Evrópusambandið ætlar að setja Asma al-Assad eiginkonu forseta Sýrlands í ferðabann og jafnframt eru uppi áform um að frysta allar eigur hennar innan Evrópusambandslanda.
Þar með bætist Asma á lista með nöfnum 12 háttsettra Sýrlendinga, þar á meðal eiginmanns síns, sem bannað er að koma inn fyrir landamæri Evrópusambandsins.
Asma komst í sviðsljósið nýlega þegar um 3.000 tölvupóstar milli hennar og eiginmannsins voru birtir. Samkvæmt þeim leitaði Asma ákaft að ákveðnum rándýrum skóm í London á meðan sýrlenski herinn jafnaði Baba Amr hverfið í Homs við jörðu með stórskotahríð fyrr í vetur.

