Lyfturnar of litlar á spítalanum Karen Kjartansdóttir skrifar 12. október 2012 21:28 Lyfta á gjörgæsludeild Landspítalans full af tækjabúnaði. Lyftur gjörgæsludeildar Landspítalans eru svo litlar að nauðsynleg tæki komast oft ekki í þær. Öndunarvélinni er oft sleppt þegar sjúklingar eru fluttir milli hæða. Hugmyndir eru um að byggja utanáliggjandi lyftur á elsta hluta spítalans. Fréttastofan fékk Ölmu Dagbjörtu Möller, yfirækni deildarinnar, til að sýna hvernig staðan birtist heilbrigðisstarfsfólki og sjúklingum. Eins og sjá má á myndinni hér til hliðar komast ekki öll tæki sem sumum sjúklingum eru nauðsynleg fyrir. Málin vandast svo enn þegar sjúklingur er tengdur við tækin. "Við erum að horfa á eitt af lýsandi dæmum um slæman húsakost og aðbúnað hér á Landspítalanum. Við erum hér í 80 ára gömlu húsi, sem er barn síns tíma. Lyfturnar eru litlu stærri en rúmin og hér flytjum við gjörgæslusjúklinga milli gjörlgæsludeildar, skurðstofa og á hjartaþræðingu, niður á röntgen og stundum þurfum við, því miður, að flytja sjúklinga milli Fossvogs og Hringbrautar. Þessir mikið veiku sjúklingar þurfa ýmsan tækjabúnað með sér, vökvadælur, öndunarvél, ósæðadælu og hjarta- og lungnavél" segir Alma. Tækin komast ekki öll fyrir í lyftunni, eins og sést á myndinni. En Alma segir að starfsfólk hafi þróað með sér verklag til að láta hlutina ganga. Til dæmis komist öndunarvélin sjaldnast með heldur sé lofti blásið í sjúklinginn með belg. "Við tökum svo bara lífsnauðsynlegustu lyfin með en skiljum önnur eftir. Það er augljóst að við getum ekki tekið allt það starfsfólk með sem við vildum. Við höfum þannig látið þetta ganga en þetta er auðvitað alls ekki eins og best verður á kosið," segir Alma. "Hjarta- og lungnavélin hefur verið sett upp í rúmið hjá sjúklingnum og ef þið ímyndið ykkur að hér sé sjúklingur og allt tengt við hann sjáið þið að þetta verður allt mun erfiðara. Það hefur skapast hættuástand en mér vitanlega hefur ekki orðið skaði hjá sjúklingi. Það er hins vegar ljóst að við getum ekki unað við þetta mikið lengur." Alma segir það þó lán í óláni að sjúkrarúm deildarinnar séu komin til ára sinna, en þau eru mun minni en nýrri sjúkrarúm. Ef nýrra rúm er sett í lyftuna kemst varla nokkuð annað fyrir. Alma segir að fyrsti kostur til að leysa úr stöðuni sé nýr og sameinaður Landspítali. Hún óttast þó að frestur geti orðið á byggingu hans. Hún segir nauðsynlegt að bregðast við stöðunni ef bið verður á byggingu hans og því er verið að skoða hugmyndir um að stækka lyfturnar eða byggja lyftustokk utan á elsta part spítalans. Kostnaður við það er talinn nema 30 til 40 milljónum. Báðar framkvæmdirnar verða síðan til þess að starfsemin sem fyrir er mun missa pláss. "Ef farið verður í þetta verður það dæmi um reddingar sem þarf ef ekki verður byggt," segir Alma. Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Miklar áhyggjur að EBU haldi áfram að lifa tvöföldu siðgæði“ Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sjá meira
Lyftur gjörgæsludeildar Landspítalans eru svo litlar að nauðsynleg tæki komast oft ekki í þær. Öndunarvélinni er oft sleppt þegar sjúklingar eru fluttir milli hæða. Hugmyndir eru um að byggja utanáliggjandi lyftur á elsta hluta spítalans. Fréttastofan fékk Ölmu Dagbjörtu Möller, yfirækni deildarinnar, til að sýna hvernig staðan birtist heilbrigðisstarfsfólki og sjúklingum. Eins og sjá má á myndinni hér til hliðar komast ekki öll tæki sem sumum sjúklingum eru nauðsynleg fyrir. Málin vandast svo enn þegar sjúklingur er tengdur við tækin. "Við erum að horfa á eitt af lýsandi dæmum um slæman húsakost og aðbúnað hér á Landspítalanum. Við erum hér í 80 ára gömlu húsi, sem er barn síns tíma. Lyfturnar eru litlu stærri en rúmin og hér flytjum við gjörgæslusjúklinga milli gjörlgæsludeildar, skurðstofa og á hjartaþræðingu, niður á röntgen og stundum þurfum við, því miður, að flytja sjúklinga milli Fossvogs og Hringbrautar. Þessir mikið veiku sjúklingar þurfa ýmsan tækjabúnað með sér, vökvadælur, öndunarvél, ósæðadælu og hjarta- og lungnavél" segir Alma. Tækin komast ekki öll fyrir í lyftunni, eins og sést á myndinni. En Alma segir að starfsfólk hafi þróað með sér verklag til að láta hlutina ganga. Til dæmis komist öndunarvélin sjaldnast með heldur sé lofti blásið í sjúklinginn með belg. "Við tökum svo bara lífsnauðsynlegustu lyfin með en skiljum önnur eftir. Það er augljóst að við getum ekki tekið allt það starfsfólk með sem við vildum. Við höfum þannig látið þetta ganga en þetta er auðvitað alls ekki eins og best verður á kosið," segir Alma. "Hjarta- og lungnavélin hefur verið sett upp í rúmið hjá sjúklingnum og ef þið ímyndið ykkur að hér sé sjúklingur og allt tengt við hann sjáið þið að þetta verður allt mun erfiðara. Það hefur skapast hættuástand en mér vitanlega hefur ekki orðið skaði hjá sjúklingi. Það er hins vegar ljóst að við getum ekki unað við þetta mikið lengur." Alma segir það þó lán í óláni að sjúkrarúm deildarinnar séu komin til ára sinna, en þau eru mun minni en nýrri sjúkrarúm. Ef nýrra rúm er sett í lyftuna kemst varla nokkuð annað fyrir. Alma segir að fyrsti kostur til að leysa úr stöðuni sé nýr og sameinaður Landspítali. Hún óttast þó að frestur geti orðið á byggingu hans. Hún segir nauðsynlegt að bregðast við stöðunni ef bið verður á byggingu hans og því er verið að skoða hugmyndir um að stækka lyfturnar eða byggja lyftustokk utan á elsta part spítalans. Kostnaður við það er talinn nema 30 til 40 milljónum. Báðar framkvæmdirnar verða síðan til þess að starfsemin sem fyrir er mun missa pláss. "Ef farið verður í þetta verður það dæmi um reddingar sem þarf ef ekki verður byggt," segir Alma.
Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Miklar áhyggjur að EBU haldi áfram að lifa tvöföldu siðgæði“ Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sjá meira