Erlent

Umsátrið í Toulouse stendur enn

Umsátrið um fjölbýlishúsið í Toulouse þar sem fjöldamorðinginn Mohammed Merah heldur sig stendur enn sólarhing eftir að það hófst.

Sérsveitarmenn sem kallast Svörtu pardusarnir og berjast við aðallega hryðjuverkamenn, bíða nú átekta eftir skipun um að ráðast inn í íbúðina og enda umsátrið.

Sjónarvottar hafa greint frá skothríð og sprengingum við íbúð Merah í nótt en talið er að þar hafi lögreglan verið að skapa ótta hjá Merah. Merah hefur viðurkennt að hafa myrt sjö manns að undanförnu þar af þrjú börn í árás á gyðingaskóla í Toulouse.

Jafnframt hefur Merah stært sig að því að hafa komið Frakklandi á knéin með gjörðum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×