Erlent

Trillu sem stolið var 1941 skilað aftur til Noregs

Trillu sem stolið var af fjórum Norðmönnum árið 1941 svo þeir gætu flúið undan nasistum til Skotlands verður skilað aftur til Noregs.

Flóttatilraunin hófst ekki gæfulega því þýsk herflugvél kom auga á þá fljótlega og reyndi að sökkva trillunni með vélbyssuskothríð. Norðmennirnir snéru þá við, dulbjuggu trilluna með greinitrjágreinum og tókst að sigla henni yfir Norðursjó og til Aberdeenskíris.

Þar var trillunni síðan gefið annað nafn og hún notuð á skak áratugina eftir að seinni heimstryjöldinni lauk. Trillan endaði síðan sem safngripur í eigu Johnshaven Heritage Society.

Börn þeirra Norðmanna sem sluppu til Skotlands undan nasistunum fundu þessa trillu nýlega og í samvinnu við forráðamenn safnsins hefur verið ákveðið að senda trilluna til Noregs að nýju.

Ástæðan er ekki bara tilfinningalegs eðlis fyrir afkomendurna heldur mun trillan vera eini smábáturinn sem eftir er af þeim fjölda slíkra báta sem Norðmenn notuðu á sínum tíma til að flýja undan nasistunum til Skotlands og Bretlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×