Erlent

Tom Cruise niðurbrotinn maður

Parið prýðir forsíðu tímaritsins í dag.
Parið prýðir forsíðu tímaritsins í dag.
Fjölmiðlar um allan heim halda áfram að fjalla um skilnað Tom Cruise og Katie Holmes.

Parið prýðir forsíðu People tímaritsins í dag og segir meðal annars í grein blaðsins að Cruise sé niðurbrotinn maður og hafi ekki búist við skilnaðinum. „Hann er vanur að vera við stjórn," segja heimildarmenn við blaðið.

Katie sótti um skilnað í New York 29. júní eftir fimm ára hjónaband. Hún sótti einnig um fullt forræði yfir 6 ára dóttur þeirra Suri Cruise.

Heimildarmaður segir við People blaðið að Katie sé viljasterk kona sem taki eigin ákvarðanir. Og þegar hún hefur tekið ákvörðun sé henni ekki aftursnúið. Talið er að ákvörðun Katie tengist Vísindakirkjunni en hún hefur haldið því fram að fulltrúar kirkjunnar elti sig á röndum.

Tom er staddur á landinu við tökur á myndinni Oblivion.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×