Skuggaleg áform Sverrir Björnsson skrifar 17. júlí 2012 06:00 Það er dimmt yfir miðbæ Reykjavíkur því verðmæt lífsgæði borgarbúa eru í hættu. Ný plön kasta löngum skuggum yfir útivistarsvæði okkar og barna, barna okkar. Minnka á sólarsýnina sem Reykvíkingar njóta svo ríkulega á Austurvelli á góðviðriðsdögum. Taka á af okkur stóran hluta útivistarsvæðisins á Ingólfstorgi og há hús munu skyggja á þann hluta torgsins sem verður ósnertur. Byrgja á gömlu húsin við Ingólfstorg sjónum og búa til þröngt og skuggalegt sund þvert í gegnum bæinn. Loka á fyrir akandi umferð almennings um miðbæinn til að hægt sé að þjónusta risavaxið hótel. Endanlega á að króa elsta hús Reykjavíkur, Aðalstræti 10, af á milli hárra stórhýsa. Það á að þrengja að Fógetagarðinum, Alþingishúsinu og gömlu fallegu húsunum við Kirkjustræti og eyðileggja útsýnið upp götuna að Herkastalanum og Hótel Reykjavík. Allt þetta er á áætlun í verðlaunatillögunni um skipulag miðbæjarins sem nú er til sýnis við Kirkjustræti. Er árið 1950? Hvernig dettur heilvita fólki þetta í hug í dag? Hvað þá fagfólki í borgarpólitík. Það er löngu sannað með dauðum miðbæjum um allan heim að það þrífst ekki líf í tilbúnum steypumiðbæjum en það blómstrar í björtu umhverfi ljóss og sjarma eldri bygginga. Hvað gengur mönnum til? Jú, það er alltaf sama gamla svarið: Til að peningamenn fái sitt, allt fyrir skammtímagróðann! Hefur frjálshyggjuhugsunin – auðinn ofar lífinu – ekki valdið okkur nægum skaða á undanförnum árum? Hvar er nú Batman Reykjavíkur? Sá er ávallt bjargar Gotham City þegar illa meinandi klækjarefir ætla að ræna lífsgæðum borgarbúanna í þeirri skuggalegu borg. Jón Gnarr, farðu nú í skikkjuna, við þörfnumst þín. (Dagur þú manst að Robin getur líka bjargað, stundum.) Við hin getum reynt að verjast umhverfisofbeldinu með því að greiða atkvæði á vefnum Ekkihotel.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er dimmt yfir miðbæ Reykjavíkur því verðmæt lífsgæði borgarbúa eru í hættu. Ný plön kasta löngum skuggum yfir útivistarsvæði okkar og barna, barna okkar. Minnka á sólarsýnina sem Reykvíkingar njóta svo ríkulega á Austurvelli á góðviðriðsdögum. Taka á af okkur stóran hluta útivistarsvæðisins á Ingólfstorgi og há hús munu skyggja á þann hluta torgsins sem verður ósnertur. Byrgja á gömlu húsin við Ingólfstorg sjónum og búa til þröngt og skuggalegt sund þvert í gegnum bæinn. Loka á fyrir akandi umferð almennings um miðbæinn til að hægt sé að þjónusta risavaxið hótel. Endanlega á að króa elsta hús Reykjavíkur, Aðalstræti 10, af á milli hárra stórhýsa. Það á að þrengja að Fógetagarðinum, Alþingishúsinu og gömlu fallegu húsunum við Kirkjustræti og eyðileggja útsýnið upp götuna að Herkastalanum og Hótel Reykjavík. Allt þetta er á áætlun í verðlaunatillögunni um skipulag miðbæjarins sem nú er til sýnis við Kirkjustræti. Er árið 1950? Hvernig dettur heilvita fólki þetta í hug í dag? Hvað þá fagfólki í borgarpólitík. Það er löngu sannað með dauðum miðbæjum um allan heim að það þrífst ekki líf í tilbúnum steypumiðbæjum en það blómstrar í björtu umhverfi ljóss og sjarma eldri bygginga. Hvað gengur mönnum til? Jú, það er alltaf sama gamla svarið: Til að peningamenn fái sitt, allt fyrir skammtímagróðann! Hefur frjálshyggjuhugsunin – auðinn ofar lífinu – ekki valdið okkur nægum skaða á undanförnum árum? Hvar er nú Batman Reykjavíkur? Sá er ávallt bjargar Gotham City þegar illa meinandi klækjarefir ætla að ræna lífsgæðum borgarbúanna í þeirri skuggalegu borg. Jón Gnarr, farðu nú í skikkjuna, við þörfnumst þín. (Dagur þú manst að Robin getur líka bjargað, stundum.) Við hin getum reynt að verjast umhverfisofbeldinu með því að greiða atkvæði á vefnum Ekkihotel.is.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun