Framtíðin er okkar Birgir Örn Guðjónsson skrifar 6. október 2012 00:00 Þessar línur eru sérstaklega ætlaðar þeim sem hafa ekki mjög mikinn áhuga á stjórnmálum. Það er nefnilega staðreynd að þeir sem hafa minnstan áhuga á stjórnmálum eru gjarnan þeir sem þurfa mest á breytingum að halda. Þetta eru oft þeir sem þurfa að láta í sér heyra og hafa áhrif. Þetta er millistéttin og þeir sem hafa það jafnvel enn verra. Hvernig stendur á því að í lýðræðisþjóðfélagi er stærsti þjóðfélagshópurinn, þ.e. millistéttin, í sífelldri varnarbaráttu? Hvernig stendur á því að það er sífellt verið að fórna okkur fyrir lítinn hóp fjármagnseigenda sem notar okkur sem kubba í einkaspilavíti kerfisins? Hvernig stendur á því að þeir sem taka áhættuna halda sínum vinningi en við sitjum alltaf uppi með reikninginn eftir að allt hefur verið lagt undir í lok veislunnar? Ef svörin eru þau að þessir menn séu bara svona ótrúlega klárir er um leið verið að segja að við séum vitlaus. Það er kominn tími til að standa upp og hætta þessari vitleysu. Það er komið nóg af því að fjölskyldum okkar sé fórnað. Reikningarnir sem við erum að greiða eru ekki okkar. Heimili landsins eru komin á ystu nöf og talnasérfræðingar geta ekki galdrað annan raunveruleika. Viðbótarlífeyririnn er búinn, sparireikningurinn er tómur og á útgjaldareikningnum eru bara rauðar tölur. Launin eru hætt að duga. Það er verið að ræna framtíð okkar og barna okkar beint fyrir framan nefið á okkur. Það er kominn tími á rétta forgangsröðun. Forgangsröðun þar sem réttlæti, virðing og heiðarleiki ráða för. Það er kominn tími til að sérhagsmunir víki fyrir almannahagsmunum. Það er kominn tími til að við, fólkið í landinu, séum metin að verðleikum. Fjármagnseigendur og þeir sem lögðu framtíð okkar að veði eru ekki vont fólk. Þetta eru einstaklingar sem lærðu að notfæra sér kerfi sem er vont. Þessu kerfi er hægt að breyta. Það er kominn tími til að snúa bökum saman og hætta að berjast um pólitíska hugmyndafræði og fara að berjast fyrir því sem skiptir máli. Mér er nákvæmlega sama hvort eitthvað heitir vinstri eða hægri ef við höfum það alltaf jafn skítt. Pólitísk hugtök eru lítið annað en kúgunarvald þeirra sem vilja ráða framtíð okkar. Hræðslan við stefnubreytingar er orðin skynseminni yfirsterkari. Í krafti fjöldans getum við breytt stjórnmálum. Í krafti lýðræðis getum við haft áhrif og breytt því sem þarf að breyta. Það þarf nýja hugsun, nýja stefnu og nýtt siðferði. Það þarf nýtt fólk. Fram undan er barátta en baráttan er ekki um framtíð flokka. Baráttan er um framtíð þjóðar. Við megum ekki óttast breytingar. Það er óbreytt ástand sem við þurfum að óttast. Framtíð Íslands þarf á þér að halda. Ekki vanmeta þau áhrif sem þú getur haft. Baráttumaðurinn Nelson Mandela sagði: „It always seems impossible until it‘s done.“ Framtíðin er okkar, ef við viljum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þessar línur eru sérstaklega ætlaðar þeim sem hafa ekki mjög mikinn áhuga á stjórnmálum. Það er nefnilega staðreynd að þeir sem hafa minnstan áhuga á stjórnmálum eru gjarnan þeir sem þurfa mest á breytingum að halda. Þetta eru oft þeir sem þurfa að láta í sér heyra og hafa áhrif. Þetta er millistéttin og þeir sem hafa það jafnvel enn verra. Hvernig stendur á því að í lýðræðisþjóðfélagi er stærsti þjóðfélagshópurinn, þ.e. millistéttin, í sífelldri varnarbaráttu? Hvernig stendur á því að það er sífellt verið að fórna okkur fyrir lítinn hóp fjármagnseigenda sem notar okkur sem kubba í einkaspilavíti kerfisins? Hvernig stendur á því að þeir sem taka áhættuna halda sínum vinningi en við sitjum alltaf uppi með reikninginn eftir að allt hefur verið lagt undir í lok veislunnar? Ef svörin eru þau að þessir menn séu bara svona ótrúlega klárir er um leið verið að segja að við séum vitlaus. Það er kominn tími til að standa upp og hætta þessari vitleysu. Það er komið nóg af því að fjölskyldum okkar sé fórnað. Reikningarnir sem við erum að greiða eru ekki okkar. Heimili landsins eru komin á ystu nöf og talnasérfræðingar geta ekki galdrað annan raunveruleika. Viðbótarlífeyririnn er búinn, sparireikningurinn er tómur og á útgjaldareikningnum eru bara rauðar tölur. Launin eru hætt að duga. Það er verið að ræna framtíð okkar og barna okkar beint fyrir framan nefið á okkur. Það er kominn tími á rétta forgangsröðun. Forgangsröðun þar sem réttlæti, virðing og heiðarleiki ráða för. Það er kominn tími til að sérhagsmunir víki fyrir almannahagsmunum. Það er kominn tími til að við, fólkið í landinu, séum metin að verðleikum. Fjármagnseigendur og þeir sem lögðu framtíð okkar að veði eru ekki vont fólk. Þetta eru einstaklingar sem lærðu að notfæra sér kerfi sem er vont. Þessu kerfi er hægt að breyta. Það er kominn tími til að snúa bökum saman og hætta að berjast um pólitíska hugmyndafræði og fara að berjast fyrir því sem skiptir máli. Mér er nákvæmlega sama hvort eitthvað heitir vinstri eða hægri ef við höfum það alltaf jafn skítt. Pólitísk hugtök eru lítið annað en kúgunarvald þeirra sem vilja ráða framtíð okkar. Hræðslan við stefnubreytingar er orðin skynseminni yfirsterkari. Í krafti fjöldans getum við breytt stjórnmálum. Í krafti lýðræðis getum við haft áhrif og breytt því sem þarf að breyta. Það þarf nýja hugsun, nýja stefnu og nýtt siðferði. Það þarf nýtt fólk. Fram undan er barátta en baráttan er ekki um framtíð flokka. Baráttan er um framtíð þjóðar. Við megum ekki óttast breytingar. Það er óbreytt ástand sem við þurfum að óttast. Framtíð Íslands þarf á þér að halda. Ekki vanmeta þau áhrif sem þú getur haft. Baráttumaðurinn Nelson Mandela sagði: „It always seems impossible until it‘s done.“ Framtíðin er okkar, ef við viljum.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar