„Skelfileg niðurstaða“ í dómsmáli BBI skrifar 12. október 2012 18:52 Mynd úr safni. Mynd/Stefán Karlsson Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir nýuppkveðinn dóm yfir manni sem réðist á lögreglumenn við störf vera vonbrigði. Maðurinn fékk átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á tvo lögreglumenn í fangageymslu lögreglustöðvar. Maðurinn var með óspektir á veitingastað nokkrum og var í kjölfarið handtekinn. Þegar í fangageymsluna var komið snerist hann gegn lögreglumönnum, greiddi einum þeirra bylmingshögg í andlitið og skallaði hann þvínæst í höfuðið. Að lokum rak hann hnéð tvisvar af afli í andlit lögreglumannsins sem nefbrotnaði við árásina. En árásarmaðurinn lét ekki þar við sitja og sneri sér að næsta lögreglumanni, þreif um hálsmál hans og þrengdi að áður en hann kýldi hann í andlitið. Fyrir þetta fékk hann 8 mánaða fangelsi skilorðsbundið í Héraðsdómi Reykjaness í dag, sem þýðir að hann þarf ekkert að sitja inni. Það finnst Snorra mikil vonbrigði. „Þetta er sá raunveruleiki sem lögreglumenn þurfa að búa við í störfum sínum," segir Snorri og telur niðurstöður mála í svona málum alltof oft með þessum „skelfilega hætti". „Þegar verið er að ráðast á lögreglumenn er ekki verið að ráðast á persónuna sem slíka heldur er verið að ráðast á þá þjóðfélagsmynd sem við höfum byggt okkur hér upp," segir hann enda eru lögreglumenn þeir sem framfylgja reglum í þjóðfélaginu og hafa valdbeitingarheimildir. Snorri kom í viðtal í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis en þar þótti mönnum fróðlegt að bera dóminn sem hér ræðir saman við dóm sem féll nýlega þar sem maður hafði hrækt á skikkju dómara og hlotið fyrir það sex mánaða fangelsi óskilorðsbundið. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir nýuppkveðinn dóm yfir manni sem réðist á lögreglumenn við störf vera vonbrigði. Maðurinn fékk átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á tvo lögreglumenn í fangageymslu lögreglustöðvar. Maðurinn var með óspektir á veitingastað nokkrum og var í kjölfarið handtekinn. Þegar í fangageymsluna var komið snerist hann gegn lögreglumönnum, greiddi einum þeirra bylmingshögg í andlitið og skallaði hann þvínæst í höfuðið. Að lokum rak hann hnéð tvisvar af afli í andlit lögreglumannsins sem nefbrotnaði við árásina. En árásarmaðurinn lét ekki þar við sitja og sneri sér að næsta lögreglumanni, þreif um hálsmál hans og þrengdi að áður en hann kýldi hann í andlitið. Fyrir þetta fékk hann 8 mánaða fangelsi skilorðsbundið í Héraðsdómi Reykjaness í dag, sem þýðir að hann þarf ekkert að sitja inni. Það finnst Snorra mikil vonbrigði. „Þetta er sá raunveruleiki sem lögreglumenn þurfa að búa við í störfum sínum," segir Snorri og telur niðurstöður mála í svona málum alltof oft með þessum „skelfilega hætti". „Þegar verið er að ráðast á lögreglumenn er ekki verið að ráðast á persónuna sem slíka heldur er verið að ráðast á þá þjóðfélagsmynd sem við höfum byggt okkur hér upp," segir hann enda eru lögreglumenn þeir sem framfylgja reglum í þjóðfélaginu og hafa valdbeitingarheimildir. Snorri kom í viðtal í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis en þar þótti mönnum fróðlegt að bera dóminn sem hér ræðir saman við dóm sem féll nýlega þar sem maður hafði hrækt á skikkju dómara og hlotið fyrir það sex mánaða fangelsi óskilorðsbundið.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira