Erlent

Náðist eftir sjö ár á flótta frá lögreglunni í Ástralíu

Lögreglunni í Ástralíu tókst loks að hafa hendur í hári Malcolm Naden en hann hefur verið á flótta undan lögreglunni undanfarin sjö ár.

Naden var á toppi lista lögreglunnar yfir eftirlýsta menn en hans hefur verið leitað vegna morðs á konu frá árinu 2005 auk annarra glæpa. Tuttugu lögreglumenn náðu Naden í húsi í New South Wales í nótt.

Heitið hafði verið verðlaunum upp á 100.000 ástralíudollara fyrir Naden en það er mesta fé sem lagt hefur verið til höfuðs glæpamanni í Ástralíu síðan mikil leit var gerð að útlaganum Ned Kelly á nítjándu öld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×