
Ríkisvæðing atvinnuleitenda
Ekki varanleg lausn
Það eru fleiri uppfinningar sem þessi ríkisstjórn hefur fundið upp á, sem aðrar þjóðir hafa annaðhvort gefist upp á eða hafa þótt svo vitlausar meðal hagfræðinga að engum hefur dottið í hug að setja þær í framkvæmd, nema þá helst íslensku ríkisstjórninni. Þar má nefna m.a. að auka hagvöxt með skattlagningu eða fækka atvinnulausum með því að færa þá milli tryggingakerfa eða annarra ríkisútgjalda. Það er rétt hjá Jóhönnu að engri ríkisstjórn í hinum vestræna heimi hefur tekist að fækka atvinnulausum án þess að fjölga störfum.
Aðgerðir sem hafa miðað að því að fækka fólki af atvinnuleysisskrá með því að hafa ofan af því í einhverju öðru opinberu kerfi er ekki varanleg lausn. Það er vel hægt að fela staðreyndirnar í fjögur ár með þessari aðferð, en ekki til langtíma. Ef ekki verða til fleiri störf, þá mun fólki annaðhvort fækka í þjóðfélaginu, því þeir sem geta munu flytjast búferlum þangað sem vinnu er að hafa, eða lenda í gildru fátæktar og enda sem stuðningsþegar ríkisvaldsins. Að fjölga menntunarmöguleikum er ekki sama og að fjölga störfum. Ef menntunarúrræði er einungis til að hafa ofan af fyrir fólki, þá erum við bara að fresta vandanum um þrjú til fjögur ár. Ef við sköpum ekki umhverfi sem örvar atvinnustarfsemi í landinu samhliða auknum menntunarúrræðum, þá stöndum við í verri sporum eftir nokkur ár.
Þó fækkað hafi á atvinnuleysisskrá þá stöndum við enn þá með fjölda atvinnuleitenda sem ríkisstjórnin hefur ekki fundið lausn fyrir. Þeir sem fara í nám eða lenda á félagsþjónustu sveitarfélaga eru stöðugt í atvinnuleit, þó þeir hafi tímabundin úrræði og teljist ekki atvinnulausir í merkingu laga um atvinnuleysisbætur.
Kostnaðardrifin störf
Hægri grænir hafa það á stefnuskrá sinni að lækka skatta og örva þannig hagkerfið en ekki með ofurskattlagningu eins og núverandi ríkisstjórn. Atvinnuleitendum verður ekki fækkað nema með fjölgun starfa. Ríkisstjórnin skapar ekki störf sem örva hagvöxt heldur einungis störf sem kostuð eru af opinberu fé og eru því kostnaðardrifin, en ekki tekjudrifin. Lækkun skatta leiðir af sér meiri afgang og hagnað innan hagkerfisins, meiri eftirspurn eftir vörum og þjónustu, sem skapar þann farveg sem þarf til að örva hagvöxt. Ef fólk og fyrirtæki hafa ekki tekjur, þá borgar það enga skatta og þar með er ekki hægt að halda úti t.d. velferðarþjónustu eða menntakerfi. Hækkun skatta, meðan hagkerfi er í lægð, veldur einungis því að gera ástandið enn verra. Það hækkar enginn vöruverð til að örva söluna. Skynsamlegast er að lækka ríkisútgjöld samhliða lækkun skatta með breyttri forgangsröðun og fækkun óþarfa útgjaldaliða og styrkingu innviða samfélagsins, sem skapa grundvöll og hvata til örvunar atvinnulífsins.
Skoðun

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Þrengt að þjóðarleikvanginum
Þorvaldur Örlygsson skrifar

Ert þú drusla?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar

Klaufaskapur og reynsluleysi?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Fjárhagslegt virði vörumerkja
Elías Larsen skrifar

Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

Þið voruð í partýinu líka!
Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar

Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi?
Helen Ólafsdóttir skrifar

Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna
Viðar Hreinsson skrifar

Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu
Abdullah Shihab Wahid skrifar

Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki
Mouna Nasr skrifar

Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar