Ríkisvæðing atvinnuleitenda Sigurjón Haraldsson skrifar 31. desember 2012 06:00 Í stefnuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur segir hún að engin ríkisstjórn í hinum vestræna heimi hafi náð viðlíka árangri og núverandi ríkisstjórn Íslands. Sennilega er þessi árangur helst mælanlegur í huga ríkisstjórnarinnar, því þessi árangur virðist ekki skila sér út í raunveruleikann. Flest hagkerfi reyna að hafa önnur hagkerfi, þar sem vel hefur gengið, sem fyrirmynd. Taka það besta úr öðrum hagkerfum og heimfæra yfir á eigið hagkerfi. En þetta virðist vera öfugsnúið hjá þessari ríkisstjórn, því hún telur sig hafa fundið upp hjólið, eða lausnina sem allir aðrir, allavega í hinum vestræna heimi, ættu að horfa upp til og nota. Við höfum mörg svona dæmi frá undanförnum áratugum og má þar t.d. nefna verðtryggingu lána, sem fyrirfinnst hvergi í hinum vestræna heimi, meðal almennings og heimila. Við vitum hvernig það hefur bætt kjör almennings á Íslandi, eða hitt þó heldur.Ekki varanleg lausn Það eru fleiri uppfinningar sem þessi ríkisstjórn hefur fundið upp á, sem aðrar þjóðir hafa annaðhvort gefist upp á eða hafa þótt svo vitlausar meðal hagfræðinga að engum hefur dottið í hug að setja þær í framkvæmd, nema þá helst íslensku ríkisstjórninni. Þar má nefna m.a. að auka hagvöxt með skattlagningu eða fækka atvinnulausum með því að færa þá milli tryggingakerfa eða annarra ríkisútgjalda. Það er rétt hjá Jóhönnu að engri ríkisstjórn í hinum vestræna heimi hefur tekist að fækka atvinnulausum án þess að fjölga störfum. Aðgerðir sem hafa miðað að því að fækka fólki af atvinnuleysisskrá með því að hafa ofan af því í einhverju öðru opinberu kerfi er ekki varanleg lausn. Það er vel hægt að fela staðreyndirnar í fjögur ár með þessari aðferð, en ekki til langtíma. Ef ekki verða til fleiri störf, þá mun fólki annaðhvort fækka í þjóðfélaginu, því þeir sem geta munu flytjast búferlum þangað sem vinnu er að hafa, eða lenda í gildru fátæktar og enda sem stuðningsþegar ríkisvaldsins. Að fjölga menntunarmöguleikum er ekki sama og að fjölga störfum. Ef menntunarúrræði er einungis til að hafa ofan af fyrir fólki, þá erum við bara að fresta vandanum um þrjú til fjögur ár. Ef við sköpum ekki umhverfi sem örvar atvinnustarfsemi í landinu samhliða auknum menntunarúrræðum, þá stöndum við í verri sporum eftir nokkur ár. Þó fækkað hafi á atvinnuleysisskrá þá stöndum við enn þá með fjölda atvinnuleitenda sem ríkisstjórnin hefur ekki fundið lausn fyrir. Þeir sem fara í nám eða lenda á félagsþjónustu sveitarfélaga eru stöðugt í atvinnuleit, þó þeir hafi tímabundin úrræði og teljist ekki atvinnulausir í merkingu laga um atvinnuleysisbætur.Kostnaðardrifin störf Hægri grænir hafa það á stefnuskrá sinni að lækka skatta og örva þannig hagkerfið en ekki með ofurskattlagningu eins og núverandi ríkisstjórn. Atvinnuleitendum verður ekki fækkað nema með fjölgun starfa. Ríkisstjórnin skapar ekki störf sem örva hagvöxt heldur einungis störf sem kostuð eru af opinberu fé og eru því kostnaðardrifin, en ekki tekjudrifin. Lækkun skatta leiðir af sér meiri afgang og hagnað innan hagkerfisins, meiri eftirspurn eftir vörum og þjónustu, sem skapar þann farveg sem þarf til að örva hagvöxt. Ef fólk og fyrirtæki hafa ekki tekjur, þá borgar það enga skatta og þar með er ekki hægt að halda úti t.d. velferðarþjónustu eða menntakerfi. Hækkun skatta, meðan hagkerfi er í lægð, veldur einungis því að gera ástandið enn verra. Það hækkar enginn vöruverð til að örva söluna. Skynsamlegast er að lækka ríkisútgjöld samhliða lækkun skatta með breyttri forgangsröðun og fækkun óþarfa útgjaldaliða og styrkingu innviða samfélagsins, sem skapa grundvöll og hvata til örvunar atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í stefnuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur segir hún að engin ríkisstjórn í hinum vestræna heimi hafi náð viðlíka árangri og núverandi ríkisstjórn Íslands. Sennilega er þessi árangur helst mælanlegur í huga ríkisstjórnarinnar, því þessi árangur virðist ekki skila sér út í raunveruleikann. Flest hagkerfi reyna að hafa önnur hagkerfi, þar sem vel hefur gengið, sem fyrirmynd. Taka það besta úr öðrum hagkerfum og heimfæra yfir á eigið hagkerfi. En þetta virðist vera öfugsnúið hjá þessari ríkisstjórn, því hún telur sig hafa fundið upp hjólið, eða lausnina sem allir aðrir, allavega í hinum vestræna heimi, ættu að horfa upp til og nota. Við höfum mörg svona dæmi frá undanförnum áratugum og má þar t.d. nefna verðtryggingu lána, sem fyrirfinnst hvergi í hinum vestræna heimi, meðal almennings og heimila. Við vitum hvernig það hefur bætt kjör almennings á Íslandi, eða hitt þó heldur.Ekki varanleg lausn Það eru fleiri uppfinningar sem þessi ríkisstjórn hefur fundið upp á, sem aðrar þjóðir hafa annaðhvort gefist upp á eða hafa þótt svo vitlausar meðal hagfræðinga að engum hefur dottið í hug að setja þær í framkvæmd, nema þá helst íslensku ríkisstjórninni. Þar má nefna m.a. að auka hagvöxt með skattlagningu eða fækka atvinnulausum með því að færa þá milli tryggingakerfa eða annarra ríkisútgjalda. Það er rétt hjá Jóhönnu að engri ríkisstjórn í hinum vestræna heimi hefur tekist að fækka atvinnulausum án þess að fjölga störfum. Aðgerðir sem hafa miðað að því að fækka fólki af atvinnuleysisskrá með því að hafa ofan af því í einhverju öðru opinberu kerfi er ekki varanleg lausn. Það er vel hægt að fela staðreyndirnar í fjögur ár með þessari aðferð, en ekki til langtíma. Ef ekki verða til fleiri störf, þá mun fólki annaðhvort fækka í þjóðfélaginu, því þeir sem geta munu flytjast búferlum þangað sem vinnu er að hafa, eða lenda í gildru fátæktar og enda sem stuðningsþegar ríkisvaldsins. Að fjölga menntunarmöguleikum er ekki sama og að fjölga störfum. Ef menntunarúrræði er einungis til að hafa ofan af fyrir fólki, þá erum við bara að fresta vandanum um þrjú til fjögur ár. Ef við sköpum ekki umhverfi sem örvar atvinnustarfsemi í landinu samhliða auknum menntunarúrræðum, þá stöndum við í verri sporum eftir nokkur ár. Þó fækkað hafi á atvinnuleysisskrá þá stöndum við enn þá með fjölda atvinnuleitenda sem ríkisstjórnin hefur ekki fundið lausn fyrir. Þeir sem fara í nám eða lenda á félagsþjónustu sveitarfélaga eru stöðugt í atvinnuleit, þó þeir hafi tímabundin úrræði og teljist ekki atvinnulausir í merkingu laga um atvinnuleysisbætur.Kostnaðardrifin störf Hægri grænir hafa það á stefnuskrá sinni að lækka skatta og örva þannig hagkerfið en ekki með ofurskattlagningu eins og núverandi ríkisstjórn. Atvinnuleitendum verður ekki fækkað nema með fjölgun starfa. Ríkisstjórnin skapar ekki störf sem örva hagvöxt heldur einungis störf sem kostuð eru af opinberu fé og eru því kostnaðardrifin, en ekki tekjudrifin. Lækkun skatta leiðir af sér meiri afgang og hagnað innan hagkerfisins, meiri eftirspurn eftir vörum og þjónustu, sem skapar þann farveg sem þarf til að örva hagvöxt. Ef fólk og fyrirtæki hafa ekki tekjur, þá borgar það enga skatta og þar með er ekki hægt að halda úti t.d. velferðarþjónustu eða menntakerfi. Hækkun skatta, meðan hagkerfi er í lægð, veldur einungis því að gera ástandið enn verra. Það hækkar enginn vöruverð til að örva söluna. Skynsamlegast er að lækka ríkisútgjöld samhliða lækkun skatta með breyttri forgangsröðun og fækkun óþarfa útgjaldaliða og styrkingu innviða samfélagsins, sem skapa grundvöll og hvata til örvunar atvinnulífsins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun