„Skelfileg niðurstaða“ í dómsmáli BBI skrifar 12. október 2012 18:52 Mynd úr safni. Mynd/Stefán Karlsson Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir nýuppkveðinn dóm yfir manni sem réðist á lögreglumenn við störf vera vonbrigði. Maðurinn fékk átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á tvo lögreglumenn í fangageymslu lögreglustöðvar. Maðurinn var með óspektir á veitingastað nokkrum og var í kjölfarið handtekinn. Þegar í fangageymsluna var komið snerist hann gegn lögreglumönnum, greiddi einum þeirra bylmingshögg í andlitið og skallaði hann þvínæst í höfuðið. Að lokum rak hann hnéð tvisvar af afli í andlit lögreglumannsins sem nefbrotnaði við árásina. En árásarmaðurinn lét ekki þar við sitja og sneri sér að næsta lögreglumanni, þreif um hálsmál hans og þrengdi að áður en hann kýldi hann í andlitið. Fyrir þetta fékk hann 8 mánaða fangelsi skilorðsbundið í Héraðsdómi Reykjaness í dag, sem þýðir að hann þarf ekkert að sitja inni. Það finnst Snorra mikil vonbrigði. „Þetta er sá raunveruleiki sem lögreglumenn þurfa að búa við í störfum sínum," segir Snorri og telur niðurstöður mála í svona málum alltof oft með þessum „skelfilega hætti". „Þegar verið er að ráðast á lögreglumenn er ekki verið að ráðast á persónuna sem slíka heldur er verið að ráðast á þá þjóðfélagsmynd sem við höfum byggt okkur hér upp," segir hann enda eru lögreglumenn þeir sem framfylgja reglum í þjóðfélaginu og hafa valdbeitingarheimildir. Snorri kom í viðtal í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis en þar þótti mönnum fróðlegt að bera dóminn sem hér ræðir saman við dóm sem féll nýlega þar sem maður hafði hrækt á skikkju dómara og hlotið fyrir það sex mánaða fangelsi óskilorðsbundið. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir nýuppkveðinn dóm yfir manni sem réðist á lögreglumenn við störf vera vonbrigði. Maðurinn fékk átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á tvo lögreglumenn í fangageymslu lögreglustöðvar. Maðurinn var með óspektir á veitingastað nokkrum og var í kjölfarið handtekinn. Þegar í fangageymsluna var komið snerist hann gegn lögreglumönnum, greiddi einum þeirra bylmingshögg í andlitið og skallaði hann þvínæst í höfuðið. Að lokum rak hann hnéð tvisvar af afli í andlit lögreglumannsins sem nefbrotnaði við árásina. En árásarmaðurinn lét ekki þar við sitja og sneri sér að næsta lögreglumanni, þreif um hálsmál hans og þrengdi að áður en hann kýldi hann í andlitið. Fyrir þetta fékk hann 8 mánaða fangelsi skilorðsbundið í Héraðsdómi Reykjaness í dag, sem þýðir að hann þarf ekkert að sitja inni. Það finnst Snorra mikil vonbrigði. „Þetta er sá raunveruleiki sem lögreglumenn þurfa að búa við í störfum sínum," segir Snorri og telur niðurstöður mála í svona málum alltof oft með þessum „skelfilega hætti". „Þegar verið er að ráðast á lögreglumenn er ekki verið að ráðast á persónuna sem slíka heldur er verið að ráðast á þá þjóðfélagsmynd sem við höfum byggt okkur hér upp," segir hann enda eru lögreglumenn þeir sem framfylgja reglum í þjóðfélaginu og hafa valdbeitingarheimildir. Snorri kom í viðtal í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis en þar þótti mönnum fróðlegt að bera dóminn sem hér ræðir saman við dóm sem féll nýlega þar sem maður hafði hrækt á skikkju dómara og hlotið fyrir það sex mánaða fangelsi óskilorðsbundið.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira