Veiðimenn vilja dauð lömb burt úr Elliðaey GAR skrifar 12. október 2012 00:00 Eggjatöku- og fuglaveiðimenn óttast smithættu af fjölda lambshræja í Elliðaey og vilja að Vestmannaeyjabær þrýsti á eiganda fjár í eynni að hreinsa hana af hræjunum. Mynd/Óskar P. Friðriksson "Það blöstu bara við dauðar rollur um allt," segir Ívar Atlason, formaður Veiðifélags Elliðaeyjar, um aðkomuna í eyna um miðjan september. Ívar kveðst hafa farið við annan mann í Elliðaey að ganga frá húsi veiðifélagsins fyrir veturinn. "Ég tók eftir því þegar við komum út í eyju að það var óvenju mikið af hröfnum og vargfugli. Þegar ofar kom í eyna fóru að blasa við dauðar rollur og þeim fór fjölgandi," segir Ívar, sem kveðst hafa gefið sér tíma til að skoða hluta af eynni og talið 32 hræ. Aðrir sem farið hafi út í Elliðaey um síðustu mánaðamót hafi talið um fjörutíu dauð lömb. Vestmannaeyjabær er eigandi Elliðaeyjar og leigir nytjar hennar út. Veiðifélagið er með nytjaréttinn á fugli og eggjum. Ívar mætti á fund umhverfis- og skipulagsnefndar bæjarins á þriðjudag. "Við viljum að bærinn hafi samband við þennan fjárbónda og að hann hreinsi eyna og sé ekki með dauðar rollur út um allt. Þetta hefur ekkert verið rannsakað og það veit enginn úr hverju þær drápust. Maður veit ekki hvort í þessu eru sjúkdómar sem fuglar gætu borið á milli í aðrar rollur eða kannski í mannfólkið," segir Ívar.Gunnar ÁrnasonUmhverfisnefndin ákvað fyrir sitt leyti að kalla fjáreigandann, Gunnar Árnason í Lukku, á sinn fund til að fá skýringar. Gunnar segir við Fréttablaðið að skýringin sé aðeins ein. "Þetta er bara bráðapest og er alþekkt fyrirbæri. Við höfum lent í þessu áður. Þetta kemur fyrir lömb ef þau eru stór á haustin og ekki næst í þau til að sprauta þau,“ segir fjárbóndinn, sem kveður lömbin þó hafa verið bólusett. Of langur tími virðist þó hafa liðið frá bólusetningunni fram á haustið. Hann segir tjón sitt fyrst og fremst vera tilfinningalegt. "Það er sárt að missa lömbin svona.“ Að sögn Gunnars voru kindurnar í Elliðaey á annað hundrað talsins í sumar. Þegar hafi verið náð í það fé úr eynni sem eigi að fara í land. Þó sé eftir að ganga frá hræjunum. "Þeim verður hent fram af. Það er ekkert við þau að gera,“ segir hann. Ekki sé ljóst hvenær það verði gert. "Við búum við þannig aðstæður að það er oft ekki fært í eyjarnar langtímum saman. Við skulum láta tímann leiða þetta í ljós.“ Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
"Það blöstu bara við dauðar rollur um allt," segir Ívar Atlason, formaður Veiðifélags Elliðaeyjar, um aðkomuna í eyna um miðjan september. Ívar kveðst hafa farið við annan mann í Elliðaey að ganga frá húsi veiðifélagsins fyrir veturinn. "Ég tók eftir því þegar við komum út í eyju að það var óvenju mikið af hröfnum og vargfugli. Þegar ofar kom í eyna fóru að blasa við dauðar rollur og þeim fór fjölgandi," segir Ívar, sem kveðst hafa gefið sér tíma til að skoða hluta af eynni og talið 32 hræ. Aðrir sem farið hafi út í Elliðaey um síðustu mánaðamót hafi talið um fjörutíu dauð lömb. Vestmannaeyjabær er eigandi Elliðaeyjar og leigir nytjar hennar út. Veiðifélagið er með nytjaréttinn á fugli og eggjum. Ívar mætti á fund umhverfis- og skipulagsnefndar bæjarins á þriðjudag. "Við viljum að bærinn hafi samband við þennan fjárbónda og að hann hreinsi eyna og sé ekki með dauðar rollur út um allt. Þetta hefur ekkert verið rannsakað og það veit enginn úr hverju þær drápust. Maður veit ekki hvort í þessu eru sjúkdómar sem fuglar gætu borið á milli í aðrar rollur eða kannski í mannfólkið," segir Ívar.Gunnar ÁrnasonUmhverfisnefndin ákvað fyrir sitt leyti að kalla fjáreigandann, Gunnar Árnason í Lukku, á sinn fund til að fá skýringar. Gunnar segir við Fréttablaðið að skýringin sé aðeins ein. "Þetta er bara bráðapest og er alþekkt fyrirbæri. Við höfum lent í þessu áður. Þetta kemur fyrir lömb ef þau eru stór á haustin og ekki næst í þau til að sprauta þau,“ segir fjárbóndinn, sem kveður lömbin þó hafa verið bólusett. Of langur tími virðist þó hafa liðið frá bólusetningunni fram á haustið. Hann segir tjón sitt fyrst og fremst vera tilfinningalegt. "Það er sárt að missa lömbin svona.“ Að sögn Gunnars voru kindurnar í Elliðaey á annað hundrað talsins í sumar. Þegar hafi verið náð í það fé úr eynni sem eigi að fara í land. Þó sé eftir að ganga frá hræjunum. "Þeim verður hent fram af. Það er ekkert við þau að gera,“ segir hann. Ekki sé ljóst hvenær það verði gert. "Við búum við þannig aðstæður að það er oft ekki fært í eyjarnar langtímum saman. Við skulum láta tímann leiða þetta í ljós.“
Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira