Getur forseti vikið ráðherra frá? Skúli Magnússon skrifar 17. júlí 2012 06:00 Í grein í Fréttablaðinu 12. júlí sl. fjallar Ágúst Geir Ágústsson á áhugaverðan hátt um valdheimildir forseta Íslands og áréttar að lausn og skipun ráðherra sé stjórnarathöfn sem forseti geti ekki framkvæmt án atbeina ráðherra sem ber ábyrgð á ákvörðun (13., 15. og 19. gr. stjskr.). Þetta er hárrétt og raunar kjarninn í grein minni frá 7. júní sl. sem Ágúst vísar til. Í grein Ágústs mætti hins vegar koma skýrar fram að þegar um er að ræða skipun nýs forsætisráðherra er það forsætisráðherraefni sem meðundirritar skipunarbréf sjálfs sín og ber ábyrgð á ákvörðun, en ekki fráfarandi forsætisráðherra. Út frá því hefur því verið gengið að nýr forsætisráðherra verði skipaður (og þar með ný ríkisstjórn) án atbeina, og jafnvel gegn vilja, fráfarandi forsætisráðherra. Hitt er svo annað mál hvort og hvaða ábyrgð hinn nýi forsætisráðherra og ríkisstjórn hans kann að baka sér með þessum athöfnum, sbr. einkum lög um ráðherraábyrgð nr. 4/1963. Það mál er hins vegar flókið og að verulegu leyti háð þeim aðstæðum sem uppi eru hverju sinni. Ágúst fullyrðir að það leiði af „eðli máls auk þess sem fyrir því sé skýr stjórnskipunarvenja“ að nýr forsætisráðherra verði ekki skipaður nema sá sem fyrir situr hafi áður beðist lausnar frá því embætti. Samkvæmt þessu ætti það væntanlega að leiða til ógildis skipunar nýs forsætisráðherra ef fráfarandi forsætisráðherra hefur ekki áður beðist lausnar. Þetta jafngildir hins vegar því að nýr forsætisráðherra verði ekki skipaður án samþykkis sitjandi ráðherra. Vandamálið við þennan rökstuðning er að einmitt gagnstæð regla hefur gilt að íslenskum rétti og þá með þeim rökum að það gangi ekki upp að fela (fráfarandi) forsætisráðherra sjálfdæmi um það hvort nýr ráðherra verði skipaður. Ágúst gerir raunar þann mikilvæga fyrirvara við framangreinda fullyrðingu sína að neyðarréttarsjónarmið kunni að réttlæta skipun nýs forsætisráðherra gegn vilja þess sem situr. Ég sé ekki betur en að þessi fyrirvari byggi einmitt á þessum grundvelli, þ.e. meginreglunni um að nýr forsætisráðherra verði skipaður með gildum hætti án atbeina og án tillits til vilja sitjandi ráðherra. Kjarni málsins er sá að stjórnskipulegar skyldur forseta og ráðherra, t.a.m. á grundvelli þingræðisreglunnar, falla ekki saman við formlegar stjórnskipulegar heimildir þeirra. Forseti getur þannig með stjórnskipulega gildum hætti skipað nýjan forsætisráðherra og vikið frá þeim sem fyrir er án þess að til þurfi að koma lausnarbeiðni eða annar atbeini sitjandi ráðherra. Hvort og þá hvaða afleiðingar slík ákvörðun kann að hafa, t.d. hvort ráðherra verði látinn sæta refsiábyrgð fyrir Landsdómi, er einfaldlega annað mál sem ekki hefur áhrif á gildi ákvörðunar eða annarra ákvarðana sem teknar eru á grundvelli hennar. Þetta held ég að hafi verið það atriði sem Svanur Kristjánsson setti fram með nokkuð snaggaralegum hætti í útvarpsþætti fyrir nokkru og Ágúst vísar til. Andstætt ráðherrum sætir Forseti Íslands ekki lagalegri ábyrgð á stjórnarathöfnum (11. gr. stjskr.). Á hinn bóginn getur þingið krafist frávikningar forseta með þjóðaratkvæðagreiðslu með samþykkt 3/4 hluta þingmanna sem hefur jafnframt þau áhrif að forseta er vikið frá um stundarsakir (3. mgr. 11. gr. stjskr.). Þar til að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram færu handhafar forsetavalds með forsetavald, þ.e.a.s forseti Alþingis, forseti Hæstaréttar ásamt hugsanlega forsætisráðherra! Það sem hér skiptir máli er að þingið getur virkjað pólitíska ábyrgð forsetans gagnvart þjóðinni umsvifalaust. Það er þannig alls ekki svo að þingið hafi engin spil á hendi gagnvart forseta sem það telur misbeita valdi sínu. Þó ég sé þeirrar skoðunar að hér megi auka við og styrkja heimildir þingsins er engu að síður mikilvægt að halda þessu atriði til haga við umræðu um gildandi stjórnskipun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu 12. júlí sl. fjallar Ágúst Geir Ágústsson á áhugaverðan hátt um valdheimildir forseta Íslands og áréttar að lausn og skipun ráðherra sé stjórnarathöfn sem forseti geti ekki framkvæmt án atbeina ráðherra sem ber ábyrgð á ákvörðun (13., 15. og 19. gr. stjskr.). Þetta er hárrétt og raunar kjarninn í grein minni frá 7. júní sl. sem Ágúst vísar til. Í grein Ágústs mætti hins vegar koma skýrar fram að þegar um er að ræða skipun nýs forsætisráðherra er það forsætisráðherraefni sem meðundirritar skipunarbréf sjálfs sín og ber ábyrgð á ákvörðun, en ekki fráfarandi forsætisráðherra. Út frá því hefur því verið gengið að nýr forsætisráðherra verði skipaður (og þar með ný ríkisstjórn) án atbeina, og jafnvel gegn vilja, fráfarandi forsætisráðherra. Hitt er svo annað mál hvort og hvaða ábyrgð hinn nýi forsætisráðherra og ríkisstjórn hans kann að baka sér með þessum athöfnum, sbr. einkum lög um ráðherraábyrgð nr. 4/1963. Það mál er hins vegar flókið og að verulegu leyti háð þeim aðstæðum sem uppi eru hverju sinni. Ágúst fullyrðir að það leiði af „eðli máls auk þess sem fyrir því sé skýr stjórnskipunarvenja“ að nýr forsætisráðherra verði ekki skipaður nema sá sem fyrir situr hafi áður beðist lausnar frá því embætti. Samkvæmt þessu ætti það væntanlega að leiða til ógildis skipunar nýs forsætisráðherra ef fráfarandi forsætisráðherra hefur ekki áður beðist lausnar. Þetta jafngildir hins vegar því að nýr forsætisráðherra verði ekki skipaður án samþykkis sitjandi ráðherra. Vandamálið við þennan rökstuðning er að einmitt gagnstæð regla hefur gilt að íslenskum rétti og þá með þeim rökum að það gangi ekki upp að fela (fráfarandi) forsætisráðherra sjálfdæmi um það hvort nýr ráðherra verði skipaður. Ágúst gerir raunar þann mikilvæga fyrirvara við framangreinda fullyrðingu sína að neyðarréttarsjónarmið kunni að réttlæta skipun nýs forsætisráðherra gegn vilja þess sem situr. Ég sé ekki betur en að þessi fyrirvari byggi einmitt á þessum grundvelli, þ.e. meginreglunni um að nýr forsætisráðherra verði skipaður með gildum hætti án atbeina og án tillits til vilja sitjandi ráðherra. Kjarni málsins er sá að stjórnskipulegar skyldur forseta og ráðherra, t.a.m. á grundvelli þingræðisreglunnar, falla ekki saman við formlegar stjórnskipulegar heimildir þeirra. Forseti getur þannig með stjórnskipulega gildum hætti skipað nýjan forsætisráðherra og vikið frá þeim sem fyrir er án þess að til þurfi að koma lausnarbeiðni eða annar atbeini sitjandi ráðherra. Hvort og þá hvaða afleiðingar slík ákvörðun kann að hafa, t.d. hvort ráðherra verði látinn sæta refsiábyrgð fyrir Landsdómi, er einfaldlega annað mál sem ekki hefur áhrif á gildi ákvörðunar eða annarra ákvarðana sem teknar eru á grundvelli hennar. Þetta held ég að hafi verið það atriði sem Svanur Kristjánsson setti fram með nokkuð snaggaralegum hætti í útvarpsþætti fyrir nokkru og Ágúst vísar til. Andstætt ráðherrum sætir Forseti Íslands ekki lagalegri ábyrgð á stjórnarathöfnum (11. gr. stjskr.). Á hinn bóginn getur þingið krafist frávikningar forseta með þjóðaratkvæðagreiðslu með samþykkt 3/4 hluta þingmanna sem hefur jafnframt þau áhrif að forseta er vikið frá um stundarsakir (3. mgr. 11. gr. stjskr.). Þar til að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram færu handhafar forsetavalds með forsetavald, þ.e.a.s forseti Alþingis, forseti Hæstaréttar ásamt hugsanlega forsætisráðherra! Það sem hér skiptir máli er að þingið getur virkjað pólitíska ábyrgð forsetans gagnvart þjóðinni umsvifalaust. Það er þannig alls ekki svo að þingið hafi engin spil á hendi gagnvart forseta sem það telur misbeita valdi sínu. Þó ég sé þeirrar skoðunar að hér megi auka við og styrkja heimildir þingsins er engu að síður mikilvægt að halda þessu atriði til haga við umræðu um gildandi stjórnskipun.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun