Innlent

Hitabylgja helgarinnar gerir vart við sig

Svokölluð hitabylgja, sem landsmenn vonast nú eftir, er farin að gera vart við sig og voru farnar á sjást tveggja stafa hitatölur strax á sjötta tímanum í morgun.

Þannig var til dæmis rúmlega 11 stiga hiti á Seyðisfirði og Siglufirði upp úr klukkan fimm í morgun, og hitinn var orðinn níu stig á Akureyri klukkan þrjú í nótt, sem oft er kaldasti tími sólarhringsins.

Annars spáir Veðurstofan sex til tólf stiga hita á landinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×