Uppnefndur þjófur að ósekju Hilmar Hallbjörnsson skrifar 16. ágúst 2012 06:00 Á síðastliðnum dögum hafa SMÁÍS, samtök myndrétthafa á Íslandi, verið með harkalega auglýsingaherferð í Fréttablaðinu. Auglýsingarnar hafa verið á þann veg að birt er mynd af skúrki, fyrst af manni sem þeir kölluðu Yuri og er líklega rússneskur og síðan af Brad, en hann er líklega bandarískur, og undir er texti sem segir að þeir séu að aðstoða Íslendinga við að brjóta lög og rétthafar myndefnis fái ekki greitt það sem þeir eigi að fá greitt. Leitt er að því að þeir sem noti þjónustur á borð við Netflix og erlenda hluta iTunes búðarinnar séu að brjóta lög. En þar stendur hnífurinn í kúnni. Hvaða lög er verið að brjóta? Ég er því miður ekki lögfróður maður, en það sem ég tek út úr auglýsingunni er að vesalings rétthafarnir fái ekki lengur aurinn sem „þeir eiga rétt á". Málið er að auglýsingunum er líka ætlað (að mér sjálfum finnst) að fá fólk til að setja samhengi á milli þessa lagabrots og þess að stela myndefni og tónlist af netinu. En þarna er grundvallarmunur á. Svo ég minnist nú ekki á rasismann sem í auglýsingunum liggur. Þeir sem kaupa þjónustu af Netflix og Apple eru nefnilega ekki að stela neinu. Þeir eru klárlega að greiða fyrir efnið, og greiða það sama og aðrir greiða (þ.e. aðrir í sama landi, oftast Bandaríkjunum). Eigendur myndefnisins og tónlistarinnar hafa samþykkt þessar veitur sem löggilta söluaðila og því er klárt að ekki er verið að snuða þá sem framleiddu efnið. Þá eru „rétthafarnir" eftir, þeir sem kaupa rétt til dreifingar á efninu innan ákveðins lands. Ég geri mér alveg grein fyrir að þeir hafa greitt fyrir að fá að dreifa efninu og auðvitað vilja þeir ekki fá ólöglegt efni hingað til lands, en ég get ekki skilið hvernig hægt er að túlka þetta sem ólöglegt efni. Það eru mörg fyrirtæki sem hafa einkaumboð á hinum og þessum vörum hér á landi en enginn talar um lögbrot ef farið er til annars lands og varan keypt þar og síðan flutt til landsins. Hver er munurinn á svörtum kassa og stafrænu efni í þessum skilningi? Og af hverju, árið 2012, á ég að bíða eftir því í eitt og hálft ár (þátturinn Detroit 1-8-7, sem nú er nýfarinn að rúlla á RÚV) að einhverjum „þóknist" að sýna mér efnið, þegar það stendur mér til boða á stafrænu formi gegn greiðslu úti í heimi? Það sem ég er að reyna að koma á framfæri er að SMÁÍS og önnur rétthafasamtök eru á miklum villigötum þegar kemur að málflutningi og málatilbúnaði. Þeir ættu að hætta að standa í sífelldum ákærum og klögun gegn nýrri tækni og reyna frekar að vinna með henni. Lögfræðin hefur orðið út undan þegar kemur að stafrænu frelsi og stafrænum rétti og ættu þeir frekar að einsetja sér að berjast fyrir breyttu lagaumhverfi heldur en að þjófkenna annan hvern aðila á Íslandi sem á spjaldtölvu. Það eru langflestir búnir að átta sig á því að þjófnaður á stafrænu efni fer fram á torrent-síðum og öðrum skráarveitum, en það er EKKI þjófnaður að versla við aðila utan Íslands sem hafa fullgild leyfi frá eigendum efnisins til að áframselja það. Komið með okkur hinum inn í framtíðina, því annars skiljum við ykkur bara eftir. (Mér til stuðnings bendi ég ykkur á að kynna ykkur hvernig fór fyrir Blockbuster-myndbandaleigukeðjunni. Netflix gróf þá í kaf á tveimur árum með ódýrari og betri þjónustu.) Og að endingu: Ég kæri mig ekki um að vera kallaður þjófur að ósekju! