Fyrir fjölskylduna Björn Valur Gíslason skrifar 8. maí 2012 06:00 Á misjöfnu þrífast börnin best. Eða svo er sagt og í því sambandi oft vísað til þess að blessuð börnin hafi ekkert nema gott af því að upplifa misjafnar aðstæður og mótlæti til að geta notið lífsins betur á fullorðinsárum. Það er jafnvel stundum gefið í skyn í þessu samhengi að forsenda þess að geta liðið vel sé að hafa áður upplifað vansæld og vanlíðan. Ég veit sjálfur ekki til þess að nokkru barni hafi verið greiði gerður með því að búa við drykkjuskap, heimilisofbeldi og aðra óumflýjanlega fylgifiska alkóhólismans. Ég á erfitt með að trúa því að slík lífsreynsla hafi nokkru sinni aukið hamingju barns eða gert það færara til að takast á við lífið á fullorðinsárum. Þó eru það svo sannarlega góðar aðstæður sem ættu samkvæmt hinu gamla máltæki að vera börnum hollt og gott veganesti inn í lífið. Alkóhólisminn á það skylt með öðrum sjúkdómum að hafa mikil áhrif á fjölskyldu þess sjúka, börn ekki síður en fullorðna. Á vígvelli drykkjumannsins verða börnin oftast fyrst til að falla og það er þaðan sem mörg börn fara með opin og illa gróandi sár inn í framtíðina. Börn eru þeir aðstandendur alkóhólismans sem minnst mega sín og eiga erfiðast með að bera hönd fyrir höfuð sér. Þau þurfa því frekar en aðrir hjálp til að vinna úr meinum sínum sem oft eru ekki augljós fyrr en mörgum árum eftir að til þeirra er stofnað. Þar koma SÁÁ til sögunnar. Á vegum samtakanna hefur mörgum fjölskyldum verið hjálpað við að koma aftur undir sig fótunum og skapa sér nýtt líf eftir áralangan slag við alkóhólismann. SÁÁ er nú að leggja af stað í fjársöfnun með sölu á álfinum góða sem allir landsmenn þekkja. Söfnunarféð á að nota til að byggja nýja barna- og fjölskyldudeild og efla frekar en áður úrræði til hjálpar þeim sem hafa orðið fyrir barðinu á alkóhólismanum. Kaup á álfinum er því ekki aðeins stuðningur við gott málefni heldur beinn stuðningur við þau börn sem þurfa nauðsynlega hjálp samfélagsins eftir að hafa orðið undir í heimi hinna drukknu. Álfur í höndum nýs eiganda er yfirlýsing hans um að hann lætur sig varða okkar minnstu bræður og systur. Í orðsins fyllstu merkingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Á misjöfnu þrífast börnin best. Eða svo er sagt og í því sambandi oft vísað til þess að blessuð börnin hafi ekkert nema gott af því að upplifa misjafnar aðstæður og mótlæti til að geta notið lífsins betur á fullorðinsárum. Það er jafnvel stundum gefið í skyn í þessu samhengi að forsenda þess að geta liðið vel sé að hafa áður upplifað vansæld og vanlíðan. Ég veit sjálfur ekki til þess að nokkru barni hafi verið greiði gerður með því að búa við drykkjuskap, heimilisofbeldi og aðra óumflýjanlega fylgifiska alkóhólismans. Ég á erfitt með að trúa því að slík lífsreynsla hafi nokkru sinni aukið hamingju barns eða gert það færara til að takast á við lífið á fullorðinsárum. Þó eru það svo sannarlega góðar aðstæður sem ættu samkvæmt hinu gamla máltæki að vera börnum hollt og gott veganesti inn í lífið. Alkóhólisminn á það skylt með öðrum sjúkdómum að hafa mikil áhrif á fjölskyldu þess sjúka, börn ekki síður en fullorðna. Á vígvelli drykkjumannsins verða börnin oftast fyrst til að falla og það er þaðan sem mörg börn fara með opin og illa gróandi sár inn í framtíðina. Börn eru þeir aðstandendur alkóhólismans sem minnst mega sín og eiga erfiðast með að bera hönd fyrir höfuð sér. Þau þurfa því frekar en aðrir hjálp til að vinna úr meinum sínum sem oft eru ekki augljós fyrr en mörgum árum eftir að til þeirra er stofnað. Þar koma SÁÁ til sögunnar. Á vegum samtakanna hefur mörgum fjölskyldum verið hjálpað við að koma aftur undir sig fótunum og skapa sér nýtt líf eftir áralangan slag við alkóhólismann. SÁÁ er nú að leggja af stað í fjársöfnun með sölu á álfinum góða sem allir landsmenn þekkja. Söfnunarféð á að nota til að byggja nýja barna- og fjölskyldudeild og efla frekar en áður úrræði til hjálpar þeim sem hafa orðið fyrir barðinu á alkóhólismanum. Kaup á álfinum er því ekki aðeins stuðningur við gott málefni heldur beinn stuðningur við þau börn sem þurfa nauðsynlega hjálp samfélagsins eftir að hafa orðið undir í heimi hinna drukknu. Álfur í höndum nýs eiganda er yfirlýsing hans um að hann lætur sig varða okkar minnstu bræður og systur. Í orðsins fyllstu merkingu.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar