Staðreyndir um Álftanesveg Gunnar Einarsson skrifar 6. október 2012 06:00 Þegar vegstæði fyrir nýjan Álftanesveg var valið var sérstaklega horft til þess að varðveita náttúru- og menningarminjar sem finna má í hrauninu. M.a. voru mótíf Kjarvals kortlögð og leitast við að raska sem minnst úfnu hrauni og svipmiklu. Í umræðu um framkvæmdina hefur mörgum rangfærslum verið haldið á loft og verður hér reynt að leiðrétta þær. Fremstur á sviði náttúruverndarÞeir sem eiga erindi um núverandi Álftanesveg þekkja nauðsyn þess að tryggja þar greiðari og öruggari samgöngur. Það verður ekki gert nema með framkvæmdum í hrauninu. Í þessu samhengi er rétt að árétta að umhverfisvernd og góð tengsl byggðar og náttúru eru eitt af helstu áherslumálum bæjaryfirvalda í Garðabæ. Garðabær hefur tekið afgerandi forystu á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar friðlýsingar náttúrusvæða. Gálgahraun, Skerjafjörður og Vífilsstaðavatn hafa þegar verið friðlýst, samkvæmt náttúruverndarlögum, alls um 300 hektarar, og uppi eru áætlanir um friðlýsingar Búrfells, Búrfellsgjár, Vífilsstaðahrauns og Garðahrauns langt umfram áætlanir ríkisins á náttúruverndaráætlun, alls um 450 hektarar. Unnið í samræmi við lögEins og bent hefur verið á er í 37. grein náttúruverndarlaga kveðið á um að jarðmyndanir eins og eldhraun njóti sérstakrar verndar og að forðast skuli röskun þeirra eins og kostur er. Veglagningin hefur því farið í gegnum vandað umhverfismats- og aðalskipulagsferli. Niðurstaða þeirrar vinnu er að skynsamlegast sé að leggja veginn í þeirri legu sem framkvæmdaleyfið gerir ráð fyrir enda valdi hún minnstri röskun á umhverfinu. Fyrirhuguð veglagning varðar því ekki við lög, eins og haldið hefur verið fram. Menningarminjar varðveittarVið matið á umhverfisáhrifum Álftanesvegar var unnin fornleifakönnun af Orra Vésteinssyni fornleifafræðingi þar sem m.a. voru skoðaðar fornar leiðir og minjar. Auk þess voru mótíf Kjarvals kortlögð eftir því sem unnt var og hafði það áhrif á val vegstæðis. Einnig var leitast við að raska sem minnst úfnu hrauni og svipmiklu. Um Garðahraun lágu hins vegar alla tíð fjölfarnar leiðir sem Álftanesvegur mun óhjákvæmilega þvera á nokkrum stöðum. Aðalatriðið er að vandað hefur verið til verka, staðið hefur verið lögformlega að málum og unnið fyrir opnum tjöldum. Niðurstaða umhverfismats var að 3 af 4 leiðum sem stillt var upp, væru ásættanlegar. Dregið úr byggð í hrauninuAndstæðingar vegarins hafa bent á að Garðabær hafi látið reisa heilt íbúðarhverfi í hrauninu og telja það til vitnis um óvirðingu bæjaryfirvalda fyrir náttúrunni og menningarminjum. Hið rétta er að gert hefur verið ráð fyrir byggð í Garðahrauni á þessum stað í um 30 ár. Í núgildandi aðalskipulagi hefur verið dregið verulega úr þeirri byggð sem áður var ráðgerð. Að auki hefur bæjarstjórn ákveðið að byggja ekki nyrsta hluta byggðaflekans sem aðalskipulag gerir ráð fyrir m.a. vegna þess að þar er að finna mótíf Kjarvals og minjar um dvöl hans þar. Óbreyttar forsendurEnn ein röksemdin sem heyrst hefur gegn lagningu vegarins er að forsendur hafi breyst þar sem ekki verði jafn mikil byggð í Garðaholti og áður var gert ráð fyrir. Þetta er ekki rétt. Samkvæmt aðalskipulagi er gert ráð fyrir íbúðarbyggð í Garðaholti á um 130 ha svæði. Það ræðst af þeim þéttleika sem verður á svæðinu hver íbúafjöldinn verður. Því er nauðsynlegt að gera ráð fyrir að þar geti orðið byggð fyrir allt að 8.000 manns. Þessar forsendur hafa því ekki breyst. Garðabær hefur á hinn bóginn ákveðið að vestasti hluti holtsins, Garðahverfið, fái að halda sér nánast óbreyttum enda ómetanlegt svæði með tilliti til menningar-og búsetulandslags. Íbúar Garðaholts og höfuðborgarsvæðisins munu njóta þess um alla framtíð. Aukið umferðaröryggiAð lokum er rétt að ítreka að markmið framkvæmdarinnar eru að bæta vegsamband við Álftanes þar sem nú er 2.500 manna byggð og ekki síst að auka umferðaröryggi. Nýr Álftanesvegur mun einnig tengja fyrirhugaða byggð á Garðaholti og núverandi íbúðarbyggð á Hraunsholti við Álftanes. Hagsmunir eru miklir á báða bóga, þ.e. annars vegar að ná markmiðum framkvæmdarinnar og hins vegar að verja náttúru- og menningarminjar. Eins og áður í Garðabæ hefur verið valin sú leið sem er líklegust til að sætta bæði sjónarmiðin og tryggja góð tengsl byggðar og náttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Þegar vegstæði fyrir nýjan Álftanesveg var valið var sérstaklega horft til þess að varðveita náttúru- og menningarminjar sem finna má í hrauninu. M.a. voru mótíf Kjarvals kortlögð og leitast við að raska sem minnst úfnu hrauni og svipmiklu. Í umræðu um framkvæmdina hefur mörgum rangfærslum verið haldið á loft og verður hér reynt að leiðrétta þær. Fremstur á sviði náttúruverndarÞeir sem eiga erindi um núverandi Álftanesveg þekkja nauðsyn þess að tryggja þar greiðari og öruggari samgöngur. Það verður ekki gert nema með framkvæmdum í hrauninu. Í þessu samhengi er rétt að árétta að umhverfisvernd og góð tengsl byggðar og náttúru eru eitt af helstu áherslumálum bæjaryfirvalda í Garðabæ. Garðabær hefur tekið afgerandi forystu á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar friðlýsingar náttúrusvæða. Gálgahraun, Skerjafjörður og Vífilsstaðavatn hafa þegar verið friðlýst, samkvæmt náttúruverndarlögum, alls um 300 hektarar, og uppi eru áætlanir um friðlýsingar Búrfells, Búrfellsgjár, Vífilsstaðahrauns og Garðahrauns langt umfram áætlanir ríkisins á náttúruverndaráætlun, alls um 450 hektarar. Unnið í samræmi við lögEins og bent hefur verið á er í 37. grein náttúruverndarlaga kveðið á um að jarðmyndanir eins og eldhraun njóti sérstakrar verndar og að forðast skuli röskun þeirra eins og kostur er. Veglagningin hefur því farið í gegnum vandað umhverfismats- og aðalskipulagsferli. Niðurstaða þeirrar vinnu er að skynsamlegast sé að leggja veginn í þeirri legu sem framkvæmdaleyfið gerir ráð fyrir enda valdi hún minnstri röskun á umhverfinu. Fyrirhuguð veglagning varðar því ekki við lög, eins og haldið hefur verið fram. Menningarminjar varðveittarVið matið á umhverfisáhrifum Álftanesvegar var unnin fornleifakönnun af Orra Vésteinssyni fornleifafræðingi þar sem m.a. voru skoðaðar fornar leiðir og minjar. Auk þess voru mótíf Kjarvals kortlögð eftir því sem unnt var og hafði það áhrif á val vegstæðis. Einnig var leitast við að raska sem minnst úfnu hrauni og svipmiklu. Um Garðahraun lágu hins vegar alla tíð fjölfarnar leiðir sem Álftanesvegur mun óhjákvæmilega þvera á nokkrum stöðum. Aðalatriðið er að vandað hefur verið til verka, staðið hefur verið lögformlega að málum og unnið fyrir opnum tjöldum. Niðurstaða umhverfismats var að 3 af 4 leiðum sem stillt var upp, væru ásættanlegar. Dregið úr byggð í hrauninuAndstæðingar vegarins hafa bent á að Garðabær hafi látið reisa heilt íbúðarhverfi í hrauninu og telja það til vitnis um óvirðingu bæjaryfirvalda fyrir náttúrunni og menningarminjum. Hið rétta er að gert hefur verið ráð fyrir byggð í Garðahrauni á þessum stað í um 30 ár. Í núgildandi aðalskipulagi hefur verið dregið verulega úr þeirri byggð sem áður var ráðgerð. Að auki hefur bæjarstjórn ákveðið að byggja ekki nyrsta hluta byggðaflekans sem aðalskipulag gerir ráð fyrir m.a. vegna þess að þar er að finna mótíf Kjarvals og minjar um dvöl hans þar. Óbreyttar forsendurEnn ein röksemdin sem heyrst hefur gegn lagningu vegarins er að forsendur hafi breyst þar sem ekki verði jafn mikil byggð í Garðaholti og áður var gert ráð fyrir. Þetta er ekki rétt. Samkvæmt aðalskipulagi er gert ráð fyrir íbúðarbyggð í Garðaholti á um 130 ha svæði. Það ræðst af þeim þéttleika sem verður á svæðinu hver íbúafjöldinn verður. Því er nauðsynlegt að gera ráð fyrir að þar geti orðið byggð fyrir allt að 8.000 manns. Þessar forsendur hafa því ekki breyst. Garðabær hefur á hinn bóginn ákveðið að vestasti hluti holtsins, Garðahverfið, fái að halda sér nánast óbreyttum enda ómetanlegt svæði með tilliti til menningar-og búsetulandslags. Íbúar Garðaholts og höfuðborgarsvæðisins munu njóta þess um alla framtíð. Aukið umferðaröryggiAð lokum er rétt að ítreka að markmið framkvæmdarinnar eru að bæta vegsamband við Álftanes þar sem nú er 2.500 manna byggð og ekki síst að auka umferðaröryggi. Nýr Álftanesvegur mun einnig tengja fyrirhugaða byggð á Garðaholti og núverandi íbúðarbyggð á Hraunsholti við Álftanes. Hagsmunir eru miklir á báða bóga, þ.e. annars vegar að ná markmiðum framkvæmdarinnar og hins vegar að verja náttúru- og menningarminjar. Eins og áður í Garðabæ hefur verið valin sú leið sem er líklegust til að sætta bæði sjónarmiðin og tryggja góð tengsl byggðar og náttúru.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun