Ríkisvæðing atvinnuleitenda Sigurjón Haraldsson skrifar 31. desember 2012 06:00 Í stefnuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur segir hún að engin ríkisstjórn í hinum vestræna heimi hafi náð viðlíka árangri og núverandi ríkisstjórn Íslands. Sennilega er þessi árangur helst mælanlegur í huga ríkisstjórnarinnar, því þessi árangur virðist ekki skila sér út í raunveruleikann. Flest hagkerfi reyna að hafa önnur hagkerfi, þar sem vel hefur gengið, sem fyrirmynd. Taka það besta úr öðrum hagkerfum og heimfæra yfir á eigið hagkerfi. En þetta virðist vera öfugsnúið hjá þessari ríkisstjórn, því hún telur sig hafa fundið upp hjólið, eða lausnina sem allir aðrir, allavega í hinum vestræna heimi, ættu að horfa upp til og nota. Við höfum mörg svona dæmi frá undanförnum áratugum og má þar t.d. nefna verðtryggingu lána, sem fyrirfinnst hvergi í hinum vestræna heimi, meðal almennings og heimila. Við vitum hvernig það hefur bætt kjör almennings á Íslandi, eða hitt þó heldur.Ekki varanleg lausn Það eru fleiri uppfinningar sem þessi ríkisstjórn hefur fundið upp á, sem aðrar þjóðir hafa annaðhvort gefist upp á eða hafa þótt svo vitlausar meðal hagfræðinga að engum hefur dottið í hug að setja þær í framkvæmd, nema þá helst íslensku ríkisstjórninni. Þar má nefna m.a. að auka hagvöxt með skattlagningu eða fækka atvinnulausum með því að færa þá milli tryggingakerfa eða annarra ríkisútgjalda. Það er rétt hjá Jóhönnu að engri ríkisstjórn í hinum vestræna heimi hefur tekist að fækka atvinnulausum án þess að fjölga störfum. Aðgerðir sem hafa miðað að því að fækka fólki af atvinnuleysisskrá með því að hafa ofan af því í einhverju öðru opinberu kerfi er ekki varanleg lausn. Það er vel hægt að fela staðreyndirnar í fjögur ár með þessari aðferð, en ekki til langtíma. Ef ekki verða til fleiri störf, þá mun fólki annaðhvort fækka í þjóðfélaginu, því þeir sem geta munu flytjast búferlum þangað sem vinnu er að hafa, eða lenda í gildru fátæktar og enda sem stuðningsþegar ríkisvaldsins. Að fjölga menntunarmöguleikum er ekki sama og að fjölga störfum. Ef menntunarúrræði er einungis til að hafa ofan af fyrir fólki, þá erum við bara að fresta vandanum um þrjú til fjögur ár. Ef við sköpum ekki umhverfi sem örvar atvinnustarfsemi í landinu samhliða auknum menntunarúrræðum, þá stöndum við í verri sporum eftir nokkur ár. Þó fækkað hafi á atvinnuleysisskrá þá stöndum við enn þá með fjölda atvinnuleitenda sem ríkisstjórnin hefur ekki fundið lausn fyrir. Þeir sem fara í nám eða lenda á félagsþjónustu sveitarfélaga eru stöðugt í atvinnuleit, þó þeir hafi tímabundin úrræði og teljist ekki atvinnulausir í merkingu laga um atvinnuleysisbætur.Kostnaðardrifin störf Hægri grænir hafa það á stefnuskrá sinni að lækka skatta og örva þannig hagkerfið en ekki með ofurskattlagningu eins og núverandi ríkisstjórn. Atvinnuleitendum verður ekki fækkað nema með fjölgun starfa. Ríkisstjórnin skapar ekki störf sem örva hagvöxt heldur einungis störf sem kostuð eru af opinberu fé og eru því kostnaðardrifin, en ekki tekjudrifin. Lækkun skatta leiðir af sér meiri afgang og hagnað innan hagkerfisins, meiri eftirspurn eftir vörum og þjónustu, sem skapar þann farveg sem þarf til að örva hagvöxt. Ef fólk og fyrirtæki hafa ekki tekjur, þá borgar það enga skatta og þar með er ekki hægt að halda úti t.d. velferðarþjónustu eða menntakerfi. Hækkun skatta, meðan hagkerfi er í lægð, veldur einungis því að gera ástandið enn verra. Það hækkar enginn vöruverð til að örva söluna. Skynsamlegast er að lækka ríkisútgjöld samhliða lækkun skatta með breyttri forgangsröðun og fækkun óþarfa útgjaldaliða og styrkingu innviða samfélagsins, sem skapa grundvöll og hvata til örvunar atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í stefnuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur segir hún að engin ríkisstjórn í hinum vestræna heimi hafi náð viðlíka árangri og núverandi ríkisstjórn Íslands. Sennilega er þessi árangur helst mælanlegur í huga ríkisstjórnarinnar, því þessi árangur virðist ekki skila sér út í raunveruleikann. Flest hagkerfi reyna að hafa önnur hagkerfi, þar sem vel hefur gengið, sem fyrirmynd. Taka það besta úr öðrum hagkerfum og heimfæra yfir á eigið hagkerfi. En þetta virðist vera öfugsnúið hjá þessari ríkisstjórn, því hún telur sig hafa fundið upp hjólið, eða lausnina sem allir aðrir, allavega í hinum vestræna heimi, ættu að horfa upp til og nota. Við höfum mörg svona dæmi frá undanförnum áratugum og má þar t.d. nefna verðtryggingu lána, sem fyrirfinnst hvergi í hinum vestræna heimi, meðal almennings og heimila. Við vitum hvernig það hefur bætt kjör almennings á Íslandi, eða hitt þó heldur.Ekki varanleg lausn Það eru fleiri uppfinningar sem þessi ríkisstjórn hefur fundið upp á, sem aðrar þjóðir hafa annaðhvort gefist upp á eða hafa þótt svo vitlausar meðal hagfræðinga að engum hefur dottið í hug að setja þær í framkvæmd, nema þá helst íslensku ríkisstjórninni. Þar má nefna m.a. að auka hagvöxt með skattlagningu eða fækka atvinnulausum með því að færa þá milli tryggingakerfa eða annarra ríkisútgjalda. Það er rétt hjá Jóhönnu að engri ríkisstjórn í hinum vestræna heimi hefur tekist að fækka atvinnulausum án þess að fjölga störfum. Aðgerðir sem hafa miðað að því að fækka fólki af atvinnuleysisskrá með því að hafa ofan af því í einhverju öðru opinberu kerfi er ekki varanleg lausn. Það er vel hægt að fela staðreyndirnar í fjögur ár með þessari aðferð, en ekki til langtíma. Ef ekki verða til fleiri störf, þá mun fólki annaðhvort fækka í þjóðfélaginu, því þeir sem geta munu flytjast búferlum þangað sem vinnu er að hafa, eða lenda í gildru fátæktar og enda sem stuðningsþegar ríkisvaldsins. Að fjölga menntunarmöguleikum er ekki sama og að fjölga störfum. Ef menntunarúrræði er einungis til að hafa ofan af fyrir fólki, þá erum við bara að fresta vandanum um þrjú til fjögur ár. Ef við sköpum ekki umhverfi sem örvar atvinnustarfsemi í landinu samhliða auknum menntunarúrræðum, þá stöndum við í verri sporum eftir nokkur ár. Þó fækkað hafi á atvinnuleysisskrá þá stöndum við enn þá með fjölda atvinnuleitenda sem ríkisstjórnin hefur ekki fundið lausn fyrir. Þeir sem fara í nám eða lenda á félagsþjónustu sveitarfélaga eru stöðugt í atvinnuleit, þó þeir hafi tímabundin úrræði og teljist ekki atvinnulausir í merkingu laga um atvinnuleysisbætur.Kostnaðardrifin störf Hægri grænir hafa það á stefnuskrá sinni að lækka skatta og örva þannig hagkerfið en ekki með ofurskattlagningu eins og núverandi ríkisstjórn. Atvinnuleitendum verður ekki fækkað nema með fjölgun starfa. Ríkisstjórnin skapar ekki störf sem örva hagvöxt heldur einungis störf sem kostuð eru af opinberu fé og eru því kostnaðardrifin, en ekki tekjudrifin. Lækkun skatta leiðir af sér meiri afgang og hagnað innan hagkerfisins, meiri eftirspurn eftir vörum og þjónustu, sem skapar þann farveg sem þarf til að örva hagvöxt. Ef fólk og fyrirtæki hafa ekki tekjur, þá borgar það enga skatta og þar með er ekki hægt að halda úti t.d. velferðarþjónustu eða menntakerfi. Hækkun skatta, meðan hagkerfi er í lægð, veldur einungis því að gera ástandið enn verra. Það hækkar enginn vöruverð til að örva söluna. Skynsamlegast er að lækka ríkisútgjöld samhliða lækkun skatta með breyttri forgangsröðun og fækkun óþarfa útgjaldaliða og styrkingu innviða samfélagsins, sem skapa grundvöll og hvata til örvunar atvinnulífsins.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun