Samsærið gegn fórnarlömbum læknamistaka Árni Richard Árnason skrifar 3. apríl 2012 06:00 Haustið 2007 gekkst ég undir krossbandsaðgerð og tilheyrandi endurhæfingu í Orkuhúsinu. Í aðgerðinni voru skornar sinar úr tveimur vöðvum í hnésbótinni til að endurbyggja nýtt krossband. Eftir aðgerðina slitnaði nýja krossbandið tiltölulega fljótt þó ég hafi ekki hafið íþróttaiðkun að ráði. Einnig eyðilögðust sinarnar í hnésbótinni að fullu og tilheyrandi vöðvar visnuðu. Fyrir þessa örlagaríku aðgerð stundaði ég keppnishlaup í mörg ár með slitið krossband. Eftir aðgerðina hef ég ekki getað hlaupið, og tapaður vöðvastyrkur hefur leitt til alvarlegra erfiðleika við að standa og hræðilegrar veikingar hnésins. Ég hef gengist undir 11 aðgerðir í Danmörku og Finnlandi í því skyni að bæta fyrir skaðann. Eftir þessar aðgerðir hef ég verið rúmliggjandi alls í meira en eitt ár. Ég gekkst undir nýja krossbandsaðgerð hjá fremsta krossbandssérfræðingi Dana, en í þeirri aðgerð kom í ljós að fyrra krossbandið hafði verið rangt staðsett. Sá læknir, sem heldur námskeið í krossbandsaðgerðum, telur að læknar Orkuhússins hafi gerst sekir um þekkt byrjendamistök þegar borað var fyrir nýja krossbandinu. Eftir krossbandsaðgerðina í Orkuhúsinu gekkst ég undir sjúkraþjálfun sem á sér engin fordæmi í heiminum. Daginn eftir aðgerðina var ég látinn þjálfa hnésbótarvöðvana með margvíslegum æfingum, en staðreyndin er sú að þessa vöðva má alls ekki þjálfa fyrr en sinarnar hafa vaxið aftur, u.þ.b. sex vikum eftir aðgerð. Þetta kemur fram í hverri einustu kennslubók í krossbandsaðgerðum sem ég hef fundið. Ég hef lýst umræddri sjúkraþjálfun fyrir fjölda lækna og enginn þeirra hefur heyrt um þvílíka meðferð. Ég sendi viðkomandi heilbrigðisstarfsmönnum og landlæknisembættinu bréf í upphafi árs 2009 og varaði við umræddum æfingum. Svo virðist sem ekki hafi verið tekið mark á mér því annar sjúklingur með slitinn vöðva í hnésbótinni hefur haft samband við mig, en hann hlaut samskonar meðferð hjá sama sjúkraþjálfara seinna það árið. Í kjölfarið skipaði embætti landlæknis tvo álitsgjafa til að gefa umsagnir um kvartanir mínar. Umsagnaraðili aðgerðarhluta var Magnús Páll Albertsson, meðstofnandi læknastöðvar Orkuhússins og starfandi handarskurðlæknir þar til margra ára. Umsagnaraðili sjúkraþjálfunarhluta var Sigrún Vala Björnsdóttir, lektor við Háskóla Íslands. Þeirra niðurstaða var sú að engin mistök hafi verið gerð. Magnús segir í umsögn sinni að krossbandið hafi verið staðsett „á nákvæmlega sama stað og hið gamla“. Magnús rökstyður ekki niðurstöðu sína né sýnir fram á hana með myndrænum hætti. Ennfremur reynir hann ekki að skýra hvers vegna færasti krossbandssérfræðingur Dana taldi krossbandið rangt staðsett heldur gagnrýnir Magnús hann harðlega með því að segja hann beita ótraustvekjandi aðferðum án þess þó að skýra það að nokkru leyti. Ég brást við með að kynna mér krossbandsaðgerðir í þaula og las hundruð fræðigreina um anatómíu krossbanda og leitaði álits fjölda sérfræðinga sem allir hafa sammælst um að krossbandið var rangt staðsett. Í ljósi vitneskju minnar í dag er það mér hulið að Magnús hafi komist að þessari niðurstöðu og ég fullyrði að hann sé að segja ósatt. Ég hef getað fært sönnur á að krossbandið var rangt staðsett í báðum festingum sínum með margvíslegum hætti og með tilvísunum í fjölda greina og myndræn gögn. Ennfremur leynir Magnús þeirri staðreynd að sömu vöðvar slitnuðu og skorið var úr. Meira að segja gefur hann í skyn að annar vöðvi hafi slitnað en sá sem tilgreindur er í læknaskýrslu. Tilgangur Magnúsar er að hylma yfir þá staðreynd að um sömu vöðva voru að ræða. Magnús gengur svo langt að fullyrða að skemmdir á vöðvunum séu ekki afleiðing af aðgerðinni. Sigrún réttlætir sjúkraþjálfunina með því að vísa í fjölda greina sem fjalla eingöngu um krossbandsaðgerðir með sinatöku frá hnéskeljarsin, en það er ekki sú aðgerð sem ég gekkst undir. Það er velþekkt að þjálfun má byrja mun fyrr eftir slíkar aðgerðir. Ennfremur reynir Sigrún að réttlæta æfingar í tækjasal með því að vitna í grein án þess að minnast á að í henni er varað við notkun lóða í tvo mánuði eftir aðgerð. Ég sendi fyrirspurn til höfundar þeirrar greinar og fékk til baka afgerandi skoðun hans um að ég hafi fengið ranga sjúkraþjálfun. Sigrún varar við að sjúklingar fái skriflegt endurhæfingarplan eftir krossbandsaðgerðir, þó það tíðkist almennt, og einnig varar Sigrún við æfingum sem þó er mælt með í greinum sem hún vitnar sjálf í. Þessar ásamt fjölda annarra athugasemda sendi ég til landlæknis. Einnig kvartaði ég yfir málsmeðferð embættisins í 17 liðum. Síðar barst bréf frá landlækni þar sem segir að álitsgjafar hafi ekki svarað athugasemdum mínum og álit landlæknis standi því óbreytt. Ég fékk því engin svör við athugasemdum mínum. Kvörtunarbréfi mínu var heldur ekki svarað. Hér er um að ræða skipulagt og glæpsamlegt samsæri til að hindra að ég fái þær bætur sem ég á rétt á. Það gera allir mistök en það er ekki sama hvers eðlis mistökin eru. Ég var fórnarlamb ótrúlegrar vanþekkingar heilbrigðisstarfsmanna. Sjúklingar eiga að fá réttlátar bætur og heilbrigðisstarfsfólk á að tryggja sig fyrir mistökum. Ef landlæknir gegndi hlutverki sínu þá væri hægt að koma í veg fyrir mörg mistök. Frekari upplýsingar um mitt mál er að finna á vefsíðu minni, www.arnirichard.dk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Haustið 2007 gekkst ég undir krossbandsaðgerð og tilheyrandi endurhæfingu í Orkuhúsinu. Í aðgerðinni voru skornar sinar úr tveimur vöðvum í hnésbótinni til að endurbyggja nýtt krossband. Eftir aðgerðina slitnaði nýja krossbandið tiltölulega fljótt þó ég hafi ekki hafið íþróttaiðkun að ráði. Einnig eyðilögðust sinarnar í hnésbótinni að fullu og tilheyrandi vöðvar visnuðu. Fyrir þessa örlagaríku aðgerð stundaði ég keppnishlaup í mörg ár með slitið krossband. Eftir aðgerðina hef ég ekki getað hlaupið, og tapaður vöðvastyrkur hefur leitt til alvarlegra erfiðleika við að standa og hræðilegrar veikingar hnésins. Ég hef gengist undir 11 aðgerðir í Danmörku og Finnlandi í því skyni að bæta fyrir skaðann. Eftir þessar aðgerðir hef ég verið rúmliggjandi alls í meira en eitt ár. Ég gekkst undir nýja krossbandsaðgerð hjá fremsta krossbandssérfræðingi Dana, en í þeirri aðgerð kom í ljós að fyrra krossbandið hafði verið rangt staðsett. Sá læknir, sem heldur námskeið í krossbandsaðgerðum, telur að læknar Orkuhússins hafi gerst sekir um þekkt byrjendamistök þegar borað var fyrir nýja krossbandinu. Eftir krossbandsaðgerðina í Orkuhúsinu gekkst ég undir sjúkraþjálfun sem á sér engin fordæmi í heiminum. Daginn eftir aðgerðina var ég látinn þjálfa hnésbótarvöðvana með margvíslegum æfingum, en staðreyndin er sú að þessa vöðva má alls ekki þjálfa fyrr en sinarnar hafa vaxið aftur, u.þ.b. sex vikum eftir aðgerð. Þetta kemur fram í hverri einustu kennslubók í krossbandsaðgerðum sem ég hef fundið. Ég hef lýst umræddri sjúkraþjálfun fyrir fjölda lækna og enginn þeirra hefur heyrt um þvílíka meðferð. Ég sendi viðkomandi heilbrigðisstarfsmönnum og landlæknisembættinu bréf í upphafi árs 2009 og varaði við umræddum æfingum. Svo virðist sem ekki hafi verið tekið mark á mér því annar sjúklingur með slitinn vöðva í hnésbótinni hefur haft samband við mig, en hann hlaut samskonar meðferð hjá sama sjúkraþjálfara seinna það árið. Í kjölfarið skipaði embætti landlæknis tvo álitsgjafa til að gefa umsagnir um kvartanir mínar. Umsagnaraðili aðgerðarhluta var Magnús Páll Albertsson, meðstofnandi læknastöðvar Orkuhússins og starfandi handarskurðlæknir þar til margra ára. Umsagnaraðili sjúkraþjálfunarhluta var Sigrún Vala Björnsdóttir, lektor við Háskóla Íslands. Þeirra niðurstaða var sú að engin mistök hafi verið gerð. Magnús segir í umsögn sinni að krossbandið hafi verið staðsett „á nákvæmlega sama stað og hið gamla“. Magnús rökstyður ekki niðurstöðu sína né sýnir fram á hana með myndrænum hætti. Ennfremur reynir hann ekki að skýra hvers vegna færasti krossbandssérfræðingur Dana taldi krossbandið rangt staðsett heldur gagnrýnir Magnús hann harðlega með því að segja hann beita ótraustvekjandi aðferðum án þess þó að skýra það að nokkru leyti. Ég brást við með að kynna mér krossbandsaðgerðir í þaula og las hundruð fræðigreina um anatómíu krossbanda og leitaði álits fjölda sérfræðinga sem allir hafa sammælst um að krossbandið var rangt staðsett. Í ljósi vitneskju minnar í dag er það mér hulið að Magnús hafi komist að þessari niðurstöðu og ég fullyrði að hann sé að segja ósatt. Ég hef getað fært sönnur á að krossbandið var rangt staðsett í báðum festingum sínum með margvíslegum hætti og með tilvísunum í fjölda greina og myndræn gögn. Ennfremur leynir Magnús þeirri staðreynd að sömu vöðvar slitnuðu og skorið var úr. Meira að segja gefur hann í skyn að annar vöðvi hafi slitnað en sá sem tilgreindur er í læknaskýrslu. Tilgangur Magnúsar er að hylma yfir þá staðreynd að um sömu vöðva voru að ræða. Magnús gengur svo langt að fullyrða að skemmdir á vöðvunum séu ekki afleiðing af aðgerðinni. Sigrún réttlætir sjúkraþjálfunina með því að vísa í fjölda greina sem fjalla eingöngu um krossbandsaðgerðir með sinatöku frá hnéskeljarsin, en það er ekki sú aðgerð sem ég gekkst undir. Það er velþekkt að þjálfun má byrja mun fyrr eftir slíkar aðgerðir. Ennfremur reynir Sigrún að réttlæta æfingar í tækjasal með því að vitna í grein án þess að minnast á að í henni er varað við notkun lóða í tvo mánuði eftir aðgerð. Ég sendi fyrirspurn til höfundar þeirrar greinar og fékk til baka afgerandi skoðun hans um að ég hafi fengið ranga sjúkraþjálfun. Sigrún varar við að sjúklingar fái skriflegt endurhæfingarplan eftir krossbandsaðgerðir, þó það tíðkist almennt, og einnig varar Sigrún við æfingum sem þó er mælt með í greinum sem hún vitnar sjálf í. Þessar ásamt fjölda annarra athugasemda sendi ég til landlæknis. Einnig kvartaði ég yfir málsmeðferð embættisins í 17 liðum. Síðar barst bréf frá landlækni þar sem segir að álitsgjafar hafi ekki svarað athugasemdum mínum og álit landlæknis standi því óbreytt. Ég fékk því engin svör við athugasemdum mínum. Kvörtunarbréfi mínu var heldur ekki svarað. Hér er um að ræða skipulagt og glæpsamlegt samsæri til að hindra að ég fái þær bætur sem ég á rétt á. Það gera allir mistök en það er ekki sama hvers eðlis mistökin eru. Ég var fórnarlamb ótrúlegrar vanþekkingar heilbrigðisstarfsmanna. Sjúklingar eiga að fá réttlátar bætur og heilbrigðisstarfsfólk á að tryggja sig fyrir mistökum. Ef landlæknir gegndi hlutverki sínu þá væri hægt að koma í veg fyrir mörg mistök. Frekari upplýsingar um mitt mál er að finna á vefsíðu minni, www.arnirichard.dk.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun