Staðreyndir um Álftanesveg Gunnar Einarsson skrifar 6. október 2012 06:00 Þegar vegstæði fyrir nýjan Álftanesveg var valið var sérstaklega horft til þess að varðveita náttúru- og menningarminjar sem finna má í hrauninu. M.a. voru mótíf Kjarvals kortlögð og leitast við að raska sem minnst úfnu hrauni og svipmiklu. Í umræðu um framkvæmdina hefur mörgum rangfærslum verið haldið á loft og verður hér reynt að leiðrétta þær. Fremstur á sviði náttúruverndarÞeir sem eiga erindi um núverandi Álftanesveg þekkja nauðsyn þess að tryggja þar greiðari og öruggari samgöngur. Það verður ekki gert nema með framkvæmdum í hrauninu. Í þessu samhengi er rétt að árétta að umhverfisvernd og góð tengsl byggðar og náttúru eru eitt af helstu áherslumálum bæjaryfirvalda í Garðabæ. Garðabær hefur tekið afgerandi forystu á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar friðlýsingar náttúrusvæða. Gálgahraun, Skerjafjörður og Vífilsstaðavatn hafa þegar verið friðlýst, samkvæmt náttúruverndarlögum, alls um 300 hektarar, og uppi eru áætlanir um friðlýsingar Búrfells, Búrfellsgjár, Vífilsstaðahrauns og Garðahrauns langt umfram áætlanir ríkisins á náttúruverndaráætlun, alls um 450 hektarar. Unnið í samræmi við lögEins og bent hefur verið á er í 37. grein náttúruverndarlaga kveðið á um að jarðmyndanir eins og eldhraun njóti sérstakrar verndar og að forðast skuli röskun þeirra eins og kostur er. Veglagningin hefur því farið í gegnum vandað umhverfismats- og aðalskipulagsferli. Niðurstaða þeirrar vinnu er að skynsamlegast sé að leggja veginn í þeirri legu sem framkvæmdaleyfið gerir ráð fyrir enda valdi hún minnstri röskun á umhverfinu. Fyrirhuguð veglagning varðar því ekki við lög, eins og haldið hefur verið fram. Menningarminjar varðveittarVið matið á umhverfisáhrifum Álftanesvegar var unnin fornleifakönnun af Orra Vésteinssyni fornleifafræðingi þar sem m.a. voru skoðaðar fornar leiðir og minjar. Auk þess voru mótíf Kjarvals kortlögð eftir því sem unnt var og hafði það áhrif á val vegstæðis. Einnig var leitast við að raska sem minnst úfnu hrauni og svipmiklu. Um Garðahraun lágu hins vegar alla tíð fjölfarnar leiðir sem Álftanesvegur mun óhjákvæmilega þvera á nokkrum stöðum. Aðalatriðið er að vandað hefur verið til verka, staðið hefur verið lögformlega að málum og unnið fyrir opnum tjöldum. Niðurstaða umhverfismats var að 3 af 4 leiðum sem stillt var upp, væru ásættanlegar. Dregið úr byggð í hrauninuAndstæðingar vegarins hafa bent á að Garðabær hafi látið reisa heilt íbúðarhverfi í hrauninu og telja það til vitnis um óvirðingu bæjaryfirvalda fyrir náttúrunni og menningarminjum. Hið rétta er að gert hefur verið ráð fyrir byggð í Garðahrauni á þessum stað í um 30 ár. Í núgildandi aðalskipulagi hefur verið dregið verulega úr þeirri byggð sem áður var ráðgerð. Að auki hefur bæjarstjórn ákveðið að byggja ekki nyrsta hluta byggðaflekans sem aðalskipulag gerir ráð fyrir m.a. vegna þess að þar er að finna mótíf Kjarvals og minjar um dvöl hans þar. Óbreyttar forsendurEnn ein röksemdin sem heyrst hefur gegn lagningu vegarins er að forsendur hafi breyst þar sem ekki verði jafn mikil byggð í Garðaholti og áður var gert ráð fyrir. Þetta er ekki rétt. Samkvæmt aðalskipulagi er gert ráð fyrir íbúðarbyggð í Garðaholti á um 130 ha svæði. Það ræðst af þeim þéttleika sem verður á svæðinu hver íbúafjöldinn verður. Því er nauðsynlegt að gera ráð fyrir að þar geti orðið byggð fyrir allt að 8.000 manns. Þessar forsendur hafa því ekki breyst. Garðabær hefur á hinn bóginn ákveðið að vestasti hluti holtsins, Garðahverfið, fái að halda sér nánast óbreyttum enda ómetanlegt svæði með tilliti til menningar-og búsetulandslags. Íbúar Garðaholts og höfuðborgarsvæðisins munu njóta þess um alla framtíð. Aukið umferðaröryggiAð lokum er rétt að ítreka að markmið framkvæmdarinnar eru að bæta vegsamband við Álftanes þar sem nú er 2.500 manna byggð og ekki síst að auka umferðaröryggi. Nýr Álftanesvegur mun einnig tengja fyrirhugaða byggð á Garðaholti og núverandi íbúðarbyggð á Hraunsholti við Álftanes. Hagsmunir eru miklir á báða bóga, þ.e. annars vegar að ná markmiðum framkvæmdarinnar og hins vegar að verja náttúru- og menningarminjar. Eins og áður í Garðabæ hefur verið valin sú leið sem er líklegust til að sætta bæði sjónarmiðin og tryggja góð tengsl byggðar og náttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Sjá meira
Þegar vegstæði fyrir nýjan Álftanesveg var valið var sérstaklega horft til þess að varðveita náttúru- og menningarminjar sem finna má í hrauninu. M.a. voru mótíf Kjarvals kortlögð og leitast við að raska sem minnst úfnu hrauni og svipmiklu. Í umræðu um framkvæmdina hefur mörgum rangfærslum verið haldið á loft og verður hér reynt að leiðrétta þær. Fremstur á sviði náttúruverndarÞeir sem eiga erindi um núverandi Álftanesveg þekkja nauðsyn þess að tryggja þar greiðari og öruggari samgöngur. Það verður ekki gert nema með framkvæmdum í hrauninu. Í þessu samhengi er rétt að árétta að umhverfisvernd og góð tengsl byggðar og náttúru eru eitt af helstu áherslumálum bæjaryfirvalda í Garðabæ. Garðabær hefur tekið afgerandi forystu á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar friðlýsingar náttúrusvæða. Gálgahraun, Skerjafjörður og Vífilsstaðavatn hafa þegar verið friðlýst, samkvæmt náttúruverndarlögum, alls um 300 hektarar, og uppi eru áætlanir um friðlýsingar Búrfells, Búrfellsgjár, Vífilsstaðahrauns og Garðahrauns langt umfram áætlanir ríkisins á náttúruverndaráætlun, alls um 450 hektarar. Unnið í samræmi við lögEins og bent hefur verið á er í 37. grein náttúruverndarlaga kveðið á um að jarðmyndanir eins og eldhraun njóti sérstakrar verndar og að forðast skuli röskun þeirra eins og kostur er. Veglagningin hefur því farið í gegnum vandað umhverfismats- og aðalskipulagsferli. Niðurstaða þeirrar vinnu er að skynsamlegast sé að leggja veginn í þeirri legu sem framkvæmdaleyfið gerir ráð fyrir enda valdi hún minnstri röskun á umhverfinu. Fyrirhuguð veglagning varðar því ekki við lög, eins og haldið hefur verið fram. Menningarminjar varðveittarVið matið á umhverfisáhrifum Álftanesvegar var unnin fornleifakönnun af Orra Vésteinssyni fornleifafræðingi þar sem m.a. voru skoðaðar fornar leiðir og minjar. Auk þess voru mótíf Kjarvals kortlögð eftir því sem unnt var og hafði það áhrif á val vegstæðis. Einnig var leitast við að raska sem minnst úfnu hrauni og svipmiklu. Um Garðahraun lágu hins vegar alla tíð fjölfarnar leiðir sem Álftanesvegur mun óhjákvæmilega þvera á nokkrum stöðum. Aðalatriðið er að vandað hefur verið til verka, staðið hefur verið lögformlega að málum og unnið fyrir opnum tjöldum. Niðurstaða umhverfismats var að 3 af 4 leiðum sem stillt var upp, væru ásættanlegar. Dregið úr byggð í hrauninuAndstæðingar vegarins hafa bent á að Garðabær hafi látið reisa heilt íbúðarhverfi í hrauninu og telja það til vitnis um óvirðingu bæjaryfirvalda fyrir náttúrunni og menningarminjum. Hið rétta er að gert hefur verið ráð fyrir byggð í Garðahrauni á þessum stað í um 30 ár. Í núgildandi aðalskipulagi hefur verið dregið verulega úr þeirri byggð sem áður var ráðgerð. Að auki hefur bæjarstjórn ákveðið að byggja ekki nyrsta hluta byggðaflekans sem aðalskipulag gerir ráð fyrir m.a. vegna þess að þar er að finna mótíf Kjarvals og minjar um dvöl hans þar. Óbreyttar forsendurEnn ein röksemdin sem heyrst hefur gegn lagningu vegarins er að forsendur hafi breyst þar sem ekki verði jafn mikil byggð í Garðaholti og áður var gert ráð fyrir. Þetta er ekki rétt. Samkvæmt aðalskipulagi er gert ráð fyrir íbúðarbyggð í Garðaholti á um 130 ha svæði. Það ræðst af þeim þéttleika sem verður á svæðinu hver íbúafjöldinn verður. Því er nauðsynlegt að gera ráð fyrir að þar geti orðið byggð fyrir allt að 8.000 manns. Þessar forsendur hafa því ekki breyst. Garðabær hefur á hinn bóginn ákveðið að vestasti hluti holtsins, Garðahverfið, fái að halda sér nánast óbreyttum enda ómetanlegt svæði með tilliti til menningar-og búsetulandslags. Íbúar Garðaholts og höfuðborgarsvæðisins munu njóta þess um alla framtíð. Aukið umferðaröryggiAð lokum er rétt að ítreka að markmið framkvæmdarinnar eru að bæta vegsamband við Álftanes þar sem nú er 2.500 manna byggð og ekki síst að auka umferðaröryggi. Nýr Álftanesvegur mun einnig tengja fyrirhugaða byggð á Garðaholti og núverandi íbúðarbyggð á Hraunsholti við Álftanes. Hagsmunir eru miklir á báða bóga, þ.e. annars vegar að ná markmiðum framkvæmdarinnar og hins vegar að verja náttúru- og menningarminjar. Eins og áður í Garðabæ hefur verið valin sú leið sem er líklegust til að sætta bæði sjónarmiðin og tryggja góð tengsl byggðar og náttúru.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun