Erlent

Vilja ekki aðstoð SÞ í Sýrlandi

Leiðtogar ríkja innan Arababandalagsins funduðu um málefni Sýrlands í Egyptalandi í gær, en komust að þeirri niðurstöðu að ekki ætti að hleypa sérfræðingum Sameinuðu þjóðanna inn í landið. fréttablaðið/ap
Leiðtogar ríkja innan Arababandalagsins funduðu um málefni Sýrlands í Egyptalandi í gær, en komust að þeirri niðurstöðu að ekki ætti að hleypa sérfræðingum Sameinuðu þjóðanna inn í landið. fréttablaðið/ap
Leiðtogar Arababandalagsins krefjast þess að stjórnvöld í Sýrlandi bindi enda á ofbeldið í landinu strax. Þetta voru niðurstöður fundar bandalagsins í Kaíró í Egyptalandi í gær.

Fulltrúar Arababandalagsins hafa fylgst með gangi mála í Sýrlandi undanfarið og var fundurinn í gær til þess að fara yfir stöðu mála. Aðgerðir bandalagsins hafa verið gagnrýndar fyrir að vera máttlitlar og áhrifalitlar. Ráðherrar ríkjanna samþykktu ekki tillögu frá Katar um að fá sérfræðinga frá Sameinuðu þjóðunum til að aðstoða við eftirlitið í Sýrlandi. Arababandalagið mun hittast á nýjan leik og fara yfir gang mála í lok mánaðarins.

Fréttir hafa borist af því að minnst tuttugu hafi látið lífið í Sýrlandi í gær, þar af ellefu hermenn. Þá eru fleiri en hundrað manns sagðir hafa látist undanfarna þrjá daga, þó erfitt sé að staðfesta það vegna þess að erlendir fjölmiðlar fá ekki að starfa í landinu. Sameinuðu þjóðirnar telja að um 5000 óbreyttir borgarar hafi látist síðan uppreisnin gegn Bashar al-Assad forseta hófst fyrir tíu mánuðum síðan. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×