Villas-Boas: Lærði af mistökum mínum hjá Chelsea Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júlí 2012 22:45 Nordicphotos/Getty André Villas-Boas ræddi í fyrsta skipti við breska blaðamenn í dag eftir að hafa tekið við starfi knattspyrnustjóra enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham Hotspur. Villas-Boas, sem er aðeins 34 ára, tók við liði Chelsea síðastliðið sumar eftir að hafa náð frábærum árangri með Porto í heimalandi sínu, Portúgal. Árangur Chelsea undir stjórn Villas-Boas var ekki nógu góður að mati eigandans Roman Abramovich. Portúgalinn var því látinn taka poka sinn en ráðning hans hafði verið kynnt sem ráðning til framtíðar. Þrátt fyrir að hafa verið rekinn eftir innan við ár í starfi vildi Villas-Boas ekki viðurkenna að um klúður hafi verið af hans hálfu. „Ég ber ekki einn ábyrgð á klúðrinu. Því er ég ekki sammála," svaraði Villas Boas spurningu blaðamanns í dag. Portúgalinn mátti sjá eftirmann sinn, Roberto Di Matteo, stýra Chelsea til sigurs í enska bikarnum og Meistaradeild Evrópu. „Það má ekki gleyma því að leikmannahópurinn var myndaður með framtíðina í hug. Eigandinn, sem tók ákvörðunina (um að reka mig) sem ég virði þó svo að ég hafi ekki verið henni sammála, sagði upp samningnum." „Þetta er aldrei eins manns klúður, ég get ekki verið sammála því. Ég gerði mistök sem ég hef lært af en ákvörðunin um að binda endi á verkefnið var ekki mín. Hún kom frá eiganda Chelsea," sagði Villas-Boas. Portúgalinn segist ætla að byggja á því góða starfi sem Harry Redknapp hefur skilað hjá Tottenham undanfarin ár. „Að skilja við það sem Harry lætur eftir sig væru mistök. Ég reyni að byggja á því og nýta til þess að skila bikurum í hús hjá Tottenham," sagði Villas-Boas sem fengið hefur til liðs við sig belgíska miðvörðinn Jan Vertonghen auk Gylfa Þórs Sigurðssonar. Óvissa ríkir um framtíð króatíska miðjumannsins Luka Modric. Villas-Boas hrósaði Modric í hástert en Króatinn er þrálátlega orðaður við brottför frá félaginu. Real Madrid þykir líklegur áfangastaður kappans. „Það er í höndum stjórnarformannsins að ákveða hver besta lausnin fyrir félagið sé," sagði Villas-Boas varðandi Modric. Tengdar fréttir Freund verður aðstoðarmaður Villas-Boas Portúgalinn Andre Villas-Boas, stjóri Spurs, er búinn að finna sér aðstoðarmann en hann hefur ráðið Þjóðverjann Steffen Freund sem sinn aðstoðarmann. 11. júlí 2012 20:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Sjá meira
André Villas-Boas ræddi í fyrsta skipti við breska blaðamenn í dag eftir að hafa tekið við starfi knattspyrnustjóra enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham Hotspur. Villas-Boas, sem er aðeins 34 ára, tók við liði Chelsea síðastliðið sumar eftir að hafa náð frábærum árangri með Porto í heimalandi sínu, Portúgal. Árangur Chelsea undir stjórn Villas-Boas var ekki nógu góður að mati eigandans Roman Abramovich. Portúgalinn var því látinn taka poka sinn en ráðning hans hafði verið kynnt sem ráðning til framtíðar. Þrátt fyrir að hafa verið rekinn eftir innan við ár í starfi vildi Villas-Boas ekki viðurkenna að um klúður hafi verið af hans hálfu. „Ég ber ekki einn ábyrgð á klúðrinu. Því er ég ekki sammála," svaraði Villas Boas spurningu blaðamanns í dag. Portúgalinn mátti sjá eftirmann sinn, Roberto Di Matteo, stýra Chelsea til sigurs í enska bikarnum og Meistaradeild Evrópu. „Það má ekki gleyma því að leikmannahópurinn var myndaður með framtíðina í hug. Eigandinn, sem tók ákvörðunina (um að reka mig) sem ég virði þó svo að ég hafi ekki verið henni sammála, sagði upp samningnum." „Þetta er aldrei eins manns klúður, ég get ekki verið sammála því. Ég gerði mistök sem ég hef lært af en ákvörðunin um að binda endi á verkefnið var ekki mín. Hún kom frá eiganda Chelsea," sagði Villas-Boas. Portúgalinn segist ætla að byggja á því góða starfi sem Harry Redknapp hefur skilað hjá Tottenham undanfarin ár. „Að skilja við það sem Harry lætur eftir sig væru mistök. Ég reyni að byggja á því og nýta til þess að skila bikurum í hús hjá Tottenham," sagði Villas-Boas sem fengið hefur til liðs við sig belgíska miðvörðinn Jan Vertonghen auk Gylfa Þórs Sigurðssonar. Óvissa ríkir um framtíð króatíska miðjumannsins Luka Modric. Villas-Boas hrósaði Modric í hástert en Króatinn er þrálátlega orðaður við brottför frá félaginu. Real Madrid þykir líklegur áfangastaður kappans. „Það er í höndum stjórnarformannsins að ákveða hver besta lausnin fyrir félagið sé," sagði Villas-Boas varðandi Modric.
Tengdar fréttir Freund verður aðstoðarmaður Villas-Boas Portúgalinn Andre Villas-Boas, stjóri Spurs, er búinn að finna sér aðstoðarmann en hann hefur ráðið Þjóðverjann Steffen Freund sem sinn aðstoðarmann. 11. júlí 2012 20:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Sjá meira
Freund verður aðstoðarmaður Villas-Boas Portúgalinn Andre Villas-Boas, stjóri Spurs, er búinn að finna sér aðstoðarmann en hann hefur ráðið Þjóðverjann Steffen Freund sem sinn aðstoðarmann. 11. júlí 2012 20:30