Grosjean tókst hins vegar að vinna Meistarakappaksturinn (Race of Champions, RoC) á dögunum. Til þess þurfti hann að leggja tíföldu heimsmeistarana Micheal Schumacher og Sebastian Vettel af velli, en þeir kepptu fyrir hönd Þýskalands.
Grosjean var bannað að keppa í ítalska kappakstrinum í ár fyrir síendurtekin brot á brautinni og hættulegan akstur. Bannið fékk hann fyrir að aka aftan á Lewis Hamilton með þeim afleiðingum að báðir þurftu að hætta keppni, auk Fernando Alonso sem var heppinn að þurfa ekki að fara á spítala í kjölfarið. Auðvelt er að fullyrða að heimsmeistaratitill Fernando Alonso tapaðist í þessu slysi.
Grosjean mun aka við hlið Kimi Raikkönen hjá Lotus á næsta ári eins og hann gerði í sumar.
Max Chilton fær sénsinn hjá MarussiaNýliðinn Max Chilton hefur verið ráðinn til að aka fyrir Marussia-liðið á næsta ári við hlið Timo Glock. Chilton tekur við af Charles Pic sem hefur ráðið sig til Caterham.
Chilton er tuttugu og eins árs gamall Breti sem var á mála hjá Marussia í sumar. Hann ók einnig fyrir systurlið Marussia í GP2-mótaröðinni í sumar.
