Enski boltinn

Chelsea að landa Oscari

Chelsea er að hafa betur í baráttunni við Tottenham um þjónustu brasilíska undrabarnsins Oscar. Chelsea er til í að greiða 20 milljónir punda fyrir hann en Spurs bauð 15.

Chelsea er í viðræðum við leikmanninn sem stendur og þokast vel eftir því sem fram kemur í fjölmiðlum.

Oscar leikur með Internacional og er talinn vera einn efnilegasti leikmaður Suður-Ameríku.

Þessi tvítugi leikmaður er þegar farinn að spila með landsliðinu og hefur leikið sex leiki fyrir brasilíska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×