Erlent

NASA birtir ótrúlega mynd af Jörðinni

Myndin er kölluð "Blue Marble 2012."
Myndin er kölluð "Blue Marble 2012." mynd/NASA
Geimferðastofnun Bandaríkjanna birti nýja gervitunglamynd af Jörðinni í dag. Upplausn ljósmyndarinnar er mikil og sýnir jörðina í áður óséðu ljósi.

Það var Suomi NPP gervitunglið sem náði myndinni. Gervitunglinu var skotið á loft seint á síðasta ári. Því er ætlað að fylgjast með og rannsaka veðurfar jarðarinnar.

Myndin er kölluð „Blue Marble 2012" og er það vísun í ljósmynd sem geimfarar Apollo 17 geimskutlunnar náðu af jörðinni árið 1972.

Vonast er til að Suomi NPP gervitunglið eigi eftir að endurbæta veðurspár ásamt því að auka skilning vísindamanna á langtíma breytingum á veðurfari Jarðarinnar.

Hægt er að skoða myndin í fullri stærð á heimasíðu NASA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×