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Á síðastliðnum dögum hafa SMÁÍS, samtök myndrétthafa á Íslandi, verið með harkalega auglýsingaherferð í Fréttablaðinu. Auglýsingarnar hafa verið á þann veg að birt er mynd af skúrki, fyrst af manni sem þeir kölluðu Yuri og er líklega rússneskur og síðan af Brad, en hann er líklega bandarískur, og undir er texti sem segir að þeir séu að aðstoða Íslendinga við að brjóta lög og rétthafar myndefnis fái ekki greitt það sem þeir eigi að fá greitt. Leitt er að því að þeir sem noti þjónustur á borð við Netflix og erlenda hluta iTunes búðarinnar séu að brjóta lög. En þar stendur hnífurinn í kúnni. Hvaða lög er verið að brjóta? Ég er því miður ekki lögfróður maður, en það sem ég tek út úr auglýsingunni er að vesalings rétthafarnir fái ekki lengur aurinn sem „þeir eiga rétt á". Málið er að auglýsingunum er líka ætlað (að mér sjálfum finnst) að fá fólk til að setja samhengi á milli þessa lagabrots og þess að stela myndefni og tónlist af netinu. En þarna er grundvallarmunur á. Svo ég minnist nú ekki á rasismann sem í auglýsingunum liggur. Þeir sem kaupa þjónustu af Netflix og Apple eru nefnilega ekki að stela neinu. Þeir eru klárlega að greiða fyrir efnið, og greiða það sama og aðrir greiða (þ.e. aðrir í sama landi, oftast Bandaríkjunum). Eigendur myndefnisins og tónlistarinnar hafa samþykkt þessar veitur sem löggilta söluaðila og því er klárt að ekki er verið að snuða þá sem framleiddu efnið. Þá eru „rétthafarnir" eftir, þeir sem kaupa rétt til dreifingar á efninu innan ákveðins lands. Ég geri mér alveg grein fyrir að þeir hafa greitt fyrir að fá að dreifa efninu og auðvitað vilja þeir ekki fá ólöglegt efni hingað til lands, en ég get ekki skilið hvernig hægt er að túlka þetta sem ólöglegt efni. Það eru mörg fyrirtæki sem hafa einkaumboð á hinum og þessum vörum hér á landi en enginn talar um lögbrot ef farið er til annars lands og varan keypt þar og síðan flutt til landsins. Hver er munurinn á svörtum kassa og stafrænu efni í þessum skilningi? Og af hverju, árið 2012, á ég að bíða eftir því í eitt og hálft ár (þátturinn Detroit 1-8-7, sem nú er nýfarinn að rúlla á RÚV) að einhverjum „þóknist" að sýna mér efnið, þegar það stendur mér til boða á stafrænu formi gegn greiðslu úti í heimi? Það sem ég er að reyna að koma á framfæri er að SMÁÍS og önnur rétthafasamtök eru á miklum villigötum þegar kemur að málflutningi og málatilbúnaði. Þeir ættu að hætta að standa í sífelldum ákærum og klögun gegn nýrri tækni og reyna frekar að vinna með henni. Lögfræðin hefur orðið út undan þegar kemur að stafrænu frelsi og stafrænum rétti og ættu þeir frekar að einsetja sér að berjast fyrir breyttu lagaumhverfi heldur en að þjófkenna annan hvern aðila á Íslandi sem á spjaldtölvu. Það eru langflestir búnir að átta sig á því að þjófnaður á stafrænu efni fer fram á torrent-síðum og öðrum skráarveitum, en það er EKKI þjófnaður að versla við aðila utan Íslands sem hafa fullgild leyfi frá eigendum efnisins til að áframselja það. Komið með okkur hinum inn í framtíðina, því annars skiljum við ykkur bara eftir. (Mér til stuðnings bendi ég ykkur á að kynna ykkur hvernig fór fyrir Blockbuster-myndbandaleigukeðjunni. Netflix gróf þá í kaf á tveimur árum með ódýrari og betri þjónustu.) Og að endingu: Ég kæri mig ekki um að vera kallaður þjófur að ósekju!
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar