Sértryggð skuldabréf Kaupþings flutt til Arion banka 26. janúar 2012 10:27 Náðst hefur samkomulag við eigendur sértryggða skuldabréfa sem Kaupþings gaf út um að eignir og skuldbindingar þeim tengdum verði fluttar yfir til Arion banka. Fjallað er um málið á vefsíðu skilanefndar Kaupþings. Þar egir að Kaupþing gaf út fjóra flokka af sértryggðum skuldabréfum á árunum 2006-2008 sem tryggð voru af Kaupthing Mortgage Institutional Investor Fund (KMIIF), dótturfélagi Kaupþings. Tilgangurinn með útgáfu sértryggðu skuldabréfanna var að fjármagna íbúðalánasafn að verðmæti rúmlega 120 milljarða króna sem Kaupþing átti í gegnum KMIIF. Á síðustu mánuðum hefur Kaupþing unnið að endurskipulagningu sem felur í sér flutning á eignum og skuldbindingum sem tengjast KMIIF og sértryggðu skuldabréfunum til Arion banka. Eftir að hafa náð samkomulagi við Arion banka, boðaði Kaupþing til funda með eigendum sértryggðra skuldabréfa sem haldnir voru 20. janúar síðastliðinn, þar sem lögð var fram tillaga að endurskipulagningu. Tillagan var samþykkt með 100% atkvæða skuldabréfaeigenda. Fyrir vikið mun Arion koma í stað Kaupþings sem útgefandi bréfanna og yfirtaka KMIIF. Kröfum á hendur Kaupþingi vegna sértryggðra skuldabréfa var þrílýst og nema nú um 278 milljörðum króna og þar af hafa kröfur að fjárhæð 68 milljarða króna verið samþykktar af slitastjórn Kaupþings. Endurskipulagningin felur í sér afturköllun á öllum kröfum á hendur Kaupþingi í tengslum við sértryggðu skuldabréfin. Í kjölfar þessarar endurskipulagningar hafa kröfur á hendur Kaupþingi því lækkað um ofangreindar fjárhæðir. Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Náðst hefur samkomulag við eigendur sértryggða skuldabréfa sem Kaupþings gaf út um að eignir og skuldbindingar þeim tengdum verði fluttar yfir til Arion banka. Fjallað er um málið á vefsíðu skilanefndar Kaupþings. Þar egir að Kaupþing gaf út fjóra flokka af sértryggðum skuldabréfum á árunum 2006-2008 sem tryggð voru af Kaupthing Mortgage Institutional Investor Fund (KMIIF), dótturfélagi Kaupþings. Tilgangurinn með útgáfu sértryggðu skuldabréfanna var að fjármagna íbúðalánasafn að verðmæti rúmlega 120 milljarða króna sem Kaupþing átti í gegnum KMIIF. Á síðustu mánuðum hefur Kaupþing unnið að endurskipulagningu sem felur í sér flutning á eignum og skuldbindingum sem tengjast KMIIF og sértryggðu skuldabréfunum til Arion banka. Eftir að hafa náð samkomulagi við Arion banka, boðaði Kaupþing til funda með eigendum sértryggðra skuldabréfa sem haldnir voru 20. janúar síðastliðinn, þar sem lögð var fram tillaga að endurskipulagningu. Tillagan var samþykkt með 100% atkvæða skuldabréfaeigenda. Fyrir vikið mun Arion koma í stað Kaupþings sem útgefandi bréfanna og yfirtaka KMIIF. Kröfum á hendur Kaupþingi vegna sértryggðra skuldabréfa var þrílýst og nema nú um 278 milljörðum króna og þar af hafa kröfur að fjárhæð 68 milljarða króna verið samþykktar af slitastjórn Kaupþings. Endurskipulagningin felur í sér afturköllun á öllum kröfum á hendur Kaupþingi í tengslum við sértryggðu skuldabréfin. Í kjölfar þessarar endurskipulagningar hafa kröfur á hendur Kaupþingi því lækkað um ofangreindar fjárhæðir.
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur