„Öllu er hagrætt í burtu“ Svavar Gestsson skrifar 7. júní 2012 06:00 Orðið byggðastefna þýðir í eyrum margra ný uppbygging úti á landi. Af fréttum síðustu daga er ljóst að það má ekki vera raunverulegt og tæmandi innihald. Byggðastefna þarf nefnilega líka að fjalla um það sem er til og er lágmarksforsenda þess að byggð haldist við í landinu. Það þarf til dæmis greinilega að setja viðmið um lágmarksbankaþjónustu fyrir svæði. En þetta á að sjálfsögðu líka við um almannaþjónustu af öðru tagi eins og skóla og heilbrigðisþjónustu. Vegasamgöngur á vetrum. Er svona vísir til? Þar sem kveðið er á um lágmarksþörf byggðarlaga til þess að þau geti verið til sem sjálfstæðar einingar? Lokað samstundisTilefni þessara spurninga er lokun bankaútibús Landsbankans í Króksfjarðarnesi. Fyrir örfáum misserum yfirtók Landsbankinn útibú Sparisjóðs Keflavíkur, áður Vestfjarða, í Króksfjarðarnesi. Flestir létu sér vel líka því forræði sparisjóðsins var farið úr byggðarlaginu hvort eð var. Allir tengdust nú samstundis Landsbankanum. En Adam var ekki lengi í þeirri Paradísinni. Síðasta dag maímánaðar var sent bréf úr Reykjavík í Reykhólahrepp til þeirra íbúa þar sem skipta við Landsbankann. Þeim var tilkynnt að DAGINN EFTIR yrði útibúinu í Króksfjarðarnesi lokað og þann dag – á lokunardaginn – barst þeim bréfið. Það er ósvífni númer eitt að gefa fólki engan frest til að flytja viðskipti sín úr útibúinu áður en útibúinu var lokað. Þetta var greinilega gert vísvitandi nákvæmlega svona. Þetta var ekki tilviljun. Þeir sem hafa átt viðskipti við bankann munu nefnilega flestir flytja viðskipti sín í Sparisjóð Strandamanna á Hólmavík eða Arionbanka sem er bæði í Búðardal og á Hólmavík. En það var reynt að loka þetta fólk sem þarna hafði viðskipti inni í Landsbankanum. Vísað á útibú í 200 kílómetra fjarlægðÓsvífni númer tvö í bréfinu var þegar íbúum Reykhólahrepps var ráðlagt að fara með viðskipti sín í Landsbankann á Patreksfirði. Yfir fjöll og hálsana frægu – það eru um tvö hundruð kílómetrar hvora leið. Það er eins og að vísa Reykvíkingi á útibú banka á Hvammstanga eða íbúa á Kirkjubæjarklaustri á Höfn í Hornafirði. Þetta gengur ekki; íbúar Reykhólahrepps hafa lítið sem ekkert að sækja til Patreksfjarðar nema þegar þeir neyðast til að leita til sýslumanns með þinglýsingar og þess háttar verkefni. Þessi skilaboð – um að koma sér á Patreksfjörð frá Reykhólum – segja allt sem segja þarf: Það er skilningsleysi, tilfinningaleysi og viljaleysi á bak við svona kveðjur. Það er enginn vilji til að setja sig inn í aðstæður þess fólks sem býr á þessu svæði. Það er að vísu þannig að ef hlýða ætti markaðshagsmunum bankans þá væri eðlilegast að leggja Reykhólahrepp niður og flytja íbúana í lítið hverfi á þéttbýlissvæðinu sem þess vegna mætti heita Reykhólar. En ég hélt að það væri skoðun okkar allra að láta markaðshagsmunina ekki ráða öllu á Íslandi. Öllu hagrætt í burtuÞað er verið að hagræða öllu í burtu frá okkur sagði greindur nágranni við okkur á dögunum. Það er kjarni málsins; auðvelt er að finna það út að það væri skynsamlegast að hagræða Íslendingum burt af hólmanum og reka hér þjónustumiðstöðvar fyrir fiskipskip og umfram allt hætta að tala íslensku sem er óskiljanlegt hrognamál í eyrum allra annarra en okkar sjálfra. Auðvitað á að setja reglur um lágmarksþjónustu við landsbyggð. Það á að setja reglur um bankaútibú og það á að leggja þá “kvöð” á bankana að þau skipti með sér landinu í “áhrifasvæði” þannig að allir hafi aðgang að banka. Og hið sama á við um aðra þjónustu. Í nýrri byggðastefnu þarf að draga varnarlínur um landsbyggðina og hagsmuni hennar. Já, það kostar peninga, en miðað við hvað? Það kostar peninga að tala íslensku miðað við ítrustu hagsmuni heimskapítalismans. Þann boðskap höfum við fyrir löngu ákveðið að hafa að engu. Frá þeirri varnarlínu þarf svo að hefja nýja sókn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Orðið byggðastefna þýðir í eyrum margra ný uppbygging úti á landi. Af fréttum síðustu daga er ljóst að það má ekki vera raunverulegt og tæmandi innihald. Byggðastefna þarf nefnilega líka að fjalla um það sem er til og er lágmarksforsenda þess að byggð haldist við í landinu. Það þarf til dæmis greinilega að setja viðmið um lágmarksbankaþjónustu fyrir svæði. En þetta á að sjálfsögðu líka við um almannaþjónustu af öðru tagi eins og skóla og heilbrigðisþjónustu. Vegasamgöngur á vetrum. Er svona vísir til? Þar sem kveðið er á um lágmarksþörf byggðarlaga til þess að þau geti verið til sem sjálfstæðar einingar? Lokað samstundisTilefni þessara spurninga er lokun bankaútibús Landsbankans í Króksfjarðarnesi. Fyrir örfáum misserum yfirtók Landsbankinn útibú Sparisjóðs Keflavíkur, áður Vestfjarða, í Króksfjarðarnesi. Flestir létu sér vel líka því forræði sparisjóðsins var farið úr byggðarlaginu hvort eð var. Allir tengdust nú samstundis Landsbankanum. En Adam var ekki lengi í þeirri Paradísinni. Síðasta dag maímánaðar var sent bréf úr Reykjavík í Reykhólahrepp til þeirra íbúa þar sem skipta við Landsbankann. Þeim var tilkynnt að DAGINN EFTIR yrði útibúinu í Króksfjarðarnesi lokað og þann dag – á lokunardaginn – barst þeim bréfið. Það er ósvífni númer eitt að gefa fólki engan frest til að flytja viðskipti sín úr útibúinu áður en útibúinu var lokað. Þetta var greinilega gert vísvitandi nákvæmlega svona. Þetta var ekki tilviljun. Þeir sem hafa átt viðskipti við bankann munu nefnilega flestir flytja viðskipti sín í Sparisjóð Strandamanna á Hólmavík eða Arionbanka sem er bæði í Búðardal og á Hólmavík. En það var reynt að loka þetta fólk sem þarna hafði viðskipti inni í Landsbankanum. Vísað á útibú í 200 kílómetra fjarlægðÓsvífni númer tvö í bréfinu var þegar íbúum Reykhólahrepps var ráðlagt að fara með viðskipti sín í Landsbankann á Patreksfirði. Yfir fjöll og hálsana frægu – það eru um tvö hundruð kílómetrar hvora leið. Það er eins og að vísa Reykvíkingi á útibú banka á Hvammstanga eða íbúa á Kirkjubæjarklaustri á Höfn í Hornafirði. Þetta gengur ekki; íbúar Reykhólahrepps hafa lítið sem ekkert að sækja til Patreksfjarðar nema þegar þeir neyðast til að leita til sýslumanns með þinglýsingar og þess háttar verkefni. Þessi skilaboð – um að koma sér á Patreksfjörð frá Reykhólum – segja allt sem segja þarf: Það er skilningsleysi, tilfinningaleysi og viljaleysi á bak við svona kveðjur. Það er enginn vilji til að setja sig inn í aðstæður þess fólks sem býr á þessu svæði. Það er að vísu þannig að ef hlýða ætti markaðshagsmunum bankans þá væri eðlilegast að leggja Reykhólahrepp niður og flytja íbúana í lítið hverfi á þéttbýlissvæðinu sem þess vegna mætti heita Reykhólar. En ég hélt að það væri skoðun okkar allra að láta markaðshagsmunina ekki ráða öllu á Íslandi. Öllu hagrætt í burtuÞað er verið að hagræða öllu í burtu frá okkur sagði greindur nágranni við okkur á dögunum. Það er kjarni málsins; auðvelt er að finna það út að það væri skynsamlegast að hagræða Íslendingum burt af hólmanum og reka hér þjónustumiðstöðvar fyrir fiskipskip og umfram allt hætta að tala íslensku sem er óskiljanlegt hrognamál í eyrum allra annarra en okkar sjálfra. Auðvitað á að setja reglur um lágmarksþjónustu við landsbyggð. Það á að setja reglur um bankaútibú og það á að leggja þá “kvöð” á bankana að þau skipti með sér landinu í “áhrifasvæði” þannig að allir hafi aðgang að banka. Og hið sama á við um aðra þjónustu. Í nýrri byggðastefnu þarf að draga varnarlínur um landsbyggðina og hagsmuni hennar. Já, það kostar peninga, en miðað við hvað? Það kostar peninga að tala íslensku miðað við ítrustu hagsmuni heimskapítalismans. Þann boðskap höfum við fyrir löngu ákveðið að hafa að engu. Frá þeirri varnarlínu þarf svo að hefja nýja sókn.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun