Flaggskip þjóðkirkjunnar Sigurður Árni Þórðarson skrifar 3. apríl 2012 06:00 Í aðdraganda biskupskjörs var ég spurður um fyrstu verkefni í starfi ef ég yrði kjörinn biskup. Af þremur forgangsverkefnum er varða ungt fólk, fjármál og starfsfólk tel ég að mikilvægasta verkefnið varði æsku þjóðarinnar. Heilbrigð kirkja þjónar fólki. Þjóðkirkjan á að leggja sérstaka rækt við framtíðarfólkið, börn og unglinga, og þjóna barnafjölskyldum vel. Sem barn naut ég þeirra forréttinda að alast upp í barnvænu trúarumhverfi kirkjunnar. Þjónusta mín við kirkju Krists í landinu á rætur í þeirri sáningu og umönnun, sem ég naut í æsku. Ég á sjálfur ung börn og uppeldismál eru mér því áhugaefni og daglegt viðfangsefni. Við upphaf 21. aldar er trúaruppeldi þeirrar kynslóðar, sem nú er að vaxa úr grasi, mikilvægasta fjárfesting kirkjunnar. Brýn verkefni eru að tryggja góða þjónustu við börn og unglinga óháð búsetu og að efla fagmennsku í æskulýðsstarfi. Æskulýðsstarf kirkjunnar er grunnþjónusta, sem á að vera í boði í öllum sóknum. Aðstæður eru ólíkar og söfnuðir í dreifbýli og þéttbýli hafa ólíkar þarfir. Þess vegna skiptir höfuðmáli að greina þarfir sóknanna á landsvísu og byggja upp frá grasrótinni glaða og ríka kirkju. Uppbygging í barna- og unglingastarfi hefur margfeldisáhrif því á bak við hvert glatt barn í kirkjustarfi eru ánægðar fjölskyldur. Kirkjan þarf að tryggja faglegt umhverfi fyrir barna- og æskulýðsstarf. Það verður aðeins gert með fagmenntuðu fólki, sem hefur umsjón með og ber ábyrgð á starfinu. Á landsbyggðinni sinna sóknarprestar barna- og unglingastarfi og þeim þarf að tryggja aðgang að kennsluefni og faglegu baklandi til að sinna unga fólkinu sem best. Nýta þarf samstarfssvæði safnaða þar sem margar sóknir starfa saman líkt og nýtt átaksverkefni í æskulýðsmálum í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi er vísir að. Þar verður ráðinn æskulýðsfulltrúi í hálft starf til að styðja minni söfnuði í prófastsdæminu við uppbyggingu æskulýðstarfs. Þá þarf að tryggja aðgang ungs fólks að leiðtogaþjálfun. Samstarf er lykillinn að árangri. Með því að færa efnisgerð og forystu um einstaka þætti æskulýðsstarfs út til safnaðanna nýtist mannauður kirkjunnar til fulls. Þannig gætu sóknir, sem skara fram úr á einstökum sviðum, fengið fjárveitingu til að leiða þann málaflokk í ákveðinn tíma og orðið „móðurkirkjur“ þess starfs. Með því að færa verkefni út í söfnuðina má nýta sérþekkingu þeirra í þágu heildarinnar. Hlutverk biskupsstofu verður síðan að miðla því efni, sem til verður og samþætta samstarf safnaðanna. Barna- og æskulýðsstarf er flaggskip kirkjunnar og ætti að vera forgangsverkefni á komandi árum. Unga fólkið er framtíð kirkjunnar og starf í þess þágu kallar fjölskyldur í landinu til liðs við kirkjuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda biskupskjörs var ég spurður um fyrstu verkefni í starfi ef ég yrði kjörinn biskup. Af þremur forgangsverkefnum er varða ungt fólk, fjármál og starfsfólk tel ég að mikilvægasta verkefnið varði æsku þjóðarinnar. Heilbrigð kirkja þjónar fólki. Þjóðkirkjan á að leggja sérstaka rækt við framtíðarfólkið, börn og unglinga, og þjóna barnafjölskyldum vel. Sem barn naut ég þeirra forréttinda að alast upp í barnvænu trúarumhverfi kirkjunnar. Þjónusta mín við kirkju Krists í landinu á rætur í þeirri sáningu og umönnun, sem ég naut í æsku. Ég á sjálfur ung börn og uppeldismál eru mér því áhugaefni og daglegt viðfangsefni. Við upphaf 21. aldar er trúaruppeldi þeirrar kynslóðar, sem nú er að vaxa úr grasi, mikilvægasta fjárfesting kirkjunnar. Brýn verkefni eru að tryggja góða þjónustu við börn og unglinga óháð búsetu og að efla fagmennsku í æskulýðsstarfi. Æskulýðsstarf kirkjunnar er grunnþjónusta, sem á að vera í boði í öllum sóknum. Aðstæður eru ólíkar og söfnuðir í dreifbýli og þéttbýli hafa ólíkar þarfir. Þess vegna skiptir höfuðmáli að greina þarfir sóknanna á landsvísu og byggja upp frá grasrótinni glaða og ríka kirkju. Uppbygging í barna- og unglingastarfi hefur margfeldisáhrif því á bak við hvert glatt barn í kirkjustarfi eru ánægðar fjölskyldur. Kirkjan þarf að tryggja faglegt umhverfi fyrir barna- og æskulýðsstarf. Það verður aðeins gert með fagmenntuðu fólki, sem hefur umsjón með og ber ábyrgð á starfinu. Á landsbyggðinni sinna sóknarprestar barna- og unglingastarfi og þeim þarf að tryggja aðgang að kennsluefni og faglegu baklandi til að sinna unga fólkinu sem best. Nýta þarf samstarfssvæði safnaða þar sem margar sóknir starfa saman líkt og nýtt átaksverkefni í æskulýðsmálum í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi er vísir að. Þar verður ráðinn æskulýðsfulltrúi í hálft starf til að styðja minni söfnuði í prófastsdæminu við uppbyggingu æskulýðstarfs. Þá þarf að tryggja aðgang ungs fólks að leiðtogaþjálfun. Samstarf er lykillinn að árangri. Með því að færa efnisgerð og forystu um einstaka þætti æskulýðsstarfs út til safnaðanna nýtist mannauður kirkjunnar til fulls. Þannig gætu sóknir, sem skara fram úr á einstökum sviðum, fengið fjárveitingu til að leiða þann málaflokk í ákveðinn tíma og orðið „móðurkirkjur“ þess starfs. Með því að færa verkefni út í söfnuðina má nýta sérþekkingu þeirra í þágu heildarinnar. Hlutverk biskupsstofu verður síðan að miðla því efni, sem til verður og samþætta samstarf safnaðanna. Barna- og æskulýðsstarf er flaggskip kirkjunnar og ætti að vera forgangsverkefni á komandi árum. Unga fólkið er framtíð kirkjunnar og starf í þess þágu kallar fjölskyldur í landinu til liðs við kirkjuna.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun