Forskot Romneys nú orðið nánast öruggt 3. apríl 2012 08:00 Ron Paul, Rick Santorum, Mitt Romney og Newt Gingrich hlýða á þjóðsöng Bandaríkjanna í sjónvarpskappræðum nýverið. nordicphotos/AFP Forkosningar Repúblikanaflokksins í Wisconsin þykja líklegar til að staðfesta nánast óyfirstíganlegt forskot Mitt Romneys á mótframbjóðendur hans. Santorum talinn kominn á lokasprettinum. Ron Paul heldur þó ótrauður áfram. „Sannleikurinn er sá, að ég er að bjarga Repúblikanaflokknum frá sjálfum sér því þeir vilja endalaus stríð,“ sagði Ron Paul, einn fjögurra repúblikana sem sækjast eftir því að verða forsetaefni flokksins. Nú þegar forkosningar flokksins eru að verða hálfnaðar þá virðist Paul eiga sáralitla möguleika á sigri. Hann ætlar þó ótrauður að halda áfram baráttunni og gagnrýnir mótframbjóðendur sína harðlega fyrir að ætla að halda áfram að ausa fé úr ríkissjóði til stríðsrekstrar í Afganistan og jafnvel víðar um heim. „Þetta er sóun, endalokin verða ekki góð, og ég held að repúblikanar hafi grafið sig niður í holu vegna þess að þeir eru að reyna að yfirkeyra forsetann með hernaði, segja að við eigum að gera meira af þessu. Samt segjast 75 prósent Bandaríkjamanna hafa fengið nóg af þessu,“ sagði Paul í sjónvarpsviðtali. Næstu forkosningar flokksins verða haldnar í Wisconsin, Washington-borg og Maryland í dag. Mestu munar þar um Wisconsin, þar sem 42 kjörmenn eru í boði. Mitt Romney er með yfirburðastöðu. Hann hefur þegar tryggt sér að minnsta kosti 453 kjörmenn af þeim 1.144 sem hann þarf til að verða fyrir valinu á landsfundi Repúblikanaflokksins í ágúst. Að auki hafa 110 kjörmenn lýst yfir stuðningi við hann, þótt þeir séu óbundnir þegar til atkvæðagreiðslu kemur. Rick Santorum hefur tryggt sér stuðning 193 kjörmanna og fengið stuðningsyfirlýsingu frá 71 til viðbótar. Newt Gingrich hefur tryggt sér stuðning 132 kjörmanna og á líklega stuðning 33 vísan til viðbótar. En Ron Paul hefur aðeins tryggt sér 26 kjörmenn, þótt hann eigi líklega stuðning 52 vísan til viðbótar. „Ég held að það séu yfirgnæfandi líkur á því að Mitt Romney verði forsetaefni okkar,“ segir Mitch McConnell, leiðtogi minnihluta Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings. „Mér sýnist að við séum á lokasprettinum við að klára þetta val. Flestir þingmenn repúblikana í öldungadeildinni annað hvort styðja hann, eða eru á sama máli og ég um að nú sé kominn tími til að beina athygli okkar að kosningabaráttunni í haust og byrja að beina spjótum okkar að forseta Bandaríkjanna.“ Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Romney til þessa þótt líklegastur repúblikananna fjögurra til að vinna sigur á Barack Obama þegar kosningar verða haldnar í nóvember. Fylgi Obama hefur hins vegar aukist á síðustu dögum. Þá eru stuðningsmenn Obama strax byrjaðir að skjóta föstum skotum að Romney, meira en hálfu áru fyrir kosningar. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Afsögn formanns bæjarráðs Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Forkosningar Repúblikanaflokksins í Wisconsin þykja líklegar til að staðfesta nánast óyfirstíganlegt forskot Mitt Romneys á mótframbjóðendur hans. Santorum talinn kominn á lokasprettinum. Ron Paul heldur þó ótrauður áfram. „Sannleikurinn er sá, að ég er að bjarga Repúblikanaflokknum frá sjálfum sér því þeir vilja endalaus stríð,“ sagði Ron Paul, einn fjögurra repúblikana sem sækjast eftir því að verða forsetaefni flokksins. Nú þegar forkosningar flokksins eru að verða hálfnaðar þá virðist Paul eiga sáralitla möguleika á sigri. Hann ætlar þó ótrauður að halda áfram baráttunni og gagnrýnir mótframbjóðendur sína harðlega fyrir að ætla að halda áfram að ausa fé úr ríkissjóði til stríðsrekstrar í Afganistan og jafnvel víðar um heim. „Þetta er sóun, endalokin verða ekki góð, og ég held að repúblikanar hafi grafið sig niður í holu vegna þess að þeir eru að reyna að yfirkeyra forsetann með hernaði, segja að við eigum að gera meira af þessu. Samt segjast 75 prósent Bandaríkjamanna hafa fengið nóg af þessu,“ sagði Paul í sjónvarpsviðtali. Næstu forkosningar flokksins verða haldnar í Wisconsin, Washington-borg og Maryland í dag. Mestu munar þar um Wisconsin, þar sem 42 kjörmenn eru í boði. Mitt Romney er með yfirburðastöðu. Hann hefur þegar tryggt sér að minnsta kosti 453 kjörmenn af þeim 1.144 sem hann þarf til að verða fyrir valinu á landsfundi Repúblikanaflokksins í ágúst. Að auki hafa 110 kjörmenn lýst yfir stuðningi við hann, þótt þeir séu óbundnir þegar til atkvæðagreiðslu kemur. Rick Santorum hefur tryggt sér stuðning 193 kjörmanna og fengið stuðningsyfirlýsingu frá 71 til viðbótar. Newt Gingrich hefur tryggt sér stuðning 132 kjörmanna og á líklega stuðning 33 vísan til viðbótar. En Ron Paul hefur aðeins tryggt sér 26 kjörmenn, þótt hann eigi líklega stuðning 52 vísan til viðbótar. „Ég held að það séu yfirgnæfandi líkur á því að Mitt Romney verði forsetaefni okkar,“ segir Mitch McConnell, leiðtogi minnihluta Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings. „Mér sýnist að við séum á lokasprettinum við að klára þetta val. Flestir þingmenn repúblikana í öldungadeildinni annað hvort styðja hann, eða eru á sama máli og ég um að nú sé kominn tími til að beina athygli okkar að kosningabaráttunni í haust og byrja að beina spjótum okkar að forseta Bandaríkjanna.“ Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Romney til þessa þótt líklegastur repúblikananna fjögurra til að vinna sigur á Barack Obama þegar kosningar verða haldnar í nóvember. Fylgi Obama hefur hins vegar aukist á síðustu dögum. Þá eru stuðningsmenn Obama strax byrjaðir að skjóta föstum skotum að Romney, meira en hálfu áru fyrir kosningar. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Afsögn formanns bæjarráðs Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira