Fyrir fjölskylduna Björn Valur Gíslason skrifar 8. maí 2012 06:00 Á misjöfnu þrífast börnin best. Eða svo er sagt og í því sambandi oft vísað til þess að blessuð börnin hafi ekkert nema gott af því að upplifa misjafnar aðstæður og mótlæti til að geta notið lífsins betur á fullorðinsárum. Það er jafnvel stundum gefið í skyn í þessu samhengi að forsenda þess að geta liðið vel sé að hafa áður upplifað vansæld og vanlíðan. Ég veit sjálfur ekki til þess að nokkru barni hafi verið greiði gerður með því að búa við drykkjuskap, heimilisofbeldi og aðra óumflýjanlega fylgifiska alkóhólismans. Ég á erfitt með að trúa því að slík lífsreynsla hafi nokkru sinni aukið hamingju barns eða gert það færara til að takast á við lífið á fullorðinsárum. Þó eru það svo sannarlega góðar aðstæður sem ættu samkvæmt hinu gamla máltæki að vera börnum hollt og gott veganesti inn í lífið. Alkóhólisminn á það skylt með öðrum sjúkdómum að hafa mikil áhrif á fjölskyldu þess sjúka, börn ekki síður en fullorðna. Á vígvelli drykkjumannsins verða börnin oftast fyrst til að falla og það er þaðan sem mörg börn fara með opin og illa gróandi sár inn í framtíðina. Börn eru þeir aðstandendur alkóhólismans sem minnst mega sín og eiga erfiðast með að bera hönd fyrir höfuð sér. Þau þurfa því frekar en aðrir hjálp til að vinna úr meinum sínum sem oft eru ekki augljós fyrr en mörgum árum eftir að til þeirra er stofnað. Þar koma SÁÁ til sögunnar. Á vegum samtakanna hefur mörgum fjölskyldum verið hjálpað við að koma aftur undir sig fótunum og skapa sér nýtt líf eftir áralangan slag við alkóhólismann. SÁÁ er nú að leggja af stað í fjársöfnun með sölu á álfinum góða sem allir landsmenn þekkja. Söfnunarféð á að nota til að byggja nýja barna- og fjölskyldudeild og efla frekar en áður úrræði til hjálpar þeim sem hafa orðið fyrir barðinu á alkóhólismanum. Kaup á álfinum er því ekki aðeins stuðningur við gott málefni heldur beinn stuðningur við þau börn sem þurfa nauðsynlega hjálp samfélagsins eftir að hafa orðið undir í heimi hinna drukknu. Álfur í höndum nýs eiganda er yfirlýsing hans um að hann lætur sig varða okkar minnstu bræður og systur. Í orðsins fyllstu merkingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á misjöfnu þrífast börnin best. Eða svo er sagt og í því sambandi oft vísað til þess að blessuð börnin hafi ekkert nema gott af því að upplifa misjafnar aðstæður og mótlæti til að geta notið lífsins betur á fullorðinsárum. Það er jafnvel stundum gefið í skyn í þessu samhengi að forsenda þess að geta liðið vel sé að hafa áður upplifað vansæld og vanlíðan. Ég veit sjálfur ekki til þess að nokkru barni hafi verið greiði gerður með því að búa við drykkjuskap, heimilisofbeldi og aðra óumflýjanlega fylgifiska alkóhólismans. Ég á erfitt með að trúa því að slík lífsreynsla hafi nokkru sinni aukið hamingju barns eða gert það færara til að takast á við lífið á fullorðinsárum. Þó eru það svo sannarlega góðar aðstæður sem ættu samkvæmt hinu gamla máltæki að vera börnum hollt og gott veganesti inn í lífið. Alkóhólisminn á það skylt með öðrum sjúkdómum að hafa mikil áhrif á fjölskyldu þess sjúka, börn ekki síður en fullorðna. Á vígvelli drykkjumannsins verða börnin oftast fyrst til að falla og það er þaðan sem mörg börn fara með opin og illa gróandi sár inn í framtíðina. Börn eru þeir aðstandendur alkóhólismans sem minnst mega sín og eiga erfiðast með að bera hönd fyrir höfuð sér. Þau þurfa því frekar en aðrir hjálp til að vinna úr meinum sínum sem oft eru ekki augljós fyrr en mörgum árum eftir að til þeirra er stofnað. Þar koma SÁÁ til sögunnar. Á vegum samtakanna hefur mörgum fjölskyldum verið hjálpað við að koma aftur undir sig fótunum og skapa sér nýtt líf eftir áralangan slag við alkóhólismann. SÁÁ er nú að leggja af stað í fjársöfnun með sölu á álfinum góða sem allir landsmenn þekkja. Söfnunarféð á að nota til að byggja nýja barna- og fjölskyldudeild og efla frekar en áður úrræði til hjálpar þeim sem hafa orðið fyrir barðinu á alkóhólismanum. Kaup á álfinum er því ekki aðeins stuðningur við gott málefni heldur beinn stuðningur við þau börn sem þurfa nauðsynlega hjálp samfélagsins eftir að hafa orðið undir í heimi hinna drukknu. Álfur í höndum nýs eiganda er yfirlýsing hans um að hann lætur sig varða okkar minnstu bræður og systur. Í orðsins fyllstu merkingu.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar