Erlent

Lamaður sonur talar eftir 20 ár: "Ég elska þig mamma"

Simon hefur náð miklum bata á síðustu árum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Simon hefur náð miklum bata á síðustu árum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mynd/AFP
Öldruð móðir í Bretlandi er í skýjunum eftir að lamaður sonur hennar sagði sín fyrstu orð í tæp 20 ár: „Ég elska þig mamma.“

Simon Ellis var 18 ára þegar hann lenti í skelfilegu bílslysi árið 1992. Hann hlaut alvarlega höfuðáverka og lamaðist í kjölfarið. Læknar sögðu móður hans, Diane Franklin, að sonur hennar myndi aldrei tala aftur.

Diane er því himinlifandi yfir árangri sonar síns. „Ég hélt að þessi dagur myndi aldrei koma - þetta er svo spennandi."

Á síðustu mánuðum hefur Simon náð miklum bata. Það var síðan um síðustu jól þegar hann sagði sín fyrstu orð í rúm 19 ár. „Ég elska þig mamma."

Síðan þá hefur Simon lært að segja nafn systkina sinna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×