Skuggaleg áform Sverrir Björnsson skrifar 17. júlí 2012 06:00 Það er dimmt yfir miðbæ Reykjavíkur því verðmæt lífsgæði borgarbúa eru í hættu. Ný plön kasta löngum skuggum yfir útivistarsvæði okkar og barna, barna okkar. Minnka á sólarsýnina sem Reykvíkingar njóta svo ríkulega á Austurvelli á góðviðriðsdögum. Taka á af okkur stóran hluta útivistarsvæðisins á Ingólfstorgi og há hús munu skyggja á þann hluta torgsins sem verður ósnertur. Byrgja á gömlu húsin við Ingólfstorg sjónum og búa til þröngt og skuggalegt sund þvert í gegnum bæinn. Loka á fyrir akandi umferð almennings um miðbæinn til að hægt sé að þjónusta risavaxið hótel. Endanlega á að króa elsta hús Reykjavíkur, Aðalstræti 10, af á milli hárra stórhýsa. Það á að þrengja að Fógetagarðinum, Alþingishúsinu og gömlu fallegu húsunum við Kirkjustræti og eyðileggja útsýnið upp götuna að Herkastalanum og Hótel Reykjavík. Allt þetta er á áætlun í verðlaunatillögunni um skipulag miðbæjarins sem nú er til sýnis við Kirkjustræti. Er árið 1950? Hvernig dettur heilvita fólki þetta í hug í dag? Hvað þá fagfólki í borgarpólitík. Það er löngu sannað með dauðum miðbæjum um allan heim að það þrífst ekki líf í tilbúnum steypumiðbæjum en það blómstrar í björtu umhverfi ljóss og sjarma eldri bygginga. Hvað gengur mönnum til? Jú, það er alltaf sama gamla svarið: Til að peningamenn fái sitt, allt fyrir skammtímagróðann! Hefur frjálshyggjuhugsunin – auðinn ofar lífinu – ekki valdið okkur nægum skaða á undanförnum árum? Hvar er nú Batman Reykjavíkur? Sá er ávallt bjargar Gotham City þegar illa meinandi klækjarefir ætla að ræna lífsgæðum borgarbúanna í þeirri skuggalegu borg. Jón Gnarr, farðu nú í skikkjuna, við þörfnumst þín. (Dagur þú manst að Robin getur líka bjargað, stundum.) Við hin getum reynt að verjast umhverfisofbeldinu með því að greiða atkvæði á vefnum Ekkihotel.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Það er dimmt yfir miðbæ Reykjavíkur því verðmæt lífsgæði borgarbúa eru í hættu. Ný plön kasta löngum skuggum yfir útivistarsvæði okkar og barna, barna okkar. Minnka á sólarsýnina sem Reykvíkingar njóta svo ríkulega á Austurvelli á góðviðriðsdögum. Taka á af okkur stóran hluta útivistarsvæðisins á Ingólfstorgi og há hús munu skyggja á þann hluta torgsins sem verður ósnertur. Byrgja á gömlu húsin við Ingólfstorg sjónum og búa til þröngt og skuggalegt sund þvert í gegnum bæinn. Loka á fyrir akandi umferð almennings um miðbæinn til að hægt sé að þjónusta risavaxið hótel. Endanlega á að króa elsta hús Reykjavíkur, Aðalstræti 10, af á milli hárra stórhýsa. Það á að þrengja að Fógetagarðinum, Alþingishúsinu og gömlu fallegu húsunum við Kirkjustræti og eyðileggja útsýnið upp götuna að Herkastalanum og Hótel Reykjavík. Allt þetta er á áætlun í verðlaunatillögunni um skipulag miðbæjarins sem nú er til sýnis við Kirkjustræti. Er árið 1950? Hvernig dettur heilvita fólki þetta í hug í dag? Hvað þá fagfólki í borgarpólitík. Það er löngu sannað með dauðum miðbæjum um allan heim að það þrífst ekki líf í tilbúnum steypumiðbæjum en það blómstrar í björtu umhverfi ljóss og sjarma eldri bygginga. Hvað gengur mönnum til? Jú, það er alltaf sama gamla svarið: Til að peningamenn fái sitt, allt fyrir skammtímagróðann! Hefur frjálshyggjuhugsunin – auðinn ofar lífinu – ekki valdið okkur nægum skaða á undanförnum árum? Hvar er nú Batman Reykjavíkur? Sá er ávallt bjargar Gotham City þegar illa meinandi klækjarefir ætla að ræna lífsgæðum borgarbúanna í þeirri skuggalegu borg. Jón Gnarr, farðu nú í skikkjuna, við þörfnumst þín. (Dagur þú manst að Robin getur líka bjargað, stundum.) Við hin getum reynt að verjast umhverfisofbeldinu með því að greiða atkvæði á vefnum Ekkihotel.is.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar