmætin í velferðinni Magnús Orri Schram skrifar 9. nóvember 2012 06:00 Grunnur verðmætasköpunar samfélagsins er lagður í velferðarkerfinu. Hvort sem við lítum til menntunar unga fólksins, rannsóknar í háskólum, eða aðstoð við þá sem hafa orðið fyrir áföllum, þá gegnir velferðarkerfið lykilhlutverki til að skapa gott samfélag. Fólk vill búa og starfa þar sem velferðarkerfið er sterkt. Sterkt samfélag Við jafnaðarmenn höfum bent á, að þau samfélög sem byggð eru á sameiginlegri ábyrgð allra á velferð almennings, hvort sem litið er til almennrar menntunar, jafnvægis í tekjum og eignum, eða uppbyggingar innviða, eru jafnframt þau samfélög sem reynast hvað samkeppnishæfust á alþjóðlegum vettvangi. Þannig farnast þeim ríkjum best, sem geta búið þegnum sínum öryggi og velferð. Þar sem jöfnuður er ríkjandi meðal íbúa eru félagsleg vandamál færri, ofbeldi er minna, félagslegur hreyfanleiki er meiri og almennt heilsufar og lífslíkur mun betri. Samheldni og samstaða íbúa er meiri. Hlífum tekjulágum Við endurreisn ríkissjóðs hafa jafnaðarmenn freistað þess að stíga varlega til jarðar gagnvart þeim sem hafa úr minni fjármunum að spila en leitað til þeirra sem hafa breiðustu bökin. Þannig leiddu breytingar á tekjuskatti einstaklinga til þess að tekjuskattur lækkaði hjá 60% einstaklinga – þeirra sem eru með lægri tekjurnar. Alls greiða 85 þúsund manns lægra hlutfall af tekjum sínum í skatt árið 2010 en árið 2008. Þannig höfum við stefnt að auknum jöfnuði. Velferðarkerfið verður ekki sterkt nema til komi verðmætasköpun í samfélaginu. En gleymum því ekki að sterkt atvinnulíf byggir á öflugu menntakerfi, heilbrigðiskerfi og almannatryggingum. Samfélag jafnaðar treystir á velferðarkerfið. Þangað sækjum við sterkan mannauð sem skapar verðmætin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Grunnur verðmætasköpunar samfélagsins er lagður í velferðarkerfinu. Hvort sem við lítum til menntunar unga fólksins, rannsóknar í háskólum, eða aðstoð við þá sem hafa orðið fyrir áföllum, þá gegnir velferðarkerfið lykilhlutverki til að skapa gott samfélag. Fólk vill búa og starfa þar sem velferðarkerfið er sterkt. Sterkt samfélag Við jafnaðarmenn höfum bent á, að þau samfélög sem byggð eru á sameiginlegri ábyrgð allra á velferð almennings, hvort sem litið er til almennrar menntunar, jafnvægis í tekjum og eignum, eða uppbyggingar innviða, eru jafnframt þau samfélög sem reynast hvað samkeppnishæfust á alþjóðlegum vettvangi. Þannig farnast þeim ríkjum best, sem geta búið þegnum sínum öryggi og velferð. Þar sem jöfnuður er ríkjandi meðal íbúa eru félagsleg vandamál færri, ofbeldi er minna, félagslegur hreyfanleiki er meiri og almennt heilsufar og lífslíkur mun betri. Samheldni og samstaða íbúa er meiri. Hlífum tekjulágum Við endurreisn ríkissjóðs hafa jafnaðarmenn freistað þess að stíga varlega til jarðar gagnvart þeim sem hafa úr minni fjármunum að spila en leitað til þeirra sem hafa breiðustu bökin. Þannig leiddu breytingar á tekjuskatti einstaklinga til þess að tekjuskattur lækkaði hjá 60% einstaklinga – þeirra sem eru með lægri tekjurnar. Alls greiða 85 þúsund manns lægra hlutfall af tekjum sínum í skatt árið 2010 en árið 2008. Þannig höfum við stefnt að auknum jöfnuði. Velferðarkerfið verður ekki sterkt nema til komi verðmætasköpun í samfélaginu. En gleymum því ekki að sterkt atvinnulíf byggir á öflugu menntakerfi, heilbrigðiskerfi og almannatryggingum. Samfélag jafnaðar treystir á velferðarkerfið. Þangað sækjum við sterkan mannauð sem skapar verðmætin.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun