Uppnefndur þjófur að ósekju Hilmar Hallbjörnsson skrifar 16. ágúst 2012 06:00 Á síðastliðnum dögum hafa SMÁÍS, samtök myndrétthafa á Íslandi, verið með harkalega auglýsingaherferð í Fréttablaðinu. Auglýsingarnar hafa verið á þann veg að birt er mynd af skúrki, fyrst af manni sem þeir kölluðu Yuri og er líklega rússneskur og síðan af Brad, en hann er líklega bandarískur, og undir er texti sem segir að þeir séu að aðstoða Íslendinga við að brjóta lög og rétthafar myndefnis fái ekki greitt það sem þeir eigi að fá greitt. Leitt er að því að þeir sem noti þjónustur á borð við Netflix og erlenda hluta iTunes búðarinnar séu að brjóta lög. En þar stendur hnífurinn í kúnni. Hvaða lög er verið að brjóta? Ég er því miður ekki lögfróður maður, en það sem ég tek út úr auglýsingunni er að vesalings rétthafarnir fái ekki lengur aurinn sem „þeir eiga rétt á". Málið er að auglýsingunum er líka ætlað (að mér sjálfum finnst) að fá fólk til að setja samhengi á milli þessa lagabrots og þess að stela myndefni og tónlist af netinu. En þarna er grundvallarmunur á. Svo ég minnist nú ekki á rasismann sem í auglýsingunum liggur. Þeir sem kaupa þjónustu af Netflix og Apple eru nefnilega ekki að stela neinu. Þeir eru klárlega að greiða fyrir efnið, og greiða það sama og aðrir greiða (þ.e. aðrir í sama landi, oftast Bandaríkjunum). Eigendur myndefnisins og tónlistarinnar hafa samþykkt þessar veitur sem löggilta söluaðila og því er klárt að ekki er verið að snuða þá sem framleiddu efnið. Þá eru „rétthafarnir" eftir, þeir sem kaupa rétt til dreifingar á efninu innan ákveðins lands. Ég geri mér alveg grein fyrir að þeir hafa greitt fyrir að fá að dreifa efninu og auðvitað vilja þeir ekki fá ólöglegt efni hingað til lands, en ég get ekki skilið hvernig hægt er að túlka þetta sem ólöglegt efni. Það eru mörg fyrirtæki sem hafa einkaumboð á hinum og þessum vörum hér á landi en enginn talar um lögbrot ef farið er til annars lands og varan keypt þar og síðan flutt til landsins. Hver er munurinn á svörtum kassa og stafrænu efni í þessum skilningi? Og af hverju, árið 2012, á ég að bíða eftir því í eitt og hálft ár (þátturinn Detroit 1-8-7, sem nú er nýfarinn að rúlla á RÚV) að einhverjum „þóknist" að sýna mér efnið, þegar það stendur mér til boða á stafrænu formi gegn greiðslu úti í heimi? Það sem ég er að reyna að koma á framfæri er að SMÁÍS og önnur rétthafasamtök eru á miklum villigötum þegar kemur að málflutningi og málatilbúnaði. Þeir ættu að hætta að standa í sífelldum ákærum og klögun gegn nýrri tækni og reyna frekar að vinna með henni. Lögfræðin hefur orðið út undan þegar kemur að stafrænu frelsi og stafrænum rétti og ættu þeir frekar að einsetja sér að berjast fyrir breyttu lagaumhverfi heldur en að þjófkenna annan hvern aðila á Íslandi sem á spjaldtölvu. Það eru langflestir búnir að átta sig á því að þjófnaður á stafrænu efni fer fram á torrent-síðum og öðrum skráarveitum, en það er EKKI þjófnaður að versla við aðila utan Íslands sem hafa fullgild leyfi frá eigendum efnisins til að áframselja það. Komið með okkur hinum inn í framtíðina, því annars skiljum við ykkur bara eftir. (Mér til stuðnings bendi ég ykkur á að kynna ykkur hvernig fór fyrir Blockbuster-myndbandaleigukeðjunni. Netflix gróf þá í kaf á tveimur árum með ódýrari og betri þjónustu.) Og að endingu: Ég kæri mig ekki um að vera kallaður þjófur að ósekju! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Á síðastliðnum dögum hafa SMÁÍS, samtök myndrétthafa á Íslandi, verið með harkalega auglýsingaherferð í Fréttablaðinu. Auglýsingarnar hafa verið á þann veg að birt er mynd af skúrki, fyrst af manni sem þeir kölluðu Yuri og er líklega rússneskur og síðan af Brad, en hann er líklega bandarískur, og undir er texti sem segir að þeir séu að aðstoða Íslendinga við að brjóta lög og rétthafar myndefnis fái ekki greitt það sem þeir eigi að fá greitt. Leitt er að því að þeir sem noti þjónustur á borð við Netflix og erlenda hluta iTunes búðarinnar séu að brjóta lög. En þar stendur hnífurinn í kúnni. Hvaða lög er verið að brjóta? Ég er því miður ekki lögfróður maður, en það sem ég tek út úr auglýsingunni er að vesalings rétthafarnir fái ekki lengur aurinn sem „þeir eiga rétt á". Málið er að auglýsingunum er líka ætlað (að mér sjálfum finnst) að fá fólk til að setja samhengi á milli þessa lagabrots og þess að stela myndefni og tónlist af netinu. En þarna er grundvallarmunur á. Svo ég minnist nú ekki á rasismann sem í auglýsingunum liggur. Þeir sem kaupa þjónustu af Netflix og Apple eru nefnilega ekki að stela neinu. Þeir eru klárlega að greiða fyrir efnið, og greiða það sama og aðrir greiða (þ.e. aðrir í sama landi, oftast Bandaríkjunum). Eigendur myndefnisins og tónlistarinnar hafa samþykkt þessar veitur sem löggilta söluaðila og því er klárt að ekki er verið að snuða þá sem framleiddu efnið. Þá eru „rétthafarnir" eftir, þeir sem kaupa rétt til dreifingar á efninu innan ákveðins lands. Ég geri mér alveg grein fyrir að þeir hafa greitt fyrir að fá að dreifa efninu og auðvitað vilja þeir ekki fá ólöglegt efni hingað til lands, en ég get ekki skilið hvernig hægt er að túlka þetta sem ólöglegt efni. Það eru mörg fyrirtæki sem hafa einkaumboð á hinum og þessum vörum hér á landi en enginn talar um lögbrot ef farið er til annars lands og varan keypt þar og síðan flutt til landsins. Hver er munurinn á svörtum kassa og stafrænu efni í þessum skilningi? Og af hverju, árið 2012, á ég að bíða eftir því í eitt og hálft ár (þátturinn Detroit 1-8-7, sem nú er nýfarinn að rúlla á RÚV) að einhverjum „þóknist" að sýna mér efnið, þegar það stendur mér til boða á stafrænu formi gegn greiðslu úti í heimi? Það sem ég er að reyna að koma á framfæri er að SMÁÍS og önnur rétthafasamtök eru á miklum villigötum þegar kemur að málflutningi og málatilbúnaði. Þeir ættu að hætta að standa í sífelldum ákærum og klögun gegn nýrri tækni og reyna frekar að vinna með henni. Lögfræðin hefur orðið út undan þegar kemur að stafrænu frelsi og stafrænum rétti og ættu þeir frekar að einsetja sér að berjast fyrir breyttu lagaumhverfi heldur en að þjófkenna annan hvern aðila á Íslandi sem á spjaldtölvu. Það eru langflestir búnir að átta sig á því að þjófnaður á stafrænu efni fer fram á torrent-síðum og öðrum skráarveitum, en það er EKKI þjófnaður að versla við aðila utan Íslands sem hafa fullgild leyfi frá eigendum efnisins til að áframselja það. Komið með okkur hinum inn í framtíðina, því annars skiljum við ykkur bara eftir. (Mér til stuðnings bendi ég ykkur á að kynna ykkur hvernig fór fyrir Blockbuster-myndbandaleigukeðjunni. Netflix gróf þá í kaf á tveimur árum með ódýrari og betri þjónustu.) Og að endingu: Ég kæri mig ekki um að vera kallaður þjófur að ósekju!
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun