Erlent

Romney vill afnema "Obamacare"

Mitt Romney hefur gagnrýnt niðurstöðu hæstaréttar um ný lög um heilsutryggingar. Hann sver þess eið að ef hann nái kjöri verði hans fyrsta verkefni að afnema lögin. Hann segir þau ekki standast bandaríska stjórnarskrá og að með komu „Obamacare" munu margir Bandaríkjamenn bera skaða af.

Samkvæmt lögunum þurfa allir íbúar landsins að kaupa sér persónulega heilsutryggingu eða borga sekt.

Romney bendir á að með nýjum lögum muni skattar Bandaríkjamanna hækka um 500 miljarða dali sem nemur rúmlega 60 þúsund miljörðum króna.

Obama segir það órökrétt að í ríkasta landi í heimi geti slys eða spítalainnlögn valdið fjölskyldum fjárhagslegu hruni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×