Þvottastöðvar knúnar fótafli viðskiptavina 2. júlí 2012 06:00 Umkringd sokkum Marc O’Brien stendur hér í miðju og ræðir við félaga sína á Hjartatorginu í síðustu viku. Það er ekki annað að sjá en fjölmargir sokkar hafi skilað sér.Fréttablaðið/anton Ef hugmyndir átta bandarískra listhönnuða ganga eftir verður ekki langt í að þvottastöðvar, sem í leiðinni verða hálfgerðar félagsmiðstöðvar, skjóti upp kollinum víða um land. Hugmyndin fæddist eftir átta daga hjólreiðaferð áttmenninganna frá Höfn til Reykjavíkur sem lauk síðastliðinn sunnudag. Ferðalagið er liður í verkefni bandarísku listasmiðjunnar Future sem hefur það að markmiði að nýta listhönnun til að vinna að jákvæðum breytingum í samfélaginu en einnig kemur bílaleigan Kúkú Campers að verkefninu. Í síðustu viku stóð hópurinn fyrir sérstæðum fundi á Hjartatorginu til að leita ráða og betrumbæta hugmyndina. Til hans var efnt með þeim hætti að hópurinn gaf ferðamönnum sem áttu leið um miðbæ Reykjavíkur stakan sokk en sá sem hann fékk varð síðan að mæta á Hjartatorgið til að finna hinn sokkinn sem passar við. Þegar þangað var komið voru ferðamenn spurðir spjörunum úr og þannig reynt að nýta reynslu þeirra af Íslandi til að betrumbæta hugmyndirnar. Marc O?Brien, sem hefur forgöngu fyrir hópnum, segist vonast til að fá til fundarins landeigendur og fólk úr fasteignageiranum sem hugsanlega geti lagt þeim lið með því að finna þessum þvottastöðvum stað. Þeir þurfa þó ekki að koma með sokk, segir hann kankvís. En hvernig kom þetta til? ?Þegar við vorum komin í höfuðborgina var fatnaður okkar orðinn illa lyktandi enda eru engar þvottastöðvar á leiðinni,? segir hann. ?Okkur fannst líka að ferðamenn héldu mikið til hver í sínu horni. Svo vitum við öll að fæstir hafa gaman af fataþvotti. Hugmyndin byggir á því að bæta úr öllu þessu. Fyrir framan sjálfa þvottastöðina verður afdrep þar sem ferðamenn og aðrir geta hist, fengið sér jafnvel léttar veitingar, deilt reynslu sinni með öðrum ferðalöngum og jafnvel hlýtt á tónlist. Þvottavélin sjálf yrði síðan í húsbíl frá Kúkú Campers en hún verður ekki knúin með rafmagni heldur með tveimur reiðhjólum. Svo getur fólk spjallað meðan það hjólar þvottinn hreinan.? O?Brien segist vonast til þess að Íslendingar taki þessum hugmyndum vel og sé tilbúið að vinna að þeim. Hópurinn fer reyndar fljótlega af landi brott en hann segist vel geta komið hér aftur fljótlega sé krafta hans þörf við að ýta þessu úr vör. jse@frettabladid.is Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Ef hugmyndir átta bandarískra listhönnuða ganga eftir verður ekki langt í að þvottastöðvar, sem í leiðinni verða hálfgerðar félagsmiðstöðvar, skjóti upp kollinum víða um land. Hugmyndin fæddist eftir átta daga hjólreiðaferð áttmenninganna frá Höfn til Reykjavíkur sem lauk síðastliðinn sunnudag. Ferðalagið er liður í verkefni bandarísku listasmiðjunnar Future sem hefur það að markmiði að nýta listhönnun til að vinna að jákvæðum breytingum í samfélaginu en einnig kemur bílaleigan Kúkú Campers að verkefninu. Í síðustu viku stóð hópurinn fyrir sérstæðum fundi á Hjartatorginu til að leita ráða og betrumbæta hugmyndina. Til hans var efnt með þeim hætti að hópurinn gaf ferðamönnum sem áttu leið um miðbæ Reykjavíkur stakan sokk en sá sem hann fékk varð síðan að mæta á Hjartatorgið til að finna hinn sokkinn sem passar við. Þegar þangað var komið voru ferðamenn spurðir spjörunum úr og þannig reynt að nýta reynslu þeirra af Íslandi til að betrumbæta hugmyndirnar. Marc O?Brien, sem hefur forgöngu fyrir hópnum, segist vonast til að fá til fundarins landeigendur og fólk úr fasteignageiranum sem hugsanlega geti lagt þeim lið með því að finna þessum þvottastöðvum stað. Þeir þurfa þó ekki að koma með sokk, segir hann kankvís. En hvernig kom þetta til? ?Þegar við vorum komin í höfuðborgina var fatnaður okkar orðinn illa lyktandi enda eru engar þvottastöðvar á leiðinni,? segir hann. ?Okkur fannst líka að ferðamenn héldu mikið til hver í sínu horni. Svo vitum við öll að fæstir hafa gaman af fataþvotti. Hugmyndin byggir á því að bæta úr öllu þessu. Fyrir framan sjálfa þvottastöðina verður afdrep þar sem ferðamenn og aðrir geta hist, fengið sér jafnvel léttar veitingar, deilt reynslu sinni með öðrum ferðalöngum og jafnvel hlýtt á tónlist. Þvottavélin sjálf yrði síðan í húsbíl frá Kúkú Campers en hún verður ekki knúin með rafmagni heldur með tveimur reiðhjólum. Svo getur fólk spjallað meðan það hjólar þvottinn hreinan.? O?Brien segist vonast til þess að Íslendingar taki þessum hugmyndum vel og sé tilbúið að vinna að þeim. Hópurinn fer reyndar fljótlega af landi brott en hann segist vel geta komið hér aftur fljótlega sé krafta hans þörf við að ýta þessu úr vör. jse@frettabladid.is
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira