Þess vegna kýs ég Hannes Bjarnason Guðný Jóhannesdóttir skrifar 7. júní 2012 18:00 Undanfarnar vikur hef ég velt því mjög fyrir mér hver skuli fá atkvæði mitt í komandi forsetakosningum. Lengi vel velti ég því fyrir mér að láta þær hreinlega fram hjá mér fara en sem lýðsræðislega þenkjandi manneskja vissi ég svo sem að það myndi ég ekki gera, ekki nema þá að ég færi og skilaði auðu. Sl. sunnudag heyrði ég síðan í Hannesi Bjarnasyni þar sem hann var í viðtali í Sprengisandi og játa ég að hann kom mér skemmtilega á óvart. Ekki síst sú skoðun hans að hann teldi miður hversu tamt okkur Íslendingum er að rakka niður þá sem eru ekki sömu skoðunar og við sjálf. Að það að vera ósammála þýði að viðkomandi aðilar þurfi nánast að hatast hver við annan. Þó Hannes hafi notað annað orðalag þá var þetta eins og talað út úr mínu hjarta. Ef við sem þjóð ætlum að komast upp úr þessum skotgrafahernaði sem hefur einkennt landið okkar síðustu ár þá verðum við að komast upp úr þessu fari að rífast og rífa hvert annað niður við hvert tækifæri. Yfirvegaður málflutningur Hannesar og ekki síst málefnalegur málflutningur hreyf mig og minnti mig á hvað okkur vantar í umræðuna hér heima. Okkur vantar málefnalega og jarðbundna leiðtoga. Þessa kosti hefur Hannes Bjarnason og þess vegna mun atkvæði mitt í komandi forsetakosningum lenda hjá honum. Ég skora á ykkur sem eigið eftir að ákveða ykkur að hætta að hugsa eins og það séu bara tveir frambjóðendur í framboði og hugleiða kosti hvers og eins frambjóðenda áður en þið takið afstöðu. Það gerði ég og Hannes Bjarnason varð fyrir valinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hef ég velt því mjög fyrir mér hver skuli fá atkvæði mitt í komandi forsetakosningum. Lengi vel velti ég því fyrir mér að láta þær hreinlega fram hjá mér fara en sem lýðsræðislega þenkjandi manneskja vissi ég svo sem að það myndi ég ekki gera, ekki nema þá að ég færi og skilaði auðu. Sl. sunnudag heyrði ég síðan í Hannesi Bjarnasyni þar sem hann var í viðtali í Sprengisandi og játa ég að hann kom mér skemmtilega á óvart. Ekki síst sú skoðun hans að hann teldi miður hversu tamt okkur Íslendingum er að rakka niður þá sem eru ekki sömu skoðunar og við sjálf. Að það að vera ósammála þýði að viðkomandi aðilar þurfi nánast að hatast hver við annan. Þó Hannes hafi notað annað orðalag þá var þetta eins og talað út úr mínu hjarta. Ef við sem þjóð ætlum að komast upp úr þessum skotgrafahernaði sem hefur einkennt landið okkar síðustu ár þá verðum við að komast upp úr þessu fari að rífast og rífa hvert annað niður við hvert tækifæri. Yfirvegaður málflutningur Hannesar og ekki síst málefnalegur málflutningur hreyf mig og minnti mig á hvað okkur vantar í umræðuna hér heima. Okkur vantar málefnalega og jarðbundna leiðtoga. Þessa kosti hefur Hannes Bjarnason og þess vegna mun atkvæði mitt í komandi forsetakosningum lenda hjá honum. Ég skora á ykkur sem eigið eftir að ákveða ykkur að hætta að hugsa eins og það séu bara tveir frambjóðendur í framboði og hugleiða kosti hvers og eins frambjóðenda áður en þið takið afstöðu. Það gerði ég og Hannes Bjarnason varð fyrir valinu.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